Ekki séð aðrar eins óspektir á skólaballi í langan tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 10:36 Lögregla ætlar að funda með skólayfirvöldum í Kópavogi eftir helgi. FBL/Heiða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“ Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“
Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15