Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir Reynir Arngrímsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar