Lét spila Abba í aðgerðinni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. janúar 2019 08:00 "Manneskjur sem eyða miklum tíma í tilgangslaust ráf og flótta á símanum eða í tölvuleikjum eru fjarverandi. Frá sér og öðrum,“ segir Bubbi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari FBL/Sigtryggur Ari Söngleikur sem byggir á tónlist Bubba Morthens verður settur á svið í Borgarleikhúsinu. „Kannski fæ ég að laumast inn í eitt lag eða eitthvað slíkt. Ég heyri það á þeim sem eru með þetta í fanginu að söngleikurinn eigi að spegla að einhverju leyti sögu þjóðarinnar og atburði í þjóðlífinu í gegnum lögin mín,“ segir Bubbi. Laga- og textasmíð Bubba er ótrúlega fjölbreytt. Hann tekst á við félagslegan veruleika, grimmd og ást. Hann horfir inn á við og á samfélag sitt. Eins og Ólafur Egilsson, höfundur söngleiksins, orðar svo vel: Saga og sögur Bubba eru kannski um leið sögur okkar allra, sögur Íslands, frá verbúð til víðáttubrjálæðis, frá blindskerjum til regnbogastræta, hlýrabolum til axlapúða og aftur til baka.Í geymslu í tossabekk Leið Bubba að skáldskap og tónlist var ekki beinn vegur. Þegar hann var barn var enginn skilningur fyrir því að mikil sköpunargáfa og greind helst ekki endilega í hendur við aðra færni. „Ég er skrifblindur. Ég var undrastrákur á bækur. Bráðger og varð snemma læs. Ég var búinn að lesa Tolstoj og Gorkí fyrir 10 ára aldur. Ég stóð mig líka vel í lestri í skóla. En svo kom að skrift og stafsetningu og þá hrundi veröldin. Ég var settur í geymslu í grunnskóla, tossabekkinn í Vogaskóla. Þar brotnaði auðvitað eitthvað og ég fann fyrir ótta við orð og skrif. En samt flúði ég áfram í bækur og tónlist sem krakki vegna þess að ég bjó við alkóhólisma.“ Bubbi var sendur í heimavistarskóla í Danmörku fjórtán ára gamall. Þar losnaði hann að einhverju leyti undan óttanum við að setja hugsanir sínar í orð. „Þar var sagt við mig: Þú ert bara í toppstandi, þú þarft ekki að taka nein skrifleg próf í þessum skóla. Áherslurnar voru svo allt aðrar en ég hafði kynnst á Íslandi. Ég fékk að vera ég. Svo þegar ég byrja að búa til tónlist þá kemur það af mikilli innri þörf og það stöðvar mig ekkert. Ég hef síðan þá og allan minn feril speglað sýn mína, á mig og samfélagið. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þegar ég var til dæmis að gera Ísbjarnarblús að þetta væri eitthvað sem hefði ekki heyrst áður og væri á skjön við allt annað. Í mínum huga var þetta bara veruleikinn. Ég var bara á verbúð og að þvælast um, fylgjast með fólki. Þegar maður er ungur þá er maður í núinu, þá dvelur þú ekkert við þessa hluti,“ segir Bubbi sem segist hafa verið drifinn áfram af löngun til að skilja eitthvað eftir sig. „Á þessum árum átti ég minn draum. Mig langaði til þess að verða frægur, hafa tekjur af því, ná mér í stelpu. Mig langaði til að verða stjarna. Þetta er banvænn kokteill en samt eru það þessar langanir sem koma þér þangað sem þú ætlar þér. Og svo keyrði ég áfram. Ísbjarnarblús var fallbyssa inn í íslenskt samfélag. Þá er hættan að endurtaka sig. En ég gætti mín á því. Ég vildi ögra, taka áhættu. Það er ekkert gaman að vera ekki á brúninni. Eða að klifra ekki hærra,“ segir Bubbi. Endalaust forvitinn Hann segir lagasmíð og textagerð sína hafa þróast með tímanum. „Ég lagði sífellt meiri rækt við orðin. En enn þann dag í dag er mér uppsigað við reglur. Ég tel bragreglur hefta, alveg sama hversu haglega er ort. Oft og tíðum eru myndirnar sem þú ert að sækja til að setja í lag ekki hinar sömu ef þú setur þær fram eftir reglum. Þær verða ekki jafn sterkar,“ segir Bubbi sem segir það einnig skipta hann máli að fylgja eigin ætlan. „Og gefa dauðann og djöfulinn í það sem öðrum finnst,“ segir hann. „Ég hef samt mikla unun af klassískri ljóðlist og les mikið bæði íslenska og erlenda höfunda. Miklu meira en skáldsögur. Ég les mikið eftir skandinavíska höfunda. Bæði rótgróna og módernistana.“ Forvitnin leiðir hann áfram. „Ég er endalaust forvitinn, það er gæfa þess sem skapar. Ég leita mikið í mína innri veröld. Við erum öll marglaga. Það eru margir heimar í einni manneskju og þessir heimar opinberast mér oft þegar ég er að fara að sofa. Þá tek ég þetta ferðalag. Þess vegna finnst mér mjög gott að vakna mjög snemma því þá er þetta ennþá í minningunni. Tært og þú sérð til botns. Þessi tilfinning dugar mér í tvo til þrjá tíma,“ segir Bubbi. Bestu ljóð og bestu lög Bubba hafa orðið til vegna erfiðleika og sársauka. „Það er eitt sem ég hef lært. Og það er að alltaf þegar ég hef upplifað hluti sem hafa annaðhvort gert mig skelkaðan eða óendanlega sorgmæddan reynast þeir á endanum fela í sér gæfu.“ Sá ekki glætu Hann nefnir sem dæmi skilnað sinn fyrir þrettán árum. „Ég upplifði að líf mitt væri búið. Ég sá ekki neitt. Ég sá enga glætu í tilverunni,“ segir Bubbi. „En svo tekur lífið mann í fangið. Ég varð svo fyrir öðru þungu áfalli þegar við Hrafnhildur áttum von á barni sem kom ekki. Það var mikil sorg, en svo fengum við annað barn, hana Aþenu Lind, þessa stóru gjöf. Hún hefði ekki komið hefði hitt barnið lifað. Og það er stóri lærdómurinn, lífið er alltaf þarna handan við hornið og kemur svo rækilega á óvart,“ segir Bubbi sem segir það einmitt þess vegna reynast best að treysta innsæinu frekar en höfðinu. „Höfuðið er alltaf tilbúið til að segja nei. Þú getur þetta ekki. Þú ert svo vitlaus og svo framvegis. Það getur stundum verið þinn versti óvinur. Á meðan segir hjartað: Þetta verður allt í lagi, það er eitthvað meira. Ég treysti líka innsæinu betur en höfðinu þegar ég er að semja. Ég finn það í líkamanum þegar hlutir eru réttir. Ég er viss um að aðrir finna þetta líka. Fyrsta hugmyndin sem fólk fær er oft sú besta því höfuðið hefur ekki efast um hana. Þegar ég fæ hugmynd að lagi eða texta þá læt ég það aldrei fara frá mér því þá mun einhver annar taka hana á lofti. Ég stekk á það. Ég finn það fljótt hvort hún virkar eða virkar ekki. Þegar ég finn að lag er rétt þá líður mér eins og ég sé á toppi tilverunnar. Það er betra en kynlíf,“ segir Bubbi. Náttúran er líka áhrifavaldur í lífi Bubba. „Góðu stundir mínar í æsku voru í Kjósinni, í náttúrunni með mömmu og pabba þegar hann var í lagi. Við rerum út á morgnana og veiddum, við vorum frjálsir, fórum í fjallgöngur og gátum gert allt sem við vildum. Mamma var hrifin af rósum og pabbi var gríðarlega fróður um tré. Svo þegar ég flutti í Kjósina þá vissi ég bara hvað ég átti að gera. Rósir eru þerapía dauðans. Að fara út í garð snemma á morgnana, þegar það hefur rignt um nóttina, og finna ilminn af þeim. Það er góð tilfinning. Frá júlí til september á hverju ári eru rósir í vasa við rúm stelpnanna. Það síðasta sem þær gera þegar þær fara að sofa er að þefa af rósunum. Blóm hafa góð áhrif á fólk og það er mannbætandi og ávísun á hamingju að stunda garðvinnu og rækta blóm. Þetta var alltaf í mér, en svo veit ég ekki hvað verður. Hvort við verðum áfram í Kjósinni. Stelpurnar okkar eru að verða unglingar og fá svolítið að ráða ferðinni. Ég get ræktað rósir hvar sem er. Við eigum svo mörg líf. Mín hafa verið fjölmörg og kannski verður lífið í Kjósinni bara eitt af þeim. Ég dvel ekki við hluti og hef aldrei gert, það eru mörg líf í einu lífi. Margir heimar. Geggjað ævintýri,“ segir Bubbi. Allir fjarverandi Af því Bubbi er góður í að rýna í samtímann er ekki úr vegi að spyrja hann hvað honum finnist einkenna okkar tíma. Daginn í dag. „Það eru allir fjarverandi. Ég stundum líka. Ég var á kaffihúsi um daginn með syni mínum og horfði í kringum mig. Það grúfðu sig allir yfir símann. Manneskjur sem eyða miklum tíma í tilgangslaust ráf og flótta á símanum eða í tölvuleikjum eru fjarverandi. Frá sér og öðrum. Það virðist vera samhengi á milli þessa algjöra tilgangsleysis og vanlíðunar og fíknihegðunar. Ég finn það sjálfur að ég þarf að slíta mig frá símanum. Slökkva á honum á ákveðnum tíma og ef ég passa mig ekki þá kallar hann á mig í hausnum á mér. Ég held að við munum þurfa að glíma við afleiðingar af þessu,“ segir Bubbi. Hrafnhildur stækkaði mig Það eru margir þakklátir Bubba fyrir lagasmíðar hans. „Það eru svo ótrúlega margir sem segja að þetta lag eða texti hafi breytt lífi þeirra. Ég hef ekki tölu á því. Ég fæ mig ekki sjálfur til að gera upp á milli laganna. Breiði bara út faðminn ef fólk upplifir þakklæti. Áður fannst mér það erfitt.“ Er þetta merki um þroska? „Ég er ekki viss um það. Ég get endalaust samið lög og ljóð. Ég get haldið 1.500 manns í hendi mér en svo er ég stundum glataður eiginmaður og hégómlegur, breyskur og oft barnalegur. En Hrafnhildur stækkaði mig. Hún er mikil andstæða við mig. Hún er gríðarlega skipulögð og hefur svo mikla yfirsýn að ég held að hún sé séní. Ég dáist svo að henni og hvernig hún er og hvernig hún hugsar um börnin. Allt sem hún gerir með þeim er af skilyrðislausum kærleika og ást. Hún hefur hrósað þeim frá því þau voru lítil fyrir hvað þau duttu vel og í staðinn fyrir tár kom bros og undrun. Og hún kenndi þeim, alveg frá því þau gátu talað, að mistök eru hluti af mannlegu eðli. Ef þau misstu glas og það brotnaði, þá sagði hún: Og hvað er nú þetta? Þá svöruðu þau: Mistökin gera okkur mannleg. Hún á alltaf tíma fyrir börnin. Það er alveg sama hvað er í gangi. Ef krakkarnir koma þá fá þau athygli hennar. Þetta er kærleikur og nærandi uppeldi. Ég er hins vegar upp og niður. Get rokið upp og verið hávaðasamur. Ég er auðvitað hálf heyrnarlaus og tala hátt. Þegar ég var að kynnast Hrafnhildi skildi hún þetta ekki og fyrir henni var hegðun mín stundum bara áfall. Þó að hún sé töluvert yngri en ég þá býr hún yfir miklu meiri þroska en ég á flestum sviðum,“ segir Bubbi hreinskilnislega. Í ágústmánuði á síðasta ári varð Bubbi að hætta við tónleika á Menningarnótt eftir að hafa verið lagður inn á spítala. Bubba blæddi í fjóra sólarhringa og hann vissi ekki hvað væri að. Blóðið fossaði úr nefi og munni. Í ljós kom að slagæð í kokinu hafði rifnað og hann þurfti í aðgerð. „Í fyrstu dropaði bara úr nefinu á mér, síðan fossaði blóðið. Það var mjög óþægilegt og það pirraði mig hvað þetta var sóðalegt. Blóðið slettist út um allt. En svo kom magnaður læknir frá Perú til að gera aðgerðina, hann hét Fernando. Ég lét spila tónlist með Abba í aðgerðinni og auðvitað lag þeirra Fernando, segir Bubbi. „Ég var auðvitað skelkaður og þetta var erfitt fyrir fjölskyldu mína. En ég fann sátt. Var ekki hræddur. Ég samdi tónlist á spítalanum. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi deyja þá færi ég sáttur. Ég hef átt góða ævi,“ segir Bubbi. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Tengdar fréttir Borgarleikhúsið kynnti söngleik með tónlist Bubba Morthens Borgarleikhúsið boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem söngleikur með tónlist Bubba Morthens var kynntur. 11. janúar 2019 13:45 Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. 11. janúar 2019 19:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Söngleikur sem byggir á tónlist Bubba Morthens verður settur á svið í Borgarleikhúsinu. „Kannski fæ ég að laumast inn í eitt lag eða eitthvað slíkt. Ég heyri það á þeim sem eru með þetta í fanginu að söngleikurinn eigi að spegla að einhverju leyti sögu þjóðarinnar og atburði í þjóðlífinu í gegnum lögin mín,“ segir Bubbi. Laga- og textasmíð Bubba er ótrúlega fjölbreytt. Hann tekst á við félagslegan veruleika, grimmd og ást. Hann horfir inn á við og á samfélag sitt. Eins og Ólafur Egilsson, höfundur söngleiksins, orðar svo vel: Saga og sögur Bubba eru kannski um leið sögur okkar allra, sögur Íslands, frá verbúð til víðáttubrjálæðis, frá blindskerjum til regnbogastræta, hlýrabolum til axlapúða og aftur til baka.Í geymslu í tossabekk Leið Bubba að skáldskap og tónlist var ekki beinn vegur. Þegar hann var barn var enginn skilningur fyrir því að mikil sköpunargáfa og greind helst ekki endilega í hendur við aðra færni. „Ég er skrifblindur. Ég var undrastrákur á bækur. Bráðger og varð snemma læs. Ég var búinn að lesa Tolstoj og Gorkí fyrir 10 ára aldur. Ég stóð mig líka vel í lestri í skóla. En svo kom að skrift og stafsetningu og þá hrundi veröldin. Ég var settur í geymslu í grunnskóla, tossabekkinn í Vogaskóla. Þar brotnaði auðvitað eitthvað og ég fann fyrir ótta við orð og skrif. En samt flúði ég áfram í bækur og tónlist sem krakki vegna þess að ég bjó við alkóhólisma.“ Bubbi var sendur í heimavistarskóla í Danmörku fjórtán ára gamall. Þar losnaði hann að einhverju leyti undan óttanum við að setja hugsanir sínar í orð. „Þar var sagt við mig: Þú ert bara í toppstandi, þú þarft ekki að taka nein skrifleg próf í þessum skóla. Áherslurnar voru svo allt aðrar en ég hafði kynnst á Íslandi. Ég fékk að vera ég. Svo þegar ég byrja að búa til tónlist þá kemur það af mikilli innri þörf og það stöðvar mig ekkert. Ég hef síðan þá og allan minn feril speglað sýn mína, á mig og samfélagið. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þegar ég var til dæmis að gera Ísbjarnarblús að þetta væri eitthvað sem hefði ekki heyrst áður og væri á skjön við allt annað. Í mínum huga var þetta bara veruleikinn. Ég var bara á verbúð og að þvælast um, fylgjast með fólki. Þegar maður er ungur þá er maður í núinu, þá dvelur þú ekkert við þessa hluti,“ segir Bubbi sem segist hafa verið drifinn áfram af löngun til að skilja eitthvað eftir sig. „Á þessum árum átti ég minn draum. Mig langaði til þess að verða frægur, hafa tekjur af því, ná mér í stelpu. Mig langaði til að verða stjarna. Þetta er banvænn kokteill en samt eru það þessar langanir sem koma þér þangað sem þú ætlar þér. Og svo keyrði ég áfram. Ísbjarnarblús var fallbyssa inn í íslenskt samfélag. Þá er hættan að endurtaka sig. En ég gætti mín á því. Ég vildi ögra, taka áhættu. Það er ekkert gaman að vera ekki á brúninni. Eða að klifra ekki hærra,“ segir Bubbi. Endalaust forvitinn Hann segir lagasmíð og textagerð sína hafa þróast með tímanum. „Ég lagði sífellt meiri rækt við orðin. En enn þann dag í dag er mér uppsigað við reglur. Ég tel bragreglur hefta, alveg sama hversu haglega er ort. Oft og tíðum eru myndirnar sem þú ert að sækja til að setja í lag ekki hinar sömu ef þú setur þær fram eftir reglum. Þær verða ekki jafn sterkar,“ segir Bubbi sem segir það einnig skipta hann máli að fylgja eigin ætlan. „Og gefa dauðann og djöfulinn í það sem öðrum finnst,“ segir hann. „Ég hef samt mikla unun af klassískri ljóðlist og les mikið bæði íslenska og erlenda höfunda. Miklu meira en skáldsögur. Ég les mikið eftir skandinavíska höfunda. Bæði rótgróna og módernistana.“ Forvitnin leiðir hann áfram. „Ég er endalaust forvitinn, það er gæfa þess sem skapar. Ég leita mikið í mína innri veröld. Við erum öll marglaga. Það eru margir heimar í einni manneskju og þessir heimar opinberast mér oft þegar ég er að fara að sofa. Þá tek ég þetta ferðalag. Þess vegna finnst mér mjög gott að vakna mjög snemma því þá er þetta ennþá í minningunni. Tært og þú sérð til botns. Þessi tilfinning dugar mér í tvo til þrjá tíma,“ segir Bubbi. Bestu ljóð og bestu lög Bubba hafa orðið til vegna erfiðleika og sársauka. „Það er eitt sem ég hef lært. Og það er að alltaf þegar ég hef upplifað hluti sem hafa annaðhvort gert mig skelkaðan eða óendanlega sorgmæddan reynast þeir á endanum fela í sér gæfu.“ Sá ekki glætu Hann nefnir sem dæmi skilnað sinn fyrir þrettán árum. „Ég upplifði að líf mitt væri búið. Ég sá ekki neitt. Ég sá enga glætu í tilverunni,“ segir Bubbi. „En svo tekur lífið mann í fangið. Ég varð svo fyrir öðru þungu áfalli þegar við Hrafnhildur áttum von á barni sem kom ekki. Það var mikil sorg, en svo fengum við annað barn, hana Aþenu Lind, þessa stóru gjöf. Hún hefði ekki komið hefði hitt barnið lifað. Og það er stóri lærdómurinn, lífið er alltaf þarna handan við hornið og kemur svo rækilega á óvart,“ segir Bubbi sem segir það einmitt þess vegna reynast best að treysta innsæinu frekar en höfðinu. „Höfuðið er alltaf tilbúið til að segja nei. Þú getur þetta ekki. Þú ert svo vitlaus og svo framvegis. Það getur stundum verið þinn versti óvinur. Á meðan segir hjartað: Þetta verður allt í lagi, það er eitthvað meira. Ég treysti líka innsæinu betur en höfðinu þegar ég er að semja. Ég finn það í líkamanum þegar hlutir eru réttir. Ég er viss um að aðrir finna þetta líka. Fyrsta hugmyndin sem fólk fær er oft sú besta því höfuðið hefur ekki efast um hana. Þegar ég fæ hugmynd að lagi eða texta þá læt ég það aldrei fara frá mér því þá mun einhver annar taka hana á lofti. Ég stekk á það. Ég finn það fljótt hvort hún virkar eða virkar ekki. Þegar ég finn að lag er rétt þá líður mér eins og ég sé á toppi tilverunnar. Það er betra en kynlíf,“ segir Bubbi. Náttúran er líka áhrifavaldur í lífi Bubba. „Góðu stundir mínar í æsku voru í Kjósinni, í náttúrunni með mömmu og pabba þegar hann var í lagi. Við rerum út á morgnana og veiddum, við vorum frjálsir, fórum í fjallgöngur og gátum gert allt sem við vildum. Mamma var hrifin af rósum og pabbi var gríðarlega fróður um tré. Svo þegar ég flutti í Kjósina þá vissi ég bara hvað ég átti að gera. Rósir eru þerapía dauðans. Að fara út í garð snemma á morgnana, þegar það hefur rignt um nóttina, og finna ilminn af þeim. Það er góð tilfinning. Frá júlí til september á hverju ári eru rósir í vasa við rúm stelpnanna. Það síðasta sem þær gera þegar þær fara að sofa er að þefa af rósunum. Blóm hafa góð áhrif á fólk og það er mannbætandi og ávísun á hamingju að stunda garðvinnu og rækta blóm. Þetta var alltaf í mér, en svo veit ég ekki hvað verður. Hvort við verðum áfram í Kjósinni. Stelpurnar okkar eru að verða unglingar og fá svolítið að ráða ferðinni. Ég get ræktað rósir hvar sem er. Við eigum svo mörg líf. Mín hafa verið fjölmörg og kannski verður lífið í Kjósinni bara eitt af þeim. Ég dvel ekki við hluti og hef aldrei gert, það eru mörg líf í einu lífi. Margir heimar. Geggjað ævintýri,“ segir Bubbi. Allir fjarverandi Af því Bubbi er góður í að rýna í samtímann er ekki úr vegi að spyrja hann hvað honum finnist einkenna okkar tíma. Daginn í dag. „Það eru allir fjarverandi. Ég stundum líka. Ég var á kaffihúsi um daginn með syni mínum og horfði í kringum mig. Það grúfðu sig allir yfir símann. Manneskjur sem eyða miklum tíma í tilgangslaust ráf og flótta á símanum eða í tölvuleikjum eru fjarverandi. Frá sér og öðrum. Það virðist vera samhengi á milli þessa algjöra tilgangsleysis og vanlíðunar og fíknihegðunar. Ég finn það sjálfur að ég þarf að slíta mig frá símanum. Slökkva á honum á ákveðnum tíma og ef ég passa mig ekki þá kallar hann á mig í hausnum á mér. Ég held að við munum þurfa að glíma við afleiðingar af þessu,“ segir Bubbi. Hrafnhildur stækkaði mig Það eru margir þakklátir Bubba fyrir lagasmíðar hans. „Það eru svo ótrúlega margir sem segja að þetta lag eða texti hafi breytt lífi þeirra. Ég hef ekki tölu á því. Ég fæ mig ekki sjálfur til að gera upp á milli laganna. Breiði bara út faðminn ef fólk upplifir þakklæti. Áður fannst mér það erfitt.“ Er þetta merki um þroska? „Ég er ekki viss um það. Ég get endalaust samið lög og ljóð. Ég get haldið 1.500 manns í hendi mér en svo er ég stundum glataður eiginmaður og hégómlegur, breyskur og oft barnalegur. En Hrafnhildur stækkaði mig. Hún er mikil andstæða við mig. Hún er gríðarlega skipulögð og hefur svo mikla yfirsýn að ég held að hún sé séní. Ég dáist svo að henni og hvernig hún er og hvernig hún hugsar um börnin. Allt sem hún gerir með þeim er af skilyrðislausum kærleika og ást. Hún hefur hrósað þeim frá því þau voru lítil fyrir hvað þau duttu vel og í staðinn fyrir tár kom bros og undrun. Og hún kenndi þeim, alveg frá því þau gátu talað, að mistök eru hluti af mannlegu eðli. Ef þau misstu glas og það brotnaði, þá sagði hún: Og hvað er nú þetta? Þá svöruðu þau: Mistökin gera okkur mannleg. Hún á alltaf tíma fyrir börnin. Það er alveg sama hvað er í gangi. Ef krakkarnir koma þá fá þau athygli hennar. Þetta er kærleikur og nærandi uppeldi. Ég er hins vegar upp og niður. Get rokið upp og verið hávaðasamur. Ég er auðvitað hálf heyrnarlaus og tala hátt. Þegar ég var að kynnast Hrafnhildi skildi hún þetta ekki og fyrir henni var hegðun mín stundum bara áfall. Þó að hún sé töluvert yngri en ég þá býr hún yfir miklu meiri þroska en ég á flestum sviðum,“ segir Bubbi hreinskilnislega. Í ágústmánuði á síðasta ári varð Bubbi að hætta við tónleika á Menningarnótt eftir að hafa verið lagður inn á spítala. Bubba blæddi í fjóra sólarhringa og hann vissi ekki hvað væri að. Blóðið fossaði úr nefi og munni. Í ljós kom að slagæð í kokinu hafði rifnað og hann þurfti í aðgerð. „Í fyrstu dropaði bara úr nefinu á mér, síðan fossaði blóðið. Það var mjög óþægilegt og það pirraði mig hvað þetta var sóðalegt. Blóðið slettist út um allt. En svo kom magnaður læknir frá Perú til að gera aðgerðina, hann hét Fernando. Ég lét spila tónlist með Abba í aðgerðinni og auðvitað lag þeirra Fernando, segir Bubbi. „Ég var auðvitað skelkaður og þetta var erfitt fyrir fjölskyldu mína. En ég fann sátt. Var ekki hræddur. Ég samdi tónlist á spítalanum. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi deyja þá færi ég sáttur. Ég hef átt góða ævi,“ segir Bubbi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Tengdar fréttir Borgarleikhúsið kynnti söngleik með tónlist Bubba Morthens Borgarleikhúsið boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem söngleikur með tónlist Bubba Morthens var kynntur. 11. janúar 2019 13:45 Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. 11. janúar 2019 19:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Borgarleikhúsið kynnti söngleik með tónlist Bubba Morthens Borgarleikhúsið boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem söngleikur með tónlist Bubba Morthens var kynntur. 11. janúar 2019 13:45
Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. 11. janúar 2019 19:00