Slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:43 Í fjármálastöðugleikaráði sitja fjármála- og efnahagsráðherra, sem er formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Vísir/Vilhelm Að mati fjármálastöðugleikaráðs er áhætta í fjármálakerfinu enn tiltölulega hófleg og hefur hún lítið breyst frá síðasta fundi ráðsins, en ráðið fundaði í dag í fimmta sinn á þessu ári. „Áfram slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum. Nú ríkir nokkur óvissa um framvinduna í ferðaþjónustu og áhrif kjarasamninga á efnahagslífið. Áfram er upptaktur í fjármálasveiflunni og skuldir vaxa nú hraðar en landsframleiðsla. Fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka þótt dregið hafi nokkuð úr hækkun verðs á íbúðarhúsnæði. Innlendir flugrekendur hafa verið í mótvindi, en bein áhrif af mögulegu áfalli á fjármálakerfið eru talin takmörkuð,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að viðnámsþróttur viðskiptabankanna sé talsverður. „Eiginfjárhlutföll þeirra eru nokkuð yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og lausafjárstaða þeirra er vel yfir lágmarki samkvæmt reglum Seðlabankans. Þá er geta þjóðarbúsins til að takast á við áföll góð, m.a. vegna góðrar ytri stöðu, stórs gjaldeyrisforða og lágrar skuldastöðu hins opinbera og einkageirans. Svigrúm hagstjórnar til að mæta áföllum er einnig talsvert þar sem afgangur er á ríkissjóði, skuldir hins opinbera eru lágar í sögulegu samhengi og nafnvextir Seðlabankans töluvert frá núlli.“ Á fundinum var fjallað um hraða þróun fjártækni sem kallar á aukinn viðbúnað varðandi net- og upplýsingaöryggi. Einnig var rætt hvernig treysta megi sem best innlenda greiðslumiðlun í ljósi þeirrar þróunar sem væntanleg er. Samþykkt var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að hækka sveiflujöfnunarauka um 0,25 prósentur, úr 1,75% í 2%. Hækkunin tekur gildi 12 mánuðum eftir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, fylgi stofnunin tilmælunum. Á næsta ári mun fjármálastöðugleikaráð funda 1. apríl, 21. júní, 24. september og 17. desember. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Að mati fjármálastöðugleikaráðs er áhætta í fjármálakerfinu enn tiltölulega hófleg og hefur hún lítið breyst frá síðasta fundi ráðsins, en ráðið fundaði í dag í fimmta sinn á þessu ári. „Áfram slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum. Nú ríkir nokkur óvissa um framvinduna í ferðaþjónustu og áhrif kjarasamninga á efnahagslífið. Áfram er upptaktur í fjármálasveiflunni og skuldir vaxa nú hraðar en landsframleiðsla. Fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka þótt dregið hafi nokkuð úr hækkun verðs á íbúðarhúsnæði. Innlendir flugrekendur hafa verið í mótvindi, en bein áhrif af mögulegu áfalli á fjármálakerfið eru talin takmörkuð,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að viðnámsþróttur viðskiptabankanna sé talsverður. „Eiginfjárhlutföll þeirra eru nokkuð yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og lausafjárstaða þeirra er vel yfir lágmarki samkvæmt reglum Seðlabankans. Þá er geta þjóðarbúsins til að takast á við áföll góð, m.a. vegna góðrar ytri stöðu, stórs gjaldeyrisforða og lágrar skuldastöðu hins opinbera og einkageirans. Svigrúm hagstjórnar til að mæta áföllum er einnig talsvert þar sem afgangur er á ríkissjóði, skuldir hins opinbera eru lágar í sögulegu samhengi og nafnvextir Seðlabankans töluvert frá núlli.“ Á fundinum var fjallað um hraða þróun fjártækni sem kallar á aukinn viðbúnað varðandi net- og upplýsingaöryggi. Einnig var rætt hvernig treysta megi sem best innlenda greiðslumiðlun í ljósi þeirrar þróunar sem væntanleg er. Samþykkt var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að hækka sveiflujöfnunarauka um 0,25 prósentur, úr 1,75% í 2%. Hækkunin tekur gildi 12 mánuðum eftir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, fylgi stofnunin tilmælunum. Á næsta ári mun fjármálastöðugleikaráð funda 1. apríl, 21. júní, 24. september og 17. desember.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira