Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 11:54 Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Veðurstofa Íslands Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira
Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira