Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2019 10:15 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Hér má sjá nýju ferjuna í Póllandi, þar sem hún var smíðuð. Nýr Herjólfur á að koma í vor og hann verður að verulegu leyti rafknúinn. Sú breyting kostar meira en 800 milljónir sem þá leggst ofan á upphaflega kostnaðaráætlun; átti upphaflega að kosta 5 milljarða en er nú nálægt 6 milljörðum. Þessi hækkun er sama upphæð og til stendur að setja í borgarlínu af hálfu ríkisins næstu tvö árin.Þetta kom fram í viðtali Kastljóssins við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gærkvöldi. Þar gekk Sigríður Hagalín mjög eftir svörum; hvort ekki væri augljóst að höfuðborgarbúar og nálæg byggðalög bæru hita og þunga af vegaframkvæmdum með hinum fyrirhuguðu vegatollum sem setja á upp víða við borgarmörk. Ráðherra vildi ekki meina að svo væri. Í lok samtalsins var Sigurður Ingi spurður um nýjan Herjólf.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi. Ráðherra telur það ekki vera svo að vegatollar leggist af meiri þunga á höfuðborgarbúa en aðra landsmenn þó vegtollahliðum verði komið upp þar.visir/vilhelmHeildarkostnaður borgarlínu á næstu fjórum árum eru 4,7 milljarðar. Hefur ríkið undirritað viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að greiða helming þess kostnaðar. Í meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar er gert ráð fyrir 300 milljónir af samgönguáætlun í Borgarlínu á þessu ári og 500 milljónir á því næsta. Ráðherra sagði að upphaflega hafi sú ferja verið hönnuð sem twin-ferja og hefur afhending dregist í um ár. Hann sagði að þróun í nýjum batteríum og rafbúnaði hafi á sama tíma verið hraður og verð farið lækkandi. „2017 fékk ráðuneytið tilboð um að það væri hægt að útfæra þetta þannig að ferjan yrði eingöngu rafknúin. Ávinningurinn er margþættur, skilar sér í eldsneytissparnaði, að sögn ráðherra, sem borgar upp aukinn kostnað á tíu árum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Sigríði Hagalín:Þetta er hærri upphæð en þið ætlið að setja í borgarlínu næstu tvö árin?„Þetta er svipuð fjárhæð.“Hefði ekki verið nær að gera gangskör í að fara í frekari framkvæmdir í almannasamgöngum á höfuðborgarsvæðinu?„Þá hefðum við þurft að fara í dýrari framkvæmdir á ferjunni seinna meir, taka hana úr rekstri, og það hefði kostað meiri fjármuni að gera þetta síðar. Fyrir utan rekstrartjónið að stoppa og leigja annað skip. Miklu dýrari aðgerð og seinna sem við hefðum fengið ávinninginn af þessari breytingu. Þess vegna var skynsamlegt að gera þetta strax.“ Alþingi Borgarlína Herjólfur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Nýr Herjólfur á að koma í vor og hann verður að verulegu leyti rafknúinn. Sú breyting kostar meira en 800 milljónir sem þá leggst ofan á upphaflega kostnaðaráætlun; átti upphaflega að kosta 5 milljarða en er nú nálægt 6 milljörðum. Þessi hækkun er sama upphæð og til stendur að setja í borgarlínu af hálfu ríkisins næstu tvö árin.Þetta kom fram í viðtali Kastljóssins við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gærkvöldi. Þar gekk Sigríður Hagalín mjög eftir svörum; hvort ekki væri augljóst að höfuðborgarbúar og nálæg byggðalög bæru hita og þunga af vegaframkvæmdum með hinum fyrirhuguðu vegatollum sem setja á upp víða við borgarmörk. Ráðherra vildi ekki meina að svo væri. Í lok samtalsins var Sigurður Ingi spurður um nýjan Herjólf.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi. Ráðherra telur það ekki vera svo að vegatollar leggist af meiri þunga á höfuðborgarbúa en aðra landsmenn þó vegtollahliðum verði komið upp þar.visir/vilhelmHeildarkostnaður borgarlínu á næstu fjórum árum eru 4,7 milljarðar. Hefur ríkið undirritað viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að greiða helming þess kostnaðar. Í meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar er gert ráð fyrir 300 milljónir af samgönguáætlun í Borgarlínu á þessu ári og 500 milljónir á því næsta. Ráðherra sagði að upphaflega hafi sú ferja verið hönnuð sem twin-ferja og hefur afhending dregist í um ár. Hann sagði að þróun í nýjum batteríum og rafbúnaði hafi á sama tíma verið hraður og verð farið lækkandi. „2017 fékk ráðuneytið tilboð um að það væri hægt að útfæra þetta þannig að ferjan yrði eingöngu rafknúin. Ávinningurinn er margþættur, skilar sér í eldsneytissparnaði, að sögn ráðherra, sem borgar upp aukinn kostnað á tíu árum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Sigríði Hagalín:Þetta er hærri upphæð en þið ætlið að setja í borgarlínu næstu tvö árin?„Þetta er svipuð fjárhæð.“Hefði ekki verið nær að gera gangskör í að fara í frekari framkvæmdir í almannasamgöngum á höfuðborgarsvæðinu?„Þá hefðum við þurft að fara í dýrari framkvæmdir á ferjunni seinna meir, taka hana úr rekstri, og það hefði kostað meiri fjármuni að gera þetta síðar. Fyrir utan rekstrartjónið að stoppa og leigja annað skip. Miklu dýrari aðgerð og seinna sem við hefðum fengið ávinninginn af þessari breytingu. Þess vegna var skynsamlegt að gera þetta strax.“
Alþingi Borgarlína Herjólfur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35