Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. janúar 2019 06:00 Þorgrímur man ekki önnur eins snjóþyngsli við hótel sitt. Mynd/Þorgrímur Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira