Litla stúlkan með eldvörpuna Sverrir Björnsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar