Umhugsunarefni hve mikið nýjar íbúðir hafa hækkað í verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:00 Fermetraverð nýrra og smærri íbúða hefur farið hækkandi. VÍSIR/VILHELM Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri. Húsnæðismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri.
Húsnæðismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira