Á grænni grein Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar