Fá hjón verja jafn miklum tíma saman Björk Eiðsdóttir skrifar 19. janúar 2019 08:00 Nína og Aron heimsóttu marmaraverksmiðjuna á Ítalíu og heilluðust af framleiðsluferlinu og segir Nína það hafa verið gaman að fá að fylgjast með. Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira