Lífið

Svala söng fyrir svanga Svöluaðdáendur

Benedikt Bóas skrifar
Í tilefni af komu nýja borgarans hélt Svala tónleika á Hamborgarafabrikkunni á Höfðatorgi með hljómsveit sinni. Svala, sem er þekkt fyrir magnaða sviðsframkomu, söng fyrir gesti á staðnum á fimmtudag.
Í tilefni af komu nýja borgarans hélt Svala tónleika á Hamborgarafabrikkunni á Höfðatorgi með hljómsveit sinni. Svala, sem er þekkt fyrir magnaða sviðsframkomu, söng fyrir gesti á staðnum á fimmtudag. Fréttablaðið/Ernir
Nýi Svöluborgarinn, sem kynntur var við hátíðlega athöfn á fimmtudag, rann ljúflega ofan í gesti og gangandi. Borgarinn er gerður í samstarfi við Kjötkompaníið og sjónvarps- og unaðskokkinn Eyþór Rúnarsson. Kjötið er einstakt, úr einum albesta hluta nautsins, hinu rómaða ribeye. Þarna er á ferðinni einn safaríkasti steikarborgari sem um getur.

Í tilefni af komu Svöluborgarans hélt Svala tónleika á Hamborgarafabrikkunni á Höfðatorgi með hljómsveit sinni. Svala, sem er þekkt fyrir magnaða sviðsframkomu, sló hvergi af og var gerður góður rómur að frammistöðu hennar – eins og hamborgaranum. Tók Svala sama gigg og hún frumsýndi á síðustu Airwaves-hátíð.

Svala fetar þar með í fótspor föður síns, Björgvins Halldórssonar, en fyrir á fabrikkunni er til borgarinn Stóri Bó sem Björgvin hannaði fyrir fabrikkuna. Er meira að segja með sérstakri Bó sósu þó hann muni ekki brjóta framtönn í nokkrum gesti. Borgarinn Vargurinn gæti þó gert það enda gæsaborgari og þar leynast stundum högl.

[email protected]

Björgvin Halldórsson og eiginkona hans, Ragnheiður Björk Reynisdóttir, ásamt Elísabetu Ormslev og Þórdísi Imsland.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×