Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:58 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ræða við fjölmiðla í dag. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira