Framandi heimur 2019 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2019 21:00 Mannkynið hefur óþrjótandi áhuga á að velta fyrir sér framtíðinni; hvers konar samfélag bíður þess eftir 35 ár? Nordicphotos/Getty „Hvernig mun heimurinn líta út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn kanadíska fréttablaðsins The Star velti fyrir sér í desembermánuði árið 1983, eða fyrir 35 árum. Til að fá svarið við þessari spurningu leitaði The Star á náðir bandaríska rithöfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs Asimov sem á þeim árum var farinn að vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn. Síðar meir átti Asimov eftir að verða einn áhrifamesti ritari vísindaskáldskapar fyrr og síðar. Að mati Asimov átti innreið upplýsingatækninnar og hröð framþróun í tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta samfélagi mannanna enn frekar. „Sú staðreynd að samfélag okkar verður æ margþættara felur í sér að það verður ómögulegt að vera án tölvutækni, ekki nema með því að daðra við glundroðann,“ ritaði Asimov. Hann sá fyrir sér að tækniframfarir myndu fækka störfum, en það væri hvorki óvænt né neikvæð afleiðing. „Störfin sem hverfa verða þau sem skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau sem eiga sinn stað við færibandið í verksmiðjum hvers konar. Þetta eru störf sem eru nógu einföld, tilgangslaus og staglkennd til að eitra huga fólks.“ Þannig væri þörf á nýju menntakerfi sem svar við kröfunni um vinnuafl sem býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna. „Breyting núna, hins vegar, þarf að eiga sér stað mun hraðar. Mögulega hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við þessa breytingu munu milljónir manna vera ófær um að sinna þeim störfum sem sannarlega þarf að sinna.“Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn Isaac Asimov.NORDICPHOTIS/GETTYAsimov taldi — réttilega að mörgu leyti — að árið 2019 væri almennt viðurkennt að samstarf þjóðríkja væri nauðsynlegt til að taka á allra mikilvægustu málum heimsins. Þá sérstaklega með tilliti til mengunar og verndunar umhverfisins. „Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á með þjóðum heimsins að þær geti tekið höndum saman og unnið að þessum markmiðum, sameinaðar undir einum fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sérstakan áhuga á að viðurkenna tilvist slíkrar heimsstjórnar.“ Asimov taldi öruggt að könnun sólkerfisins væri vel á veg komin árið 2019 og mat það svo réttilega að hópur manna hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En Asimov sá einnig fyrir sér að námugröftur á tunglinu væri hafin seint á öðrum áratug 21. aldarinnar og að mannkyn hefði þróað getu til að safna sólarorku með hjálp gervitungla á sporbraut um Jörðu sem síðan myndu koma orkunni til jarðar í formi örbylgja. Asimov lauk pistli sínum á áminningu til lesenda árið 2019. „Staðreyndin er sú að þó svo að heimurinn árið 2019 verði sannarlega frábrugðinn þeim sem við þekkjum árið 1984, þá verður sú breyting aðeins barómeter fyrir þá miklu breytingar sem verða í farvatninu enn síðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Hvernig mun heimurinn líta út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn kanadíska fréttablaðsins The Star velti fyrir sér í desembermánuði árið 1983, eða fyrir 35 árum. Til að fá svarið við þessari spurningu leitaði The Star á náðir bandaríska rithöfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs Asimov sem á þeim árum var farinn að vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn. Síðar meir átti Asimov eftir að verða einn áhrifamesti ritari vísindaskáldskapar fyrr og síðar. Að mati Asimov átti innreið upplýsingatækninnar og hröð framþróun í tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta samfélagi mannanna enn frekar. „Sú staðreynd að samfélag okkar verður æ margþættara felur í sér að það verður ómögulegt að vera án tölvutækni, ekki nema með því að daðra við glundroðann,“ ritaði Asimov. Hann sá fyrir sér að tækniframfarir myndu fækka störfum, en það væri hvorki óvænt né neikvæð afleiðing. „Störfin sem hverfa verða þau sem skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau sem eiga sinn stað við færibandið í verksmiðjum hvers konar. Þetta eru störf sem eru nógu einföld, tilgangslaus og staglkennd til að eitra huga fólks.“ Þannig væri þörf á nýju menntakerfi sem svar við kröfunni um vinnuafl sem býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna. „Breyting núna, hins vegar, þarf að eiga sér stað mun hraðar. Mögulega hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við þessa breytingu munu milljónir manna vera ófær um að sinna þeim störfum sem sannarlega þarf að sinna.“Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn Isaac Asimov.NORDICPHOTIS/GETTYAsimov taldi — réttilega að mörgu leyti — að árið 2019 væri almennt viðurkennt að samstarf þjóðríkja væri nauðsynlegt til að taka á allra mikilvægustu málum heimsins. Þá sérstaklega með tilliti til mengunar og verndunar umhverfisins. „Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á með þjóðum heimsins að þær geti tekið höndum saman og unnið að þessum markmiðum, sameinaðar undir einum fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sérstakan áhuga á að viðurkenna tilvist slíkrar heimsstjórnar.“ Asimov taldi öruggt að könnun sólkerfisins væri vel á veg komin árið 2019 og mat það svo réttilega að hópur manna hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En Asimov sá einnig fyrir sér að námugröftur á tunglinu væri hafin seint á öðrum áratug 21. aldarinnar og að mannkyn hefði þróað getu til að safna sólarorku með hjálp gervitungla á sporbraut um Jörðu sem síðan myndu koma orkunni til jarðar í formi örbylgja. Asimov lauk pistli sínum á áminningu til lesenda árið 2019. „Staðreyndin er sú að þó svo að heimurinn árið 2019 verði sannarlega frábrugðinn þeim sem við þekkjum árið 1984, þá verður sú breyting aðeins barómeter fyrir þá miklu breytingar sem verða í farvatninu enn síðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira