Fresta Metoo-ráðstefnu Sveinn Arnarsson skrifar 16. janúar 2019 08:15 Þingmenn Miðflokksins á fundi í desember. Fréttablaðið/Anton brink Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjórar flokka sem eiga sæti á þingi hafa undanfarið unnið við skipulagningu fundarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Miðflokkurinn ekki halda fundinn á þessum tímapunkti. Úr varð að honum var frestað um nokkrar vikur og reynt að fá alla að borðinu síðar meir. „Framkvæmdastjórar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eftir að ljóst varð að ekki var samstaða allra flokka um að halda ráðstefnuna 21. janúar eins og áætlað hafði verið,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. „Rök framkvæmdastjóra fyrir frestun eru þau að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á Alþingi, frekar en því stóra samfélagslega vandamáli sem við erum að glíma við. Ráðstefnan er áfram á dagskrá en henni er aðeins frestað um nokkrar vikur,“ undirstrikar Björg Eva. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, svara fyrir af hverju Miðflokkurinn hafi ekki viljað halda fundinn á þessum tíma. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar. Allt frá því í lok nóvember, þegar upptökur af þingmönnum á Klaustri bar voru gerðar upptækar, hafa bæði Miðflokkur og Samfylking tekist á við mál innan sinna raða. Ekki er enn vitað hvort Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem fóru í frí vegna málsins, mæti til þingsetningar 21. janúar eða hvort varamenn þeirra verði enn við störf.Uppfært klukkan 10:41Í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins sagði að ráðstefnunni hefði verið frestað að ósk Miðflokksins. Það er rangt og hefur verið leiðrétt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjórar flokka sem eiga sæti á þingi hafa undanfarið unnið við skipulagningu fundarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Miðflokkurinn ekki halda fundinn á þessum tímapunkti. Úr varð að honum var frestað um nokkrar vikur og reynt að fá alla að borðinu síðar meir. „Framkvæmdastjórar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eftir að ljóst varð að ekki var samstaða allra flokka um að halda ráðstefnuna 21. janúar eins og áætlað hafði verið,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. „Rök framkvæmdastjóra fyrir frestun eru þau að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á Alþingi, frekar en því stóra samfélagslega vandamáli sem við erum að glíma við. Ráðstefnan er áfram á dagskrá en henni er aðeins frestað um nokkrar vikur,“ undirstrikar Björg Eva. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, svara fyrir af hverju Miðflokkurinn hafi ekki viljað halda fundinn á þessum tíma. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar. Allt frá því í lok nóvember, þegar upptökur af þingmönnum á Klaustri bar voru gerðar upptækar, hafa bæði Miðflokkur og Samfylking tekist á við mál innan sinna raða. Ekki er enn vitað hvort Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem fóru í frí vegna málsins, mæti til þingsetningar 21. janúar eða hvort varamenn þeirra verði enn við störf.Uppfært klukkan 10:41Í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins sagði að ráðstefnunni hefði verið frestað að ósk Miðflokksins. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira