Fékk 118 milljóna bónusgreiðslu fyrir sigurinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 23:45 Nick Foles er meira en hundrað milljónum ríkari eftir leikinn í gær. Getty/Brett Carlsen Nick Foles er annað árið í röð kominn með lið Philadelphia Eagles á fleygiferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og aftur á tímabili þegar hann átti bara að vera varamaður. Annnað tímabilið í röð meiddist nefnilega aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, rétt fyrir úrslitakeppni og aftur treystu Ernirnir á hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sinn. Í fyrra fór Nick Foles alla leið með liðið í úrslitaleikinn og Philadelphia Eagles varð þá Super Bowl meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Foles var jafnframt kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Í ár rétt skreið Philadelphia Eagles inn í úrslitakeppnina en vann síðan óvæntan en um leið nauman og dramatískan útisigur á Chicago Bears í nótt. Nick Foles leiddi lokasókn Eagles og átti snertimarkssendingu sem kom liðinu yfir í 16-15. Chicago Bears fékk tækifæri til að tryggja sér sigur á vallarmarki fimm sekúndum fyrir leikslok en sparkari Chicago Bears skaut í stöng og út. Former Eagles kicker Cody Parkey's blocked FG earned Nick Foles a cool $1M bonushttps://t.co/x8JXdn4EVUpic.twitter.com/PCrPUS7rpI — Yahoo Sports (@YahooSports) January 7, 2019 Það er ekki á hverju ári sem besti leikmaður Super Bowl árið á undan sættir sig við að vera varamaður en það gerði Nick Foles engu að síður í vetur. Foles samdi hinsvegar vel síðasta sumar og það voru fyrir vikið margir ríflegir bónusar í boði fyrir hann á þessu tímabili. Tveir af þessum bónusum komu í hús með sigrinum á Chicago Bears á Soldier Field. Sigurinn þýddi eina milljón dollara bónusgreiðslur fyrir Foles eða 118 milljónir íslenskra króna. Nick Foles fékk 500 þúsund fyrir að spila 33 prósent af sóknum í leik í úrslitakeppni og aðra 500 þúsund dollara fyrir að vinna leik í úrslitakeppni. Annar 500 þúsund dollara bónus er líka í boði fyrir Foles takist Philadelphia Eagles að vinna New Orleans Saints í næstu umferð úrslitakeppninnar um komandi helgi. Saints er eitt allra besta lið deildarinnar og miklu sigurstranglegra en það er víst aldrei hægt að afskrifa Nick Foles. NFL Ofurskálin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Sjá meira
Nick Foles er annað árið í röð kominn með lið Philadelphia Eagles á fleygiferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og aftur á tímabili þegar hann átti bara að vera varamaður. Annnað tímabilið í röð meiddist nefnilega aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, rétt fyrir úrslitakeppni og aftur treystu Ernirnir á hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sinn. Í fyrra fór Nick Foles alla leið með liðið í úrslitaleikinn og Philadelphia Eagles varð þá Super Bowl meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Foles var jafnframt kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Í ár rétt skreið Philadelphia Eagles inn í úrslitakeppnina en vann síðan óvæntan en um leið nauman og dramatískan útisigur á Chicago Bears í nótt. Nick Foles leiddi lokasókn Eagles og átti snertimarkssendingu sem kom liðinu yfir í 16-15. Chicago Bears fékk tækifæri til að tryggja sér sigur á vallarmarki fimm sekúndum fyrir leikslok en sparkari Chicago Bears skaut í stöng og út. Former Eagles kicker Cody Parkey's blocked FG earned Nick Foles a cool $1M bonushttps://t.co/x8JXdn4EVUpic.twitter.com/PCrPUS7rpI — Yahoo Sports (@YahooSports) January 7, 2019 Það er ekki á hverju ári sem besti leikmaður Super Bowl árið á undan sættir sig við að vera varamaður en það gerði Nick Foles engu að síður í vetur. Foles samdi hinsvegar vel síðasta sumar og það voru fyrir vikið margir ríflegir bónusar í boði fyrir hann á þessu tímabili. Tveir af þessum bónusum komu í hús með sigrinum á Chicago Bears á Soldier Field. Sigurinn þýddi eina milljón dollara bónusgreiðslur fyrir Foles eða 118 milljónir íslenskra króna. Nick Foles fékk 500 þúsund fyrir að spila 33 prósent af sóknum í leik í úrslitakeppni og aðra 500 þúsund dollara fyrir að vinna leik í úrslitakeppni. Annar 500 þúsund dollara bónus er líka í boði fyrir Foles takist Philadelphia Eagles að vinna New Orleans Saints í næstu umferð úrslitakeppninnar um komandi helgi. Saints er eitt allra besta lið deildarinnar og miklu sigurstranglegra en það er víst aldrei hægt að afskrifa Nick Foles.
NFL Ofurskálin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Sjá meira