Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Hörður Ægisson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Helgi Rúnar Óskarsson Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. Með hlutafjáraukningunni tryggir sjóðurinn sér tæplega helmingshlut í 66°Norður. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin hafi klárast í desember á liðnu ári og hún komi til í beinu framhaldi af samkomulagi síðasta sumar um sölu á hlut til alþjóðlegs fjárfestingasjóðs í því skyni að tryggja fjármögnun á áframhaldandi uppbyggingu félagsins erlendis. Markaðurinn upplýsti fyrst um kaupin þann 18. júlí síðastliðinn en ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður. Þá var Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, einnig á meðal ráðgjafa seljenda í viðskiptunum. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn kaupandans en samkvæmt heimildum er um að ræða bandarískan sjóð sem hefur ekki áður komið að fjárfestingum á Íslandi. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. Heildartekjur 66°Norður, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, námu samtals um 3,86 milljörðum króna á árinu 2017. Fyrirtækið var hins vegar rekið með 115 milljóna króna tapi en hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam tæplega 161 milljón króna. Heildareignir í árslok 2017 voru um 3,3 milljarðar en eiginfjárhlutfall félagsins nam þá aðeins um 3,8 prósentum. Helgi segir aðspurður í samtali við Markaðinn að afkoma 66°Norður hafi batnað á síðasta ári og að „heilbrigður vöxtur“ hafi verið í tekjum félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. Með hlutafjáraukningunni tryggir sjóðurinn sér tæplega helmingshlut í 66°Norður. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin hafi klárast í desember á liðnu ári og hún komi til í beinu framhaldi af samkomulagi síðasta sumar um sölu á hlut til alþjóðlegs fjárfestingasjóðs í því skyni að tryggja fjármögnun á áframhaldandi uppbyggingu félagsins erlendis. Markaðurinn upplýsti fyrst um kaupin þann 18. júlí síðastliðinn en ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður. Þá var Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, einnig á meðal ráðgjafa seljenda í viðskiptunum. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn kaupandans en samkvæmt heimildum er um að ræða bandarískan sjóð sem hefur ekki áður komið að fjárfestingum á Íslandi. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. Heildartekjur 66°Norður, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, námu samtals um 3,86 milljörðum króna á árinu 2017. Fyrirtækið var hins vegar rekið með 115 milljóna króna tapi en hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam tæplega 161 milljón króna. Heildareignir í árslok 2017 voru um 3,3 milljarðar en eiginfjárhlutfall félagsins nam þá aðeins um 3,8 prósentum. Helgi segir aðspurður í samtali við Markaðinn að afkoma 66°Norður hafi batnað á síðasta ári og að „heilbrigður vöxtur“ hafi verið í tekjum félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00