Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2019 15:53 Mjög líklega er þetta önnur þeirra Blöndals-mynda sem teknar voru niður í húsakynnum Seðlabankans. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri í Seðlabankanum segir að ákvörðunin um að taka niður verk eftir Gunnlaug Blöndal, hafi átt sér langað aðdraganda. Ekki sé um neina eina beina kvörtun sem leiddi til þeirrar umdeildu niðurstöðu heldur hafi þetta komið upp áður; að gerðar hafi verið athugasemdir við málverkin.Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu „Þessi umræða á sér langan aðdraganda og hefur komið upp áður.Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig. Með hliðsjón af jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þessum ábendingum, meðal annars með hliðsjón af jafnréttisáætlun,“ segir Stefán Jóhann í svari við fyrirspurn Vísis. Hann segir að sú ákvörðun hafi ekkert með listrænt mat að gera og að hún feli ekki í sér neinn dóm um þessar myndir.Stefán Jóhann segir að ekki hafi verið talið forsvaranlegt, að teknu tilliti til jafnréttisstefnu bankans, að kvenkyns starfsmenn þyrftu að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn undir slíkum myndum.visir/valli„Hér var um að ræða uppsetningu vinnuumhverfis og þar sem myndirnar virtust á þessum stað hafa truflandi áhrif var sátt um að þær gætu ekki verið þar.“En, talað er um verk í fleirtölu, hvaða verk eru þetta?„Í þessu tilviki hafa tvö verk verið færð til. Það eru málverk eftir Gunnlaug Blöndal.“Verkin flest í skrifstofum og göngumÍ samtali við Vísi lýsti Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna því yfir að Seðlabankinn héldi ekki vel utan um listverkaeign sína, að þau væru ekki skráð og varla væri vitað hvaða verk þetta væru. Vísir beindi fyrirspurn til Stefáns sem sneru að þessu atriði, almennt um listaverkasafn Seðlabankans: Hversu mörg verk eru þetta? Liggur fyrir verðmætamat – hversu mikils virði er safnið talið vera? Hvar eru verkin geymd? Eru mörg verk sem ekki eru höfð uppi?Seðlabankinn á mikið málverkasafn og á Safnanótt í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að sýna tvö verk eftir Gunnlaug Blöndal sem annars fá ekki að sjást.Fréttablaðið/Anton Brink„Hér er um að ræða verk sem bankinn fékk við stofnun, eftir að slitið var á tengslin við Landsbanka Íslands árið 1961, og hefur keypt, einkum á fyrstu áratugum eftir stofnunina. Verkin eru flest á veggjum á skrifstofum, vinnurýmum og göngum. Einhver verk geta verið í geymslu hverju sinni,“ segir í skriflegu svari Stefáns Jóhanns.Myndirnar verða sýndar á Safnanótt Varðandi það hvort komið hafi til tals að bregðast á einhvern hátt við þeirri umræðu sem myndast hefur undanfarna daga vegna þessa máls, jafnvel selja verkin eða ánafna Listasafni Íslands, segir Stefán Jóhann: „Það að myndirnar eru ekki lengur lokaðar inn á tilteknum skrifstofum skapar tækifæri til að sýna þær almenningi. Það var búið að taka ákvörðun um að sýna þessar myndir í Seðlabankanum á Safnanótt hinn 8. febrúar næstkomandi og þessi umræða hefur ekki breytt því.“ Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri í Seðlabankanum segir að ákvörðunin um að taka niður verk eftir Gunnlaug Blöndal, hafi átt sér langað aðdraganda. Ekki sé um neina eina beina kvörtun sem leiddi til þeirrar umdeildu niðurstöðu heldur hafi þetta komið upp áður; að gerðar hafi verið athugasemdir við málverkin.Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu „Þessi umræða á sér langan aðdraganda og hefur komið upp áður.Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig. Með hliðsjón af jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þessum ábendingum, meðal annars með hliðsjón af jafnréttisáætlun,“ segir Stefán Jóhann í svari við fyrirspurn Vísis. Hann segir að sú ákvörðun hafi ekkert með listrænt mat að gera og að hún feli ekki í sér neinn dóm um þessar myndir.Stefán Jóhann segir að ekki hafi verið talið forsvaranlegt, að teknu tilliti til jafnréttisstefnu bankans, að kvenkyns starfsmenn þyrftu að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn undir slíkum myndum.visir/valli„Hér var um að ræða uppsetningu vinnuumhverfis og þar sem myndirnar virtust á þessum stað hafa truflandi áhrif var sátt um að þær gætu ekki verið þar.“En, talað er um verk í fleirtölu, hvaða verk eru þetta?„Í þessu tilviki hafa tvö verk verið færð til. Það eru málverk eftir Gunnlaug Blöndal.“Verkin flest í skrifstofum og göngumÍ samtali við Vísi lýsti Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna því yfir að Seðlabankinn héldi ekki vel utan um listverkaeign sína, að þau væru ekki skráð og varla væri vitað hvaða verk þetta væru. Vísir beindi fyrirspurn til Stefáns sem sneru að þessu atriði, almennt um listaverkasafn Seðlabankans: Hversu mörg verk eru þetta? Liggur fyrir verðmætamat – hversu mikils virði er safnið talið vera? Hvar eru verkin geymd? Eru mörg verk sem ekki eru höfð uppi?Seðlabankinn á mikið málverkasafn og á Safnanótt í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að sýna tvö verk eftir Gunnlaug Blöndal sem annars fá ekki að sjást.Fréttablaðið/Anton Brink„Hér er um að ræða verk sem bankinn fékk við stofnun, eftir að slitið var á tengslin við Landsbanka Íslands árið 1961, og hefur keypt, einkum á fyrstu áratugum eftir stofnunina. Verkin eru flest á veggjum á skrifstofum, vinnurýmum og göngum. Einhver verk geta verið í geymslu hverju sinni,“ segir í skriflegu svari Stefáns Jóhanns.Myndirnar verða sýndar á Safnanótt Varðandi það hvort komið hafi til tals að bregðast á einhvern hátt við þeirri umræðu sem myndast hefur undanfarna daga vegna þessa máls, jafnvel selja verkin eða ánafna Listasafni Íslands, segir Stefán Jóhann: „Það að myndirnar eru ekki lengur lokaðar inn á tilteknum skrifstofum skapar tækifæri til að sýna þær almenningi. Það var búið að taka ákvörðun um að sýna þessar myndir í Seðlabankanum á Safnanótt hinn 8. febrúar næstkomandi og þessi umræða hefur ekki breytt því.“
Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00
Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45