„Vantar fleiri skemmtibækur svo ungmenni landsins nenni að lesa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 11:30 Steindi ætlar sér að skrifa skáldsögu einn daginn. vísir/stefán Leikarinn og grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er orðinn rithöfundur en hann gaf út bókina Steindi í Orlofi fyrir jólabókaflóðið. Bókin er hans eigin leiðarvísir um heiminn sem fer með lesendur á skemmtilegar og skrýtnar slóðir. Steindi situr á toppi fræðibókalista ungmenna með bókina og hefur salan farið vel af stað. Steinþór hefur einnig tryggt sér sæti á lista yfir mest seldu bækur landsins í öllum flokkum. Steindi segist vera þakklátur fyrir móttökurnar en það hafi komið honum á óvart hversu lítið af bókum séu í boði fyrir unglinga hér á landi. „Það kom mér á óvart þegar ég var að gefa út mína bók hvað væri mikil vöntun á skemmtibókum fyrir þennan markhóp,“ segir Steinþór. „Mér persónulega finnst mjög gott efni koma út fyrir yngstu krakkana í barnabókum og höfundar eins og Ævar, Gunni Helga, Birgitta og Villi svo fáeinir séu nefndir eru að gera flotta hluti. Svo er rosalega stór og mikill markhópur fyrir eldra fólkið og þar koma út sakamálasögur, ævisögur og skáldsögur. Mín upplifun er að það vantar miklu meira fyrir unglinga og það er helvíti lítið í boði fyrir þau, þá aðalega skemmtibækur. Það vantar fleiri skemmtibækur svo ungmenni landsins nenni að lesa.“Unglingarnir útundan Steindi segir að kannanir sýna að unglingar séu að lesa mun minna í dag og að of stór hluti af ungu fólki og þá sérstaklega strákar geti ekki lesið sér til gagns. Því þurfa að breyta. „Það vantar bara skemmtilegar en á sama tíma einfaldar bækur. Það er svo rosalega stór hópur sem miklar fyrir sér að setjast niður og lesa heila bók í beit og ég skil það vel, enda er það ekkert bara unga fólkið heldur finnst mér það t.d. oft erfitt sjálfum. Svo við erum mörg sek saman. Það er aðgengilegra að henda sér í sófann og taka hálfan þátt á Netflix eða horfa á story hjá ókunnugu fólki á Instagram, ekki misskilja mig það er allt gott og blessað í hófi en það er mikilvægt reyna lesa bækur inn á milli. Beisiklí fyrir heilann, gefa honum örlitla áskorun. Þetta er svona bók sem er fyrir kynslóð sem les ekki bækur, það er ástæðan fyrir því að ég ákvað ég að gefa út svona gluggabók og þú getur bara opnað bókina hvar sem er og lesið hana í tvær mínútur eða hálftíma. Vonandi á hún svo eftir að hvetja ungmenni til að lesa meira. Reyndar er tengdó 59 ára og las hana á einu kvöldi, svo ætli bókin henti ekki öllum.“Svona lítur kápan út.Steindi segir að það sé mikið frelsi að skrifa bók. „Ég hef skrifað tugi sjónvarpsþátta í gegnum tíðina og þegar maður skrifar fyrir sjónvarp þarf alltaf að hafa framleiðslukostnað í huga og það útilokar oft margt. T.d. sena sem á að gerast í flugvél þarf kannski að færa í strætó, því aurinn er að klárast. En þegar maður skrifar bók þarf ekkert að fara neinn milliveg, það er nýtt fyrir mér. Svo er frábær reynsla að fá að kynnast hvernig þetta allt saman virkar, prentun, pappír, umbrot, maður tók þátt í öllu ferlinu með frábæru fólki.“ Hann vill reyna hressa aðeins þjóðina við með gluggabókinni. „Við erum að díla við eilíft myrkur og það er nánast dimmt allan sólahringinn núna. Það vantar meira efni til að hressa mannskapinn við. Varðandi mína bók, þá verður þú svona 4% prósent gáfaðri á því að lesa hana, ekkert mikið meira en það. En hún hressir þig við“. Steindi lét prenta út 5500 eintök af bókinni sinni Steindi í Orlofi en lagerinn er að tæmast og eru nánast allar bækurnar komnar út í verslanir. Bókmenntir Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er orðinn rithöfundur en hann gaf út bókina Steindi í Orlofi fyrir jólabókaflóðið. Bókin er hans eigin leiðarvísir um heiminn sem fer með lesendur á skemmtilegar og skrýtnar slóðir. Steindi situr á toppi fræðibókalista ungmenna með bókina og hefur salan farið vel af stað. Steinþór hefur einnig tryggt sér sæti á lista yfir mest seldu bækur landsins í öllum flokkum. Steindi segist vera þakklátur fyrir móttökurnar en það hafi komið honum á óvart hversu lítið af bókum séu í boði fyrir unglinga hér á landi. „Það kom mér á óvart þegar ég var að gefa út mína bók hvað væri mikil vöntun á skemmtibókum fyrir þennan markhóp,“ segir Steinþór. „Mér persónulega finnst mjög gott efni koma út fyrir yngstu krakkana í barnabókum og höfundar eins og Ævar, Gunni Helga, Birgitta og Villi svo fáeinir séu nefndir eru að gera flotta hluti. Svo er rosalega stór og mikill markhópur fyrir eldra fólkið og þar koma út sakamálasögur, ævisögur og skáldsögur. Mín upplifun er að það vantar miklu meira fyrir unglinga og það er helvíti lítið í boði fyrir þau, þá aðalega skemmtibækur. Það vantar fleiri skemmtibækur svo ungmenni landsins nenni að lesa.“Unglingarnir útundan Steindi segir að kannanir sýna að unglingar séu að lesa mun minna í dag og að of stór hluti af ungu fólki og þá sérstaklega strákar geti ekki lesið sér til gagns. Því þurfa að breyta. „Það vantar bara skemmtilegar en á sama tíma einfaldar bækur. Það er svo rosalega stór hópur sem miklar fyrir sér að setjast niður og lesa heila bók í beit og ég skil það vel, enda er það ekkert bara unga fólkið heldur finnst mér það t.d. oft erfitt sjálfum. Svo við erum mörg sek saman. Það er aðgengilegra að henda sér í sófann og taka hálfan þátt á Netflix eða horfa á story hjá ókunnugu fólki á Instagram, ekki misskilja mig það er allt gott og blessað í hófi en það er mikilvægt reyna lesa bækur inn á milli. Beisiklí fyrir heilann, gefa honum örlitla áskorun. Þetta er svona bók sem er fyrir kynslóð sem les ekki bækur, það er ástæðan fyrir því að ég ákvað ég að gefa út svona gluggabók og þú getur bara opnað bókina hvar sem er og lesið hana í tvær mínútur eða hálftíma. Vonandi á hún svo eftir að hvetja ungmenni til að lesa meira. Reyndar er tengdó 59 ára og las hana á einu kvöldi, svo ætli bókin henti ekki öllum.“Svona lítur kápan út.Steindi segir að það sé mikið frelsi að skrifa bók. „Ég hef skrifað tugi sjónvarpsþátta í gegnum tíðina og þegar maður skrifar fyrir sjónvarp þarf alltaf að hafa framleiðslukostnað í huga og það útilokar oft margt. T.d. sena sem á að gerast í flugvél þarf kannski að færa í strætó, því aurinn er að klárast. En þegar maður skrifar bók þarf ekkert að fara neinn milliveg, það er nýtt fyrir mér. Svo er frábær reynsla að fá að kynnast hvernig þetta allt saman virkar, prentun, pappír, umbrot, maður tók þátt í öllu ferlinu með frábæru fólki.“ Hann vill reyna hressa aðeins þjóðina við með gluggabókinni. „Við erum að díla við eilíft myrkur og það er nánast dimmt allan sólahringinn núna. Það vantar meira efni til að hressa mannskapinn við. Varðandi mína bók, þá verður þú svona 4% prósent gáfaðri á því að lesa hana, ekkert mikið meira en það. En hún hressir þig við“. Steindi lét prenta út 5500 eintök af bókinni sinni Steindi í Orlofi en lagerinn er að tæmast og eru nánast allar bækurnar komnar út í verslanir.
Bókmenntir Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira