Gunnar sneri aftur með látum Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. desember 2018 08:45 Gunnar búinn að ná góðri stöðu í annarri lotu og lét hann höggin dynja stuttu síðar. Hann lauk bardaganum á því að ná hengingartaki. fréttablaðið/getty Það var ekki að sjá neitt ryð á íslenska bardagakappanum Gunnari Nelson þegar hann sneri aftur inn í UFC-búrið eftir sautján mánaða fjarveru um helgina. Gunnar mætti þá hinum brasilíska Alex Oliveira, titlaður Kúrekinn, á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto og gafst Oliveira upp þegar Gunnar var búinn að ná góðu taki á hálsi hans undir lok annarrar lotu. Það var mikil eftirvænting fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast. Sá bardagi endaði illa fyrir Gunnar sem tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem beitti ólöglegum brögðum þegar hann potaði í augu Gunnars án þess að dómarinn tæki eftir því. Aftur virtist andstæðingur Gunnars ætla að komast upp með ólöglega tilburði því í byrjun bardagans virtist Alex gefa Gunnari ítrekað olnbogaskot í hnakkann sem er ólöglegt. Sá brasilíski fékk viðvörun þegar hann nýtti búrið til að ná jafnvægi þegar Gunnar reyndi að koma bardaganum í gólfið en Oliveira var sterkari á lokamínútunni og náði nokkrum góðum höggum þegar þeir glímdu í gólfinu. Gunnar nýtti styrk sinn vel í upphafi annarrar lotu og náði Oliveira í gólfið þar sem hann náði strax góðri stöðu. Það tók Gunnar smá tíma en þá fékk Gunnar að nota olnbogana til að láta Alex finna fyrir því og er sá brasilíski reyndi að losna úr taki Gunnars gaf hann Gunnari tækifæri til að ná uppgjafartaki sem gerði út um bardagann. Íslenski bardagakappinn sýndi sínar bestu hliðar um helgina og má búast við því að hann taki stökk upp styrkleikalista UFC á næstu dögum. Fyrir bardagann var Gunnar í fjórtánda sæti í veltivigt, einu sæti fyrir neðan Oliveira en hæst hefur hann náð í níunda sætið. Gunnar hefur nú unnið sautján bardaga á MMA-ferlinum og tapað þremur en einum lauk með jafntefli. Sjálfur virtist Gunnar vera nokkuð sáttur þegar hann ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagann. „Þessi bardagi fór í aðra átt en ég bjóst við þó að ég hafi búist við þessum úrslitum. Það var mikið um glímu og um tíma missti ég stjórn á bardaganum en ég náði að halda það út, komast aftur inn í bardagann og vinna að lokum,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Ég vissi að hann þyrfti að verja nokkra staði undir lokin þegar það var farið að blæða úr honum og greip tækifærið.“ Sá brasilíski þykir afar góður standandi en sýndi lipra takta á gólfinu í fyrstu lotu. „Ég æfi þessa stöðu oft og það hafa ekki margir náð að snúa þessu sér í hag en ég veit af þessu og verð betur tilbúinn næst. Ég átti ekki von á því að hann myndi ná að snúa þarna en hann gerði vel,“ sagði Gunnar. Hann var ekki hrifinn af olnbogaskotunum sem Alex beitti í upphafi bardagans. „Ég þarf að skoða það betur en ég var hissa á því að ekkert var dæmt í því þegar hann var að ráðast á hnakkann á mér,“ sagði Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Það var ekki að sjá neitt ryð á íslenska bardagakappanum Gunnari Nelson þegar hann sneri aftur inn í UFC-búrið eftir sautján mánaða fjarveru um helgina. Gunnar mætti þá hinum brasilíska Alex Oliveira, titlaður Kúrekinn, á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto og gafst Oliveira upp þegar Gunnar var búinn að ná góðu taki á hálsi hans undir lok annarrar lotu. Það var mikil eftirvænting fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast. Sá bardagi endaði illa fyrir Gunnar sem tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem beitti ólöglegum brögðum þegar hann potaði í augu Gunnars án þess að dómarinn tæki eftir því. Aftur virtist andstæðingur Gunnars ætla að komast upp með ólöglega tilburði því í byrjun bardagans virtist Alex gefa Gunnari ítrekað olnbogaskot í hnakkann sem er ólöglegt. Sá brasilíski fékk viðvörun þegar hann nýtti búrið til að ná jafnvægi þegar Gunnar reyndi að koma bardaganum í gólfið en Oliveira var sterkari á lokamínútunni og náði nokkrum góðum höggum þegar þeir glímdu í gólfinu. Gunnar nýtti styrk sinn vel í upphafi annarrar lotu og náði Oliveira í gólfið þar sem hann náði strax góðri stöðu. Það tók Gunnar smá tíma en þá fékk Gunnar að nota olnbogana til að láta Alex finna fyrir því og er sá brasilíski reyndi að losna úr taki Gunnars gaf hann Gunnari tækifæri til að ná uppgjafartaki sem gerði út um bardagann. Íslenski bardagakappinn sýndi sínar bestu hliðar um helgina og má búast við því að hann taki stökk upp styrkleikalista UFC á næstu dögum. Fyrir bardagann var Gunnar í fjórtánda sæti í veltivigt, einu sæti fyrir neðan Oliveira en hæst hefur hann náð í níunda sætið. Gunnar hefur nú unnið sautján bardaga á MMA-ferlinum og tapað þremur en einum lauk með jafntefli. Sjálfur virtist Gunnar vera nokkuð sáttur þegar hann ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagann. „Þessi bardagi fór í aðra átt en ég bjóst við þó að ég hafi búist við þessum úrslitum. Það var mikið um glímu og um tíma missti ég stjórn á bardaganum en ég náði að halda það út, komast aftur inn í bardagann og vinna að lokum,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Ég vissi að hann þyrfti að verja nokkra staði undir lokin þegar það var farið að blæða úr honum og greip tækifærið.“ Sá brasilíski þykir afar góður standandi en sýndi lipra takta á gólfinu í fyrstu lotu. „Ég æfi þessa stöðu oft og það hafa ekki margir náð að snúa þessu sér í hag en ég veit af þessu og verð betur tilbúinn næst. Ég átti ekki von á því að hann myndi ná að snúa þarna en hann gerði vel,“ sagði Gunnar. Hann var ekki hrifinn af olnbogaskotunum sem Alex beitti í upphafi bardagans. „Ég þarf að skoða það betur en ég var hissa á því að ekkert var dæmt í því þegar hann var að ráðast á hnakkann á mér,“ sagði Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira