Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:44 Auðveld er að verða sér úti um smálán með farsímanum einum saman. Rannsóknir benda til að þeir sem reiði sig á slík lán séu með verra fjármálalæsi en aðrir neytendur. Vísir/vilhelm Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. Búið var tekið til gjalþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra í apríl árið 2017 og lauk skiptunum þann 28. desember síðastliðinn, rúmu einu og hálfu ári frá úrskurðinum. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að lýstar kröfur í bú Credit one hafi alls numið rúmlega 252 milljónum króna sem ekkert fékkst greitt upp í, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptanna. Skiptastjóri búsins, Ingvar Þóróddson, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sýslumaður og tollstjóri hafi lagt fram háar kröfur á þrotabúið. Að sama skapi hafi há krafa borist frá öðru smálánafyrirtæki, Smáláni, sem er einnig gjaldþrota. Samanlagt námu kröfur þessarar þriggja aðila rúmlega 250 milljónum króna.Sjá einnig: Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Smálánafyrirtæki hafa reglulega sætt gagnrýni á síðustum árum en greint var frá því í fyrra að að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árip 2018 gerðu það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Gjaldþrot Íslenskir bankar Neytendur Smálán Tengdar fréttir Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Lektor í viðskiptafræði segir að neytendur smálána séu líklegri til að vera yngri, karlkyns og með lægri tekjur og menntun. 28. október 2018 11:00 Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn 16. nóvember 2018 19:30 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. Búið var tekið til gjalþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra í apríl árið 2017 og lauk skiptunum þann 28. desember síðastliðinn, rúmu einu og hálfu ári frá úrskurðinum. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að lýstar kröfur í bú Credit one hafi alls numið rúmlega 252 milljónum króna sem ekkert fékkst greitt upp í, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptanna. Skiptastjóri búsins, Ingvar Þóróddson, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sýslumaður og tollstjóri hafi lagt fram háar kröfur á þrotabúið. Að sama skapi hafi há krafa borist frá öðru smálánafyrirtæki, Smáláni, sem er einnig gjaldþrota. Samanlagt námu kröfur þessarar þriggja aðila rúmlega 250 milljónum króna.Sjá einnig: Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Smálánafyrirtæki hafa reglulega sætt gagnrýni á síðustum árum en greint var frá því í fyrra að að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árip 2018 gerðu það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin.
Gjaldþrot Íslenskir bankar Neytendur Smálán Tengdar fréttir Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Lektor í viðskiptafræði segir að neytendur smálána séu líklegri til að vera yngri, karlkyns og með lægri tekjur og menntun. 28. október 2018 11:00 Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn 16. nóvember 2018 19:30 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Lektor í viðskiptafræði segir að neytendur smálána séu líklegri til að vera yngri, karlkyns og með lægri tekjur og menntun. 28. október 2018 11:00
Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn 16. nóvember 2018 19:30
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45