Veifa „miðfingrinum“ framan í snjómokstursmenn og ljúga til um fötluð börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:48 Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Snjómokstursmaður á Akureyri segir moksturinn „vanþakklátasta starf“ sem hann hefur unnið. Hann lýsir erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar, og köldu viðmóti þeirra sem nýta sér þjónustuna, í pistli sem vakið hefur mikla athygli á Facebook.Mokað vitlaust eða ekki nógu vel Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. Þessi vetur hafi verið sérstaklega slæmur en snjónum hefur kyngt niður á Akureyri síðan í nóvember og var snjódýptarmet til að mynda slegið fyrir þann mánuð í ár.Sjá einnig: Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Rúnar segir „allt í hers höndum“ þegar um svo mikið fannfergi sé að ræða, tíminn sé alltaf á þrotum og fólk sýni mokstursmönnum ekki þolinmæði. „Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis.“ Átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn Þá tekur Rúnar dæmi um vanþakklátt viðmót bæjarbúa í garð þeirra sem moka snjóinn. Hann segir fólk til að mynda aka götur sem enn er verið að moka og þá séu dæmi um að fólk ljúgi til að fá þjónustu. „Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ skrifar Rúnar. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn.“ Liggur ekki alltaf lífið á Rúnar áréttar að lokum að snjómokstursmenn séu þreyttir, mannlegir og geri mistök. Hann tekur þó fram að margir sýni því skilning og hlýju, og beinir því til fólks að fleiri tileinki sér það viðhorf. „Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ skrifar Rúnar. „Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“Pistil Rúnars má lesa í heild hér að neðan. Veður Tengdar fréttir Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00 Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04 Snjódýptarmetið slegið á Akureyri Gamla metið er frá árinu 1965. 3. desember 2018 14:47 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Snjómokstursmaður á Akureyri segir moksturinn „vanþakklátasta starf“ sem hann hefur unnið. Hann lýsir erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar, og köldu viðmóti þeirra sem nýta sér þjónustuna, í pistli sem vakið hefur mikla athygli á Facebook.Mokað vitlaust eða ekki nógu vel Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. Þessi vetur hafi verið sérstaklega slæmur en snjónum hefur kyngt niður á Akureyri síðan í nóvember og var snjódýptarmet til að mynda slegið fyrir þann mánuð í ár.Sjá einnig: Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Rúnar segir „allt í hers höndum“ þegar um svo mikið fannfergi sé að ræða, tíminn sé alltaf á þrotum og fólk sýni mokstursmönnum ekki þolinmæði. „Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis.“ Átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn Þá tekur Rúnar dæmi um vanþakklátt viðmót bæjarbúa í garð þeirra sem moka snjóinn. Hann segir fólk til að mynda aka götur sem enn er verið að moka og þá séu dæmi um að fólk ljúgi til að fá þjónustu. „Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ skrifar Rúnar. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn.“ Liggur ekki alltaf lífið á Rúnar áréttar að lokum að snjómokstursmenn séu þreyttir, mannlegir og geri mistök. Hann tekur þó fram að margir sýni því skilning og hlýju, og beinir því til fólks að fleiri tileinki sér það viðhorf. „Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ skrifar Rúnar. „Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“Pistil Rúnars má lesa í heild hér að neðan.
Veður Tengdar fréttir Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00 Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04 Snjódýptarmetið slegið á Akureyri Gamla metið er frá árinu 1965. 3. desember 2018 14:47 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00
Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04