Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 15:03 Landsvæðið að Keldum er sérstaklega nefnt í samhengi við Carlsberg-leiðina. Vísir/Vilhelm Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing „Carlsberg“-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum, sem skilaði niðurstöðum sínum í dag. Tillögur hópsins eru alls í sjö liðum og lýtur ein þeirra að skipulags- og byggingarmálum. Hópurinn telur að í þeim málaflokki sé mikilvægt að leggja aukna áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk - „enda eru málefnin dreifð innan stjórnsýslunnar sem dregur úr skilvirkni í stefnumótun og ákvarðanatöku.“ Það megi til að mynda gera með því að bæta rafræna stjórnsýslu og breyta regluverki, sem gæti jafnvel leitt til lægri byggingarkostnaðar. Hópurinn bendir á að það megi gera með því að einfalda ferla í skipulagsgerð til að auka skilvirkni, málsmeðferðartími verði styttur og sveigjanleiki aukinn. Þar að auki megi skipulagsskilmálar ekki vera „óþarflega íþyngjandi“ því geti haft kostnað í för með sér. Þá telur hópurinn jafnframt ráðlegt að draga úr kröfum og skilgreiningum í deiliskipulagi þannig að sveigjanleiki við þróun og byggingu húsnæðis aukist.Carlsberg að Keldum Hópurinn er jafnframt þeirrar skoðunar að „nauðsynlegt“ sé að endurskoða byggingarreglugerð, með tilliti til þróunar hliðstæðra reglugerða í nágrannalöndum okkar. Að sama skpi verði að horfa til þess að kröfur um byggingareftirlit séu í samræmi við tegund og umfang mannvirkja. Þá leggur hópurinn einnig til að sveitarfélögum verði gert heimilt í skipulagslögum að setja skilyrði um hlutfall leiguhúsnæðis. Í þessu samhengi er vísað til dansks lagaákvæðis, hins svokallaða Carlsberg-ákvæðis, sem tryggir sveitarfélögum „heimild til að gera kröfu um að allt að 25 prósent af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigand lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.“ Átakshópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af umræddu Carlsberg-ákvæði. Aðrar lóðir á svæðinu yrðu seldar á markaðsverði en skoðaðir yrðu möguleikar á að fá undanþágur frá reglum í skipulags- og/eða byggingarlöggöf sem væru til þess fallnar að lækka kostnað og stytta byggingartíma. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á þessu ári og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.Nánar má fræðast um tillögur hópsins hér. Borgarstjórn Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Byggja þurfi 40 þúsund íbúðir til ársins 2040 Byggja þarf um 1830 íbúðir á hverju ári á tímabilinu 2019-2040 til að vinna upp óuppfyllta íbúðaþörf og mæta undirliggjandi fjölgun heimila á tímabilinu. 22. janúar 2019 14:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing „Carlsberg“-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum, sem skilaði niðurstöðum sínum í dag. Tillögur hópsins eru alls í sjö liðum og lýtur ein þeirra að skipulags- og byggingarmálum. Hópurinn telur að í þeim málaflokki sé mikilvægt að leggja aukna áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk - „enda eru málefnin dreifð innan stjórnsýslunnar sem dregur úr skilvirkni í stefnumótun og ákvarðanatöku.“ Það megi til að mynda gera með því að bæta rafræna stjórnsýslu og breyta regluverki, sem gæti jafnvel leitt til lægri byggingarkostnaðar. Hópurinn bendir á að það megi gera með því að einfalda ferla í skipulagsgerð til að auka skilvirkni, málsmeðferðartími verði styttur og sveigjanleiki aukinn. Þar að auki megi skipulagsskilmálar ekki vera „óþarflega íþyngjandi“ því geti haft kostnað í för með sér. Þá telur hópurinn jafnframt ráðlegt að draga úr kröfum og skilgreiningum í deiliskipulagi þannig að sveigjanleiki við þróun og byggingu húsnæðis aukist.Carlsberg að Keldum Hópurinn er jafnframt þeirrar skoðunar að „nauðsynlegt“ sé að endurskoða byggingarreglugerð, með tilliti til þróunar hliðstæðra reglugerða í nágrannalöndum okkar. Að sama skpi verði að horfa til þess að kröfur um byggingareftirlit séu í samræmi við tegund og umfang mannvirkja. Þá leggur hópurinn einnig til að sveitarfélögum verði gert heimilt í skipulagslögum að setja skilyrði um hlutfall leiguhúsnæðis. Í þessu samhengi er vísað til dansks lagaákvæðis, hins svokallaða Carlsberg-ákvæðis, sem tryggir sveitarfélögum „heimild til að gera kröfu um að allt að 25 prósent af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigand lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.“ Átakshópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af umræddu Carlsberg-ákvæði. Aðrar lóðir á svæðinu yrðu seldar á markaðsverði en skoðaðir yrðu möguleikar á að fá undanþágur frá reglum í skipulags- og/eða byggingarlöggöf sem væru til þess fallnar að lækka kostnað og stytta byggingartíma. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á þessu ári og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.Nánar má fræðast um tillögur hópsins hér.
Borgarstjórn Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Byggja þurfi 40 þúsund íbúðir til ársins 2040 Byggja þarf um 1830 íbúðir á hverju ári á tímabilinu 2019-2040 til að vinna upp óuppfyllta íbúðaþörf og mæta undirliggjandi fjölgun heimila á tímabilinu. 22. janúar 2019 14:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29
Byggja þurfi 40 þúsund íbúðir til ársins 2040 Byggja þarf um 1830 íbúðir á hverju ári á tímabilinu 2019-2040 til að vinna upp óuppfyllta íbúðaþörf og mæta undirliggjandi fjölgun heimila á tímabilinu. 22. janúar 2019 14:00