Starfsfólk Landspítalans afvopnaði ósáttan hnífamann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 17:55 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi. Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi.
Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira