Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar frumvarpi um að ríkið niðurgreiði sálfræðiþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00