150 milljónir fram úr áætlun við Fiskiðjuna í Eyjum Sighvatur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:45 Umrædd Fiskiðja í Eyjum. Eyjar.net Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér. Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér.
Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira