Hafþór Júlíus fékk staðgengil í nýjustu seríu Game of Thrones Benedikt Bóas skrifar 19. janúar 2019 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson við tökur á Game of Thrones. Trúlega er þetta í fjórðu seríu, í bardaganum við Oberyn Martell þar sem Fjallið hafði betur eftir magnaða bardagasenu. Gríðarleg leynd hefur fylgt tökunum á þessari síðustu seríu Game of Thrones þar sem sögulok verða. Hvítgenglarnir hafa rofið vegginn og marsera í takt suður á boginn. Þannig endaði síðasta sería og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir framvindu mála. „Í öllum seríum fyrir utan þessa seríu, sem við vorum að klára að taka upp, var ég aldrei með áhættuleikara, ég gerði alltaf allt sjálfur. Núna var ég með staðgengil, eða áhættuleikara, en ég get ekki farið út í smáatriði. Hann var stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ segir Hafþór í samtali við Mashable. Breska blaðið Metro segir frá því að senurnar sem Hafþór fékk staðgengilinn til að taka þátt í, hafi verið svo krefjandi að Hafþór hafi hreinlega ekki mátt gera þær. Þess má geta að Hafþór hefur tekið þátt í öllum sínum bardagasenum og sveiflað ógnarstóru sverðinu eins og hann hafi ekki gert neitt annað svo aðdáendur búast við einhverri brjálaðri bardagasenu. „Áhorfendur geta búist við stórkostlegri seríu. Ég veit auðvitað ekki allt en ég er fáránlega spenntur að sjá seríuna sem var klárlega erfiðasta serían sem ég hef tekið þátt í af Game of Thrones,“ bætir hann við. Hafþór Júlíus leikur Gregor Clegane sem kallaður er Fjallið enda ógnarstór og vöðvamikill. Hann er eldri bróðir Hundsins, einhvers stórkostlegasta karakters sem birst hefur í sjónvarpi. Hafþór tók við hlutverkinu í fjórðu seríu og hefur slegið í gegn enda Fjallið skapmikið og notar styrk sinn jafnvel til að kremja fólk og drepa. Hann hefur ekki talað í seríunni síðan hann vann Oberyn Martell í bardaga í fjórðu seríu. Hann hefur þó látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Gríðarleg leynd hefur fylgt tökunum á þessari síðustu seríu Game of Thrones þar sem sögulok verða. Hvítgenglarnir hafa rofið vegginn og marsera í takt suður á boginn. Þannig endaði síðasta sería og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir framvindu mála. „Í öllum seríum fyrir utan þessa seríu, sem við vorum að klára að taka upp, var ég aldrei með áhættuleikara, ég gerði alltaf allt sjálfur. Núna var ég með staðgengil, eða áhættuleikara, en ég get ekki farið út í smáatriði. Hann var stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ segir Hafþór í samtali við Mashable. Breska blaðið Metro segir frá því að senurnar sem Hafþór fékk staðgengilinn til að taka þátt í, hafi verið svo krefjandi að Hafþór hafi hreinlega ekki mátt gera þær. Þess má geta að Hafþór hefur tekið þátt í öllum sínum bardagasenum og sveiflað ógnarstóru sverðinu eins og hann hafi ekki gert neitt annað svo aðdáendur búast við einhverri brjálaðri bardagasenu. „Áhorfendur geta búist við stórkostlegri seríu. Ég veit auðvitað ekki allt en ég er fáránlega spenntur að sjá seríuna sem var klárlega erfiðasta serían sem ég hef tekið þátt í af Game of Thrones,“ bætir hann við. Hafþór Júlíus leikur Gregor Clegane sem kallaður er Fjallið enda ógnarstór og vöðvamikill. Hann er eldri bróðir Hundsins, einhvers stórkostlegasta karakters sem birst hefur í sjónvarpi. Hafþór tók við hlutverkinu í fjórðu seríu og hefur slegið í gegn enda Fjallið skapmikið og notar styrk sinn jafnvel til að kremja fólk og drepa. Hann hefur ekki talað í seríunni síðan hann vann Oberyn Martell í bardaga í fjórðu seríu. Hann hefur þó látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið um allan heim.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira