Spurðu af hverju væri svo lítið pláss til að mætast á brúnni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2019 19:45 Bílarnir eru líklega báðir ónýtir. Mynd/Margeir Ingólfsson Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35