Vildi sýna list langafa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 09:00 Sigríður Svana Pétursdóttir gerir myndum langafa síns Guðmundar Viborg hátt undir höfði á heimili sínu. Fréttablaðið/Ernir „Mig langaði svo að vita meira um manninn sem málaði myndirnar sem fundust á háaloftinu heima. Þetta byrjaði þannig,“ segir Sigríður Svana Pétursdóttir, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Myndir á háalofti. Þar lýsir hún viðburðaríkri ævi langafa síns, Vestfirðingsins Guðmundar Viborg Jónatanssonar gullsmiðs sem síðustu ár sín bjó í kjallara hússins Hólavelli við Suðurgötu í Reykjavík, í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Þegar Sigríður Svana var um fermingu flutti hún að Hólavelli sjálf og í formála bókarinnar lýsir hún því sem ævintýri, því háaloftið hafi geymt svo margt forvitnilegt, meðal annars bunka af olíumálverkum eftir langafa hennar. Hún kveðst hafa vitað um muni sem hann hafði skorið út og smíðað úr gulli og silfri en málverkin hafi verið ný fyrir henni og stungið nokkuð í stúf við annað.Mynd úr bókinni af Guðmundi Viborg. Hana tók Ingimundur fiðla einhvern tíma á árunum 1910-1920. Mynd/SkógasafnÞess má geta að bókin geymir fjölda mynda bæði af smíðisgripum Guðmundar og málverkum. „Ég vildi sýna hversu mikill listamaður hann var,“ segir Sigríður Svana. „Hann lét ekkert hindra sig í listsköpuninni þó hann væri ómenntaður í henni fyrir utan nokkra mánuði sem hann var hjá Sumarliða Sumarliðasyni í Æðey að læra tökin á gullsmíðinni. Sú kunnátta entist honum út ævina.“ Þó Sigríður Svana hafi fundið kassa með skrifum langafa síns segir hún hafa verið ótrúlega snúið að afla heimilda um manninn sjálfan sem var þó uppi til 1936. „Það voru ekki margir til frásagnar um langafa, svo ég þurfti að grafa nánast allt upp. Bókin varð því til eftir mikið grúsk og yfirlegu á Þjóðskjala- og Landsbókasafni, þar sem ég fann mörg bréf sem nýttust mér.“Sigríður Svana segir bæði Guðmund sjálfan og Helgu Bjarnadóttur, konu hans, hafa skrifað Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal en bréfasafn hans geymi um ellefu þúsund bréf og sé eitt það stærsta á landinu. „Það er í raun ótrúlegt hversu margir skrifuðu Torfa, hvaðanæva, um sín mál, hvort sem þau snerust um að koma rollum milli bæja eða leysa hjónabandsvanda. Torfi var hálfbróðir Helgu og vinur hjónanna beggja, þau leituðu til hans því eitthvað skorti upp á hamingjuna,“ lýsir Sigríður Svana og segir þau hjónin hafa skilið. „Gufuskipinu sem langafi var vélstjóri á var lagt, stórgrósserinn sagði bara: „Þetta skip siglir ekki meira.“ Þar með var langafi orðinn atvinnulaus en fékk vinnu hjá baróninum á Hvítárvöllum og fór þangað. Helga átti að koma á eftir með börnin en af því varð ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Mig langaði svo að vita meira um manninn sem málaði myndirnar sem fundust á háaloftinu heima. Þetta byrjaði þannig,“ segir Sigríður Svana Pétursdóttir, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Myndir á háalofti. Þar lýsir hún viðburðaríkri ævi langafa síns, Vestfirðingsins Guðmundar Viborg Jónatanssonar gullsmiðs sem síðustu ár sín bjó í kjallara hússins Hólavelli við Suðurgötu í Reykjavík, í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Þegar Sigríður Svana var um fermingu flutti hún að Hólavelli sjálf og í formála bókarinnar lýsir hún því sem ævintýri, því háaloftið hafi geymt svo margt forvitnilegt, meðal annars bunka af olíumálverkum eftir langafa hennar. Hún kveðst hafa vitað um muni sem hann hafði skorið út og smíðað úr gulli og silfri en málverkin hafi verið ný fyrir henni og stungið nokkuð í stúf við annað.Mynd úr bókinni af Guðmundi Viborg. Hana tók Ingimundur fiðla einhvern tíma á árunum 1910-1920. Mynd/SkógasafnÞess má geta að bókin geymir fjölda mynda bæði af smíðisgripum Guðmundar og málverkum. „Ég vildi sýna hversu mikill listamaður hann var,“ segir Sigríður Svana. „Hann lét ekkert hindra sig í listsköpuninni þó hann væri ómenntaður í henni fyrir utan nokkra mánuði sem hann var hjá Sumarliða Sumarliðasyni í Æðey að læra tökin á gullsmíðinni. Sú kunnátta entist honum út ævina.“ Þó Sigríður Svana hafi fundið kassa með skrifum langafa síns segir hún hafa verið ótrúlega snúið að afla heimilda um manninn sjálfan sem var þó uppi til 1936. „Það voru ekki margir til frásagnar um langafa, svo ég þurfti að grafa nánast allt upp. Bókin varð því til eftir mikið grúsk og yfirlegu á Þjóðskjala- og Landsbókasafni, þar sem ég fann mörg bréf sem nýttust mér.“Sigríður Svana segir bæði Guðmund sjálfan og Helgu Bjarnadóttur, konu hans, hafa skrifað Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal en bréfasafn hans geymi um ellefu þúsund bréf og sé eitt það stærsta á landinu. „Það er í raun ótrúlegt hversu margir skrifuðu Torfa, hvaðanæva, um sín mál, hvort sem þau snerust um að koma rollum milli bæja eða leysa hjónabandsvanda. Torfi var hálfbróðir Helgu og vinur hjónanna beggja, þau leituðu til hans því eitthvað skorti upp á hamingjuna,“ lýsir Sigríður Svana og segir þau hjónin hafa skilið. „Gufuskipinu sem langafi var vélstjóri á var lagt, stórgrósserinn sagði bara: „Þetta skip siglir ekki meira.“ Þar með var langafi orðinn atvinnulaus en fékk vinnu hjá baróninum á Hvítárvöllum og fór þangað. Helga átti að koma á eftir með börnin en af því varð ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira