Minni ársins Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 3. janúar 2019 08:30 Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar