Beið í fjórtán tíma eftir flugi sem fellt var niður Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 21:38 Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. AP/Tim Ireland Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biðu í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag. Þau voru að bíða eftir flugi með EasyJet en flugfélagið ákvað að endingu að fella niður öll flug. Ástæðan er sú, samkvæmt flugfélaginu, að ómögulegt sé að segja til um hvenær opnað verði aftur fyrir flugumferð á Gatwick. Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. Áætlanir tuga þúsunda manna hafa raskast og gætu liðið einhverjir dagar þar til opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Þeim sem eiga pantaða flugmiða hefur verið ráðlegt að fara ekki til Gatwick að svo stöddu. Þá hafa yfirvöld Bretlands kallað herinn til aðstoðar lögreglu og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að sökudólgarnir verði sóttir til saka. Sökudólgurinn eða dólgarnir gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Sindri mætti á flugvöllinn, ásamt kærustu sinni og tengdamóður, klukkan fimm í morgun að breskum tíma. Þau voru á flugvellinum þar til skömmu fyrir sjö að kvöldi eða í um fjórtán klukkustundir. Sindri segir þau hafa verið á leið til Möltu en það sé nú mjög erfitt. Þeim bauðst næsta flug frá Bretlandi þann 27. desember en skoða nú aðrar leiðir.9,5 klst seinna erum við ennþá hér á #Gatwick. Fólk er tjúllað. Ég er reyndar sultu slakur. Fáum næstu upplýsingar eftir 1,5 klst — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) December 20, 2018 Þegar þau mættu var þegar búið að fella niður fjölmörg flug en varðandi önnur og þar á meðal þeirra flug, var staðan metin á klukkustundar fresti Upplýsingaflæði til fólks á Gatwick var verulega ábótavant og allt of fá sæti í boði. Sindri reyndi að komast inn á veitingastað en það var ómögulegt. Eftir að hafa beðið í röð í um 40 mínútur, án þess að nokkrum hafi verið hleypt inn, gáfust þau upp. „Það hefði til dæmis verið hægt að opna einhver hlið og veita fólki sæti þar,“ segir Sindri. „Fólk lá bara á gólfinu.“ Sindri segir að það eina sem hafi verið tilkynnt í kerfinu hafi verið að tafirnar væru vegna dróna. Ekkert hafi verið sagt um hvar mætti finna sæti né hver réttur þeirra væri varðandi matarmiða og annað. Þar sem þau eiga bókað hótel í Möltu og flug þaðan til London hafa þau leitað annarra leiða til að komast á leiðarenda. Sindri segir þau þó ekki stressuð þar sem þau hafi ætlað að verja jólunum saman og hafi ekki verið á leið til að hitta neinn. Þetta byrjaði allt í gærkvöldi þegar tveimur drónum var flogið yfir flugvöllinn. Opnað var fyrir flugumferð í stuttan tíma í nótt en þá sáust fleiri drónar. Þeir hafa svo sést ítrekað síðan.Samkvæmt BBC hefur lögreglan átt erfitt með að finna flugmann eða flugmenn drónanna.„Þegar við teljum okkur vera að nálgast flugmanninn, hverfur dróninn. Þegar við hugsum um að opna flugvöllinn aftur, birtist dróninn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Justin Burtenshaw. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira
Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biðu í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag. Þau voru að bíða eftir flugi með EasyJet en flugfélagið ákvað að endingu að fella niður öll flug. Ástæðan er sú, samkvæmt flugfélaginu, að ómögulegt sé að segja til um hvenær opnað verði aftur fyrir flugumferð á Gatwick. Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. Áætlanir tuga þúsunda manna hafa raskast og gætu liðið einhverjir dagar þar til opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Þeim sem eiga pantaða flugmiða hefur verið ráðlegt að fara ekki til Gatwick að svo stöddu. Þá hafa yfirvöld Bretlands kallað herinn til aðstoðar lögreglu og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að sökudólgarnir verði sóttir til saka. Sökudólgurinn eða dólgarnir gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Sindri mætti á flugvöllinn, ásamt kærustu sinni og tengdamóður, klukkan fimm í morgun að breskum tíma. Þau voru á flugvellinum þar til skömmu fyrir sjö að kvöldi eða í um fjórtán klukkustundir. Sindri segir þau hafa verið á leið til Möltu en það sé nú mjög erfitt. Þeim bauðst næsta flug frá Bretlandi þann 27. desember en skoða nú aðrar leiðir.9,5 klst seinna erum við ennþá hér á #Gatwick. Fólk er tjúllað. Ég er reyndar sultu slakur. Fáum næstu upplýsingar eftir 1,5 klst — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) December 20, 2018 Þegar þau mættu var þegar búið að fella niður fjölmörg flug en varðandi önnur og þar á meðal þeirra flug, var staðan metin á klukkustundar fresti Upplýsingaflæði til fólks á Gatwick var verulega ábótavant og allt of fá sæti í boði. Sindri reyndi að komast inn á veitingastað en það var ómögulegt. Eftir að hafa beðið í röð í um 40 mínútur, án þess að nokkrum hafi verið hleypt inn, gáfust þau upp. „Það hefði til dæmis verið hægt að opna einhver hlið og veita fólki sæti þar,“ segir Sindri. „Fólk lá bara á gólfinu.“ Sindri segir að það eina sem hafi verið tilkynnt í kerfinu hafi verið að tafirnar væru vegna dróna. Ekkert hafi verið sagt um hvar mætti finna sæti né hver réttur þeirra væri varðandi matarmiða og annað. Þar sem þau eiga bókað hótel í Möltu og flug þaðan til London hafa þau leitað annarra leiða til að komast á leiðarenda. Sindri segir þau þó ekki stressuð þar sem þau hafi ætlað að verja jólunum saman og hafi ekki verið á leið til að hitta neinn. Þetta byrjaði allt í gærkvöldi þegar tveimur drónum var flogið yfir flugvöllinn. Opnað var fyrir flugumferð í stuttan tíma í nótt en þá sáust fleiri drónar. Þeir hafa svo sést ítrekað síðan.Samkvæmt BBC hefur lögreglan átt erfitt með að finna flugmann eða flugmenn drónanna.„Þegar við teljum okkur vera að nálgast flugmanninn, hverfur dróninn. Þegar við hugsum um að opna flugvöllinn aftur, birtist dróninn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Justin Burtenshaw.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira
Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22
Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27