Söngur er sælugjafi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 08:44 Gunnar Guðbjörnsson segist lengi hafa gengið með þá hugmynd að gaman væri að fá óperusöngvara í spjall. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gunnar Guðbjörnsson hefur umsjón með viðtalstónleikum við óperusöngvara í Salnum. Fyrstu tónleikarnir verða í dag með Elmari Gilbertssyni. Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari heldur tónleikaröð í samstarfi við Salinn. Um er að ræða viðtalstónleika við óperusöngvara undir heitinu Da Capo (Frá byrjun). „Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að gaman væri að fá óperusöngvara í spjall, svona í líkingu við það sem Jón Ólafsson hefur gert í Af fingrum fram. Önnur fyrirmynd eru þýskir sjónvarpsþættir sem hétu Da Capo og ég fékk heitið lánað þaðan,“ segir Gunnar.Leikhús með tónlist Þegar hefur verið skipulögð dagskrá með sex óperusöngvurum, þeim Elmari Gilbertssyni, Kristni Sig munds syni, Dísellu Lárusdóttur, Bergþóri Pálssyni, Diddú og Þóru Einarsdóttur. „Allt eru þetta söngvarar sem hafa átt f lottan feril og túlkað ólík hlutverk,“ segir Gunnar. Hann segist vonast til að einhver sjónvarpsstöðvanna vilji taka tónleikaröðina upp. „Hugsunin með þessari röð er að brjóta upp tónleikaformið á skemmtilegan hátt,“ segir hann. „Viðkomandi söngvari syngur nokkur lög eða aríur en svo er dagskráin brotin upp með spjalli mínu við hann og sýndar eru gamlar myndbandsupptökur eða hljóðupptökur. Þannig verður þetta eins konar sýning, ekki bara tónleikar, og við erum svo lánsöm að Íslenska óperan hefur lofað aðstoð sinni og lánar okkur efni sem til er.Elmar Gilbertsson verður fyrsti gestur Gunnars í Salnum.Fréttablaðið/StefánÓperan er yfirleitt sett í hátíðlegan ramma en í sumum löndum, eins og til dæmis Þýskalandi, hafa menn verið duglegir við að brjótast út úr hefðarforminu. Mér finnst að við ættum að gera það sömuleiðis hér á Íslandi. Þessi tónleikaröð er tilraun til þess. Óperulistin er leikhús með tónlist og reyndar einnig myndlist. Þarna set ég kastljósið á söngvara sem hafa mótandi áhrif á hverja einustu uppfærslu sem þeir taka þátt í.“Fáum ekki að kenna nóg Fyrstu tónleikarnir verða í dag, 9. febrúar klukkan 16, með Elmari Gilbertssyni. Næstu tónleikar verða 24. febrúar með Kristni Sigmundssyni. Dísella Lárusdóttur verður í Salnum 2. mars og Bergþór Pálsson þann 30. mars, Diddú 28. apríl og síðan kemur að Þóru Einarsdóttur þann 18. maí. Gunnar, sem kennir við og er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, segir Íslendinga hafa gríðarlegan áhuga á söng. „Söngáhugi hér er meiri en víðast hvar annars staðar. Í Reykjavík eru tveir fjölmennir söngskólar, Söngskóli Sigurðar Demetz og Söngskólinn í Reykjavík. Hér í þessum skóla náum við ekki að anna eftirspurn, það má segja að vandi okkar sé að við fáum ekki að kenna nóg. Það er líka ótrúlegur fjöldi Íslendinga sem syngur í kórum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson hefur umsjón með viðtalstónleikum við óperusöngvara í Salnum. Fyrstu tónleikarnir verða í dag með Elmari Gilbertssyni. Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari heldur tónleikaröð í samstarfi við Salinn. Um er að ræða viðtalstónleika við óperusöngvara undir heitinu Da Capo (Frá byrjun). „Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að gaman væri að fá óperusöngvara í spjall, svona í líkingu við það sem Jón Ólafsson hefur gert í Af fingrum fram. Önnur fyrirmynd eru þýskir sjónvarpsþættir sem hétu Da Capo og ég fékk heitið lánað þaðan,“ segir Gunnar.Leikhús með tónlist Þegar hefur verið skipulögð dagskrá með sex óperusöngvurum, þeim Elmari Gilbertssyni, Kristni Sig munds syni, Dísellu Lárusdóttur, Bergþóri Pálssyni, Diddú og Þóru Einarsdóttur. „Allt eru þetta söngvarar sem hafa átt f lottan feril og túlkað ólík hlutverk,“ segir Gunnar. Hann segist vonast til að einhver sjónvarpsstöðvanna vilji taka tónleikaröðina upp. „Hugsunin með þessari röð er að brjóta upp tónleikaformið á skemmtilegan hátt,“ segir hann. „Viðkomandi söngvari syngur nokkur lög eða aríur en svo er dagskráin brotin upp með spjalli mínu við hann og sýndar eru gamlar myndbandsupptökur eða hljóðupptökur. Þannig verður þetta eins konar sýning, ekki bara tónleikar, og við erum svo lánsöm að Íslenska óperan hefur lofað aðstoð sinni og lánar okkur efni sem til er.Elmar Gilbertsson verður fyrsti gestur Gunnars í Salnum.Fréttablaðið/StefánÓperan er yfirleitt sett í hátíðlegan ramma en í sumum löndum, eins og til dæmis Þýskalandi, hafa menn verið duglegir við að brjótast út úr hefðarforminu. Mér finnst að við ættum að gera það sömuleiðis hér á Íslandi. Þessi tónleikaröð er tilraun til þess. Óperulistin er leikhús með tónlist og reyndar einnig myndlist. Þarna set ég kastljósið á söngvara sem hafa mótandi áhrif á hverja einustu uppfærslu sem þeir taka þátt í.“Fáum ekki að kenna nóg Fyrstu tónleikarnir verða í dag, 9. febrúar klukkan 16, með Elmari Gilbertssyni. Næstu tónleikar verða 24. febrúar með Kristni Sigmundssyni. Dísella Lárusdóttur verður í Salnum 2. mars og Bergþór Pálsson þann 30. mars, Diddú 28. apríl og síðan kemur að Þóru Einarsdóttur þann 18. maí. Gunnar, sem kennir við og er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, segir Íslendinga hafa gríðarlegan áhuga á söng. „Söngáhugi hér er meiri en víðast hvar annars staðar. Í Reykjavík eru tveir fjölmennir söngskólar, Söngskóli Sigurðar Demetz og Söngskólinn í Reykjavík. Hér í þessum skóla náum við ekki að anna eftirspurn, það má segja að vandi okkar sé að við fáum ekki að kenna nóg. Það er líka ótrúlegur fjöldi Íslendinga sem syngur í kórum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira