Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2019 11:43 Hjólhýsið stóð í ljósum logum sem teygðu sig yfir í Benz-inn. Sigfús Steindórsson Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi. Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi.
Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07