Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi 15. desember 2018 11:00 Þingmenn eru komnir í jólaskap. Vísir/Vilhelm Eftir viðburðaríkar vikur í pólitíkinni hefur þingi verið frestað og þingmenn komnir í jólafrí, heilum níu dögum fyrir jól. Þeir eru farnir að huga að jólamatnum og bókalestri. Aðrir hafa beinlínis einsett sér að klára jólagjafainnkaup á síðustu stundu. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Framsóknarmaður segir jólin besta tíma ársins.Lilja Alfreðsdóttir og Sigríður AndersenVísir/Vilhelm„Ég verð heima. Þetta er alveg yndislegur tími. Jólin ganga út á börnin og því er mikil spenna á heimilinu fyrir öllu sem tengist jólahaldi. Þetta er einfaldlega besti tími ársins!“ Mikil hefð sé fyrir því á heimilinu að lesa yfir hátíðarnar. „Jólahefð fjölskyldunnar eru bækur og lestur. Það er mikið lagt upp úr því að allir fái bækur sem miðar að því að allir njóti. Svo er góður matur og falleg tónlist lykilatriði!“ „Ég er vanalega frekar rugluð á því og fæ mér rjúpu þó svo ég sé vegan. Á jólunum þá leyfi ég mér.“ Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra og Sjálfstæðismaður verður heima um jólin með fjölskyldunni. „Mér finnst jólin mjög hátíðlegur fjölskyldutími og finnst gaman að halda í hefðirnar eins og að koma upp jólaskrauti fyrsta í aðventu og að halda almennt frið og ró yfir helstu hátíðardagana,“ segir Sigríður. Aðrar hefðir séu ekki miklar hjá fjölskyldunni. „Við erum nokkuð víðsýn þegar kemur að jólamatnum þótt oft sé á borðum það sem mér þykir best, rjúpur matreiddar á einfaldan máta. Jú, ein er hefðin í matarmálum og það er forrétturinn á aðfangadag, heitur rjómalagaður grjónagrautur, framreiddur með kanil, rúsínum og smjörklípu fyrir þá sem það vilja. Maðurinn minn fúlsar við þessu en fyrirgerir þar með möguleika sínum á möndlugjöfinni.“Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata er í miðjum flutningum.Vísir/VilhelmBjörn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata er í miðjum flutningum og vonast til þess að geta haldið jól á nýja heimilinu. „Við vorum að flytja og það er enn verið að standsetja allt saman. Ég vona bara að eldhúsið verði tilbúið því mér finnst best að vera þar um jólin,“ segir Björn Leví, sem segir jólahefðina á hans heimili felast í því að „reyna að sleppa við jólastressið“. Eftir viðburðaríkar vikur í pólitíkinni hefur þingi verið frestað og þingmenn komnir í jólafrí, heilum níu dögum fyrir jól. Þeir eru farnir að huga að jólamatnum og bókalestri. Aðrir hafa beinlínis einsett sér að klára jólagjafainnkaup á síðustu stundu. Sigmundur Davíð GunnlaugssonVísir/VilhelmSigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill helst vera heima á jólunum. „Ég verð heima að vanda. Mér finnst íslenskt jólahald mjög skemmtilegt og vil því helst vera heima.“ Hann segist mikið fyrir jólahefðir. „Ég er mikið fyrir hefðir og það á ekki hvað síst við á jólum. Það eru í raun hefðir fyrir flestu sem ég geri á aðfangadag, meðal annars því að kaupa síðustu gjafirnar. Tíminn á síðustu gjöfinni færðist reyndar alltaf fram eftir degi og enn meira eftir að sumar búðir fóru að hafa opið lengur. Ég held að metið sé núna 15.59.“Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Vísir/VilhelmLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar dundar sér við að hamfletta rjúpur við ljúfa tóna Bobs Dylan, á aðfangadag og finnst það skemmtilegt. „Jólin í ár verða með ósköp hefðbundnum, íslenskum hætti. Við borðum rjúpur klukkan sex, tökum upp pakkana og spjöllum saman fram eftir nóttu. Eldri sonur okkar býr í Þýskalandi og kemur heim þannig að ég gæti alveg trúað því að það teygðist nokkuð á samverunni. Þá verða aldraðar mæður okkur hjóna í mat hjá okkur,“ segir Logi. „Ég er ekkert sérlega vanafastur maður og fyrir utan þessa hefðbundnu dagskrá sem ég nefndi að ofan þá finnst mér jólin ganga í garð að morgni aðfangadags. Þá fara konan og börnin tvö gjarnan í heimsókn í kirkjugarðinn en ég dunda mér í eldhúsinu við að hamfletta rjúpurnar, hlusta á jólaplötu Bobs Dylan og skelli þá helst í mig einum ísköldum ákavítissnaps.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ætlar að vera í Þýskalandi um jólin með allri fjölskyldunni.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ætlar að vera í Þýskalandi um jólin með allri fjölskyldunni, þar sem sonur hennar býr og spilar handbolta. „Hér er aðeins brugðið út af vananum. Við höfum oftast eytt jólunum hér heima.“ Jólahefðir á heimili Þorgerðar eru hafðar í miklum heiðri. „Upp úr klukkan sex er jólaguðspjallið lesið og Jesúbarnið lagt í jötu. Svo eru alltaf rjúpur!“ segir Þorgerður. „Mamma og systir mín fara beint í sósupottinn þegar þær koma og taka sér mjög langan tíma í smökkun. Desertskeiðar eru síðan leyfðar til að hreinsa sósu af matardiskum.“Guðmundur Ingi borðar skötu og kalkúnVísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins heldur jólin heima í Hafnarfirði. „Við verðum saman, fjölskyldan. Við erum tíu eða tólf.“ Jólahefðir á heimili Guðmundar eru kalkúnn á aðfangadag og skata á Þorláksmessu.Kolbeinn Óttarsson ProppéFréttablaðið/Anton BrinkKolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna er mikill hangikjötsmaður. „Ég borða með móður, bróður og mágkonu á aðfangadag og fer í hangikjötsboð á jóladag. Tvö önnur jólaboð eru á dagskrá og svo ætla ég að reyna að fara í sumarbústaðinn,“ segir Kolbeinn. Þingmanninum finnst bækur ómissandi hluti af jólunum. „Annars er ég ekki mikill hefðamaður og borða aldrei það sama frá jólum til jóla. Ég þarf þó að fá búðing barnæsku minnar á aðfangadag og engin jól eru án sinneps með hangikjötinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Jólasnjór Jól Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið Jólin Þýskar kanilstjörnur Jól Rjúkandi heitt í bolla á aðventunni Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Hollt og gott sætmeti - Hráfæðiskökur Siggu Eyrúnar Jólin Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Ekta gamaldags jól Jólin Magga litla og jólin hennar Jól
Eftir viðburðaríkar vikur í pólitíkinni hefur þingi verið frestað og þingmenn komnir í jólafrí, heilum níu dögum fyrir jól. Þeir eru farnir að huga að jólamatnum og bókalestri. Aðrir hafa beinlínis einsett sér að klára jólagjafainnkaup á síðustu stundu. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Framsóknarmaður segir jólin besta tíma ársins.Lilja Alfreðsdóttir og Sigríður AndersenVísir/Vilhelm„Ég verð heima. Þetta er alveg yndislegur tími. Jólin ganga út á börnin og því er mikil spenna á heimilinu fyrir öllu sem tengist jólahaldi. Þetta er einfaldlega besti tími ársins!“ Mikil hefð sé fyrir því á heimilinu að lesa yfir hátíðarnar. „Jólahefð fjölskyldunnar eru bækur og lestur. Það er mikið lagt upp úr því að allir fái bækur sem miðar að því að allir njóti. Svo er góður matur og falleg tónlist lykilatriði!“ „Ég er vanalega frekar rugluð á því og fæ mér rjúpu þó svo ég sé vegan. Á jólunum þá leyfi ég mér.“ Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra og Sjálfstæðismaður verður heima um jólin með fjölskyldunni. „Mér finnst jólin mjög hátíðlegur fjölskyldutími og finnst gaman að halda í hefðirnar eins og að koma upp jólaskrauti fyrsta í aðventu og að halda almennt frið og ró yfir helstu hátíðardagana,“ segir Sigríður. Aðrar hefðir séu ekki miklar hjá fjölskyldunni. „Við erum nokkuð víðsýn þegar kemur að jólamatnum þótt oft sé á borðum það sem mér þykir best, rjúpur matreiddar á einfaldan máta. Jú, ein er hefðin í matarmálum og það er forrétturinn á aðfangadag, heitur rjómalagaður grjónagrautur, framreiddur með kanil, rúsínum og smjörklípu fyrir þá sem það vilja. Maðurinn minn fúlsar við þessu en fyrirgerir þar með möguleika sínum á möndlugjöfinni.“Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata er í miðjum flutningum.Vísir/VilhelmBjörn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata er í miðjum flutningum og vonast til þess að geta haldið jól á nýja heimilinu. „Við vorum að flytja og það er enn verið að standsetja allt saman. Ég vona bara að eldhúsið verði tilbúið því mér finnst best að vera þar um jólin,“ segir Björn Leví, sem segir jólahefðina á hans heimili felast í því að „reyna að sleppa við jólastressið“. Eftir viðburðaríkar vikur í pólitíkinni hefur þingi verið frestað og þingmenn komnir í jólafrí, heilum níu dögum fyrir jól. Þeir eru farnir að huga að jólamatnum og bókalestri. Aðrir hafa beinlínis einsett sér að klára jólagjafainnkaup á síðustu stundu. Sigmundur Davíð GunnlaugssonVísir/VilhelmSigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill helst vera heima á jólunum. „Ég verð heima að vanda. Mér finnst íslenskt jólahald mjög skemmtilegt og vil því helst vera heima.“ Hann segist mikið fyrir jólahefðir. „Ég er mikið fyrir hefðir og það á ekki hvað síst við á jólum. Það eru í raun hefðir fyrir flestu sem ég geri á aðfangadag, meðal annars því að kaupa síðustu gjafirnar. Tíminn á síðustu gjöfinni færðist reyndar alltaf fram eftir degi og enn meira eftir að sumar búðir fóru að hafa opið lengur. Ég held að metið sé núna 15.59.“Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Vísir/VilhelmLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar dundar sér við að hamfletta rjúpur við ljúfa tóna Bobs Dylan, á aðfangadag og finnst það skemmtilegt. „Jólin í ár verða með ósköp hefðbundnum, íslenskum hætti. Við borðum rjúpur klukkan sex, tökum upp pakkana og spjöllum saman fram eftir nóttu. Eldri sonur okkar býr í Þýskalandi og kemur heim þannig að ég gæti alveg trúað því að það teygðist nokkuð á samverunni. Þá verða aldraðar mæður okkur hjóna í mat hjá okkur,“ segir Logi. „Ég er ekkert sérlega vanafastur maður og fyrir utan þessa hefðbundnu dagskrá sem ég nefndi að ofan þá finnst mér jólin ganga í garð að morgni aðfangadags. Þá fara konan og börnin tvö gjarnan í heimsókn í kirkjugarðinn en ég dunda mér í eldhúsinu við að hamfletta rjúpurnar, hlusta á jólaplötu Bobs Dylan og skelli þá helst í mig einum ísköldum ákavítissnaps.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ætlar að vera í Þýskalandi um jólin með allri fjölskyldunni.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ætlar að vera í Þýskalandi um jólin með allri fjölskyldunni, þar sem sonur hennar býr og spilar handbolta. „Hér er aðeins brugðið út af vananum. Við höfum oftast eytt jólunum hér heima.“ Jólahefðir á heimili Þorgerðar eru hafðar í miklum heiðri. „Upp úr klukkan sex er jólaguðspjallið lesið og Jesúbarnið lagt í jötu. Svo eru alltaf rjúpur!“ segir Þorgerður. „Mamma og systir mín fara beint í sósupottinn þegar þær koma og taka sér mjög langan tíma í smökkun. Desertskeiðar eru síðan leyfðar til að hreinsa sósu af matardiskum.“Guðmundur Ingi borðar skötu og kalkúnVísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins heldur jólin heima í Hafnarfirði. „Við verðum saman, fjölskyldan. Við erum tíu eða tólf.“ Jólahefðir á heimili Guðmundar eru kalkúnn á aðfangadag og skata á Þorláksmessu.Kolbeinn Óttarsson ProppéFréttablaðið/Anton BrinkKolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna er mikill hangikjötsmaður. „Ég borða með móður, bróður og mágkonu á aðfangadag og fer í hangikjötsboð á jóladag. Tvö önnur jólaboð eru á dagskrá og svo ætla ég að reyna að fara í sumarbústaðinn,“ segir Kolbeinn. Þingmanninum finnst bækur ómissandi hluti af jólunum. „Annars er ég ekki mikill hefðamaður og borða aldrei það sama frá jólum til jóla. Ég þarf þó að fá búðing barnæsku minnar á aðfangadag og engin jól eru án sinneps með hangikjötinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Jólasnjór Jól Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið Jólin Þýskar kanilstjörnur Jól Rjúkandi heitt í bolla á aðventunni Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Hollt og gott sætmeti - Hráfæðiskökur Siggu Eyrúnar Jólin Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Ekta gamaldags jól Jólin Magga litla og jólin hennar Jól