Varað við hríðarveðri á Suðurlandi: Stormur og lítið skyggni í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 10:30 Það skellur á stormur og éljagangur á Suðurlandi núna upp úr klukkan 11 með tilheyrandi skafrenningi og slæmu skyggni á þjóðvegum. vísir/vilhelm Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar.
Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43