Ritskoðunarkrafa og margvísleg viðbrögð við henni Gísli Gunnarsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun