Umhverfisvitund getur reynst arðbær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper. Danmörk Umhverfismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper.
Danmörk Umhverfismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira