Saga til næsta bæjar: Fáninn og frelsið Stefán Pálsson skrifar 1. desember 2018 07:30 Íslenski fáninn Árið 2004 var haldið upp á hundrað ára heimastjórnarafmæli á Íslandi. Af því tilefni voru settar upp sýningar, prentaðir bæklingar og útbúnar vefsíður um sögu tímamótanna. Þar var allt morandi í vísunum í tæknilegar og efnahagslegar framfarir sem féllu nokkurn veginn saman við pólitísku umskiptin: upphaf vélbátaútgerðar, stofnun Íslandsbanka, ritsímatengingu Íslands við Evrópu og svo mætti lengi telja. Nú um stundir, þegar efnishyggjan er svo ríkjandi og fátt þykir nokkurs vert ef það leiðir ekki til gróða og hagvaxtar, finnst okkur sjálfgefið að kröfur um pólitískt sjálfstæði tengist hugmyndum um tæknilegar og efnahagslegar framfarir. Sú hefur þó ekki alltaf verið raunin. Ef umræður um sjálfstæðismál Íslendinga í byrjun tuttugustu aldar eru kannaðar, kemur í ljós að efnahagslegu rökin voru þar alls ekki í fyrirrúmi. Krafan um aukið pólitískt sjálfstæði Íslands var ekki rökstudd nema að takmörkuðu leyti með rökunum um verulegar efnahagslegar umbætur. Raunar voru það frekar hinir, er vildu fara hægar í sjálfstæðismálunum en leggja meiri áherslu á tæknivæðingu landsins, sem gripu til efnahagsrakanna. Hinir áköfustu í hópi sjálfstæðissinna virtust ekki fyllilega sannfærðir um að frelsinu fylgdi peningalegur ávinningur, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Sjálfstæðishugmyndin snerist fremur um stolt og þjóðarmetnað. Í huga stjórnmálastéttarinnar á Alþingi og ritstjóra þjóðmálablaðanna hverfðist sjálfstæðismálið um afar tæknileg stjórnskipunarleg atriði á borð við það hvort danski kóngurinn skyldi sitja á fundi með dönsku ríkisstjórninni eða ekki, rétt á meðan hann kvittaði undir íslensk lög. En þótt þingmenn gætu talað sig hása um slík formsatriði, megnuðu þau lítt að kveikja áhuga alls almennings. Öðru máli gegndi um fánamálið, sem var einfaldara, skýrara og virtist snúast um grundvallaratriði en ekki lagakróka. Enginn skyldi vanmeta hversu miðlæg spurningin um fullgildan íslenskan þjóðfána var í sjálfstæðisbaráttunni allri. Merki eða flagg? Lögin um íslenska fánann voru staðfest með konungsúrskurði þann 19. júní árið 1915, við sama tækifæri og lög um kosningarétt voru rýmkuð á þann hátt að þau næðu einnig til kvenna. Af samtímaheimildum má ráða að landsmenn litu á þessa niðurstöðu sem stórsigur – jafnvel síst veigaminni en áfanga á borð við tilkomu heimastjórnarinnar og síðar fullveldið – þótt slíkur samanburður þyki í dag skringilegur og jafnvel fráleitur. Sigurinn var þó örlítið súrsætur, af ástæðum sem síðar verða raktar. Sú áhersla sem Íslendingar á öðrum áratug tuttugustu aldar lögðu á þjóðfánann, er áhugaverð í ljósi þess að fáeinum árum fyrr máttu landsmenn heita næsta fáfróðir um fánamál. Í umræðum um þjóðartákn var hugtökunum fána og merki eða skjaldarmerki einatt ruglað saman. Þjóðhollir menn létu hið gamla einkennistákn Íslands, flatta þorskinn, fara í taugarnar á sér og börðust fyrir að því yrði skipt út fyrir fálkamynd Sigurðar Guðmundssonar málara. Í þeirri baráttu var lítill greinarmunur gerður á fána og merki, eins og sjá má af fyrsta lagafrumvarpinu um fána Íslands frá árinu 1885. Gerði hún það ráð fyrir fjórum jafnstórum flötum með hvítum krossi í miðjunni. Skyldi danski fáninn vera í efra hægra horninu, en hinir þrír fletirnir bláir með fálkamynd Sigurðar. Þegar skáldið Einar Benediktsson kynnti í blaðagrein árið 1897 tillögu sína að tvílitum þjóðfána í anda danska og sænska fánans, með hvítan kross á bláum feldi, varði hann minnstu púðri í að útskýra litavalið og hönnunina, en þeim mun meira í að útskýra fyrir lesendum sínum þau ólíku lögmál sem giltu um merki og fána. Merki, útskýrði skáldið, gætu falið í sér flókið myndmál með skírskotunum til sögu og menningar landanna sem þeim væri ætlað að tákna. Um fána gilti öðru máli. Þeir yrðu að vera einfaldir og auðþekkjanlegir, einkum úr fjarlægð enda hlutverk þeirra ekki hvað síst að auðkenna skip einstakra ríkja. Það var ekki endilega til marks um sérstaka útnesjamennsku Íslendinga að átta sig ekki fyllilega á þessum fánafræðum öllum. Til ársins 1848 höfðu lög um danska fánann einkum gengið út á að banna öðrum en til þess bærum yfirvöldum að flagga. Þjóðfáninn hafði alfarið verið tákn ríkisvaldsins, en með tímanum öðlaðist hann nýtt hlutverk sem leið almennra borgara til að tjá ættjarðarást sína. Íslendingar sem búið höfðu í Danmörku hlutu að veita þessari notkun fánans eftirtekt og eftir því sem myndanotkun í dagblöðum og tímaritum varð algengari um og eftir aldamótin 1900 varð hugmyndin um fána sem þjóðernistákn rökréttari í hugum fólks. Gríska flækjan Undirtektir við hugmynd Einars voru litlar í fyrstu, en fræjunum var þó sáð. Tæpum áratug síðar gaus fánamálið upp af nýjum krafti þegar Stúdentafélagið skoraði á landsmenn að taka upp hvítbláin. Ári síðar var Ungmennafélagshreyfingin sett á laggirnar og gerði fánann þegar að einkennistákni sínu. Á undraskömmum tíma tóku Íslendingar ástfóstri við fánann og töldu það forgangsmál að hann öðlaðist formlega viðurkenningu. Næstu árin var hvítbláni æ oftar hampað, ekki hvað síst af þeim hópum og hreyfingum sem hvað harðast vildu ganga fram í að slíta sambandinu við Dani. Velta má því fyrir sér hvort þessi skýra pólitíska tenging hafi að lokum orðið bláa og hvíta krossfánanum að falli? Fáninn var óspart notaður til að ögra dönskum stjórnvöldum, sem kann að hafa átt sinn þátt í að danska konungsvaldið endaði á að synja honum óbreyttum, þegar Íslendingar fengu loks sinn eigin fána. Opinbera skýringin á því að hvítbláinn hlaut ekki blessun konungs hafði þó ekkert með ögranir sjálfstæðissinna að gera. Viðkvæðið í Kaupmannahöfn var einfaldlega að fáninn væri of líkur flaggi því sem Grikkir notuðu á kaupskip sín. Sá fáni var vissulega blár og hvítur með krossi, en krossinn hjá Grikkjum var fyrir fánanum miðjum og bar þar að auki kórónu gríska konungsins. Undir eðlilegum kringumstæðum hefðu líkindi með grískum siglingafána og íslenskum þjóðfána ekki talist stórvandamál, en náin tengsl dönsku og grísku konungsættanna flæktu þó málið talsvert. Danska kónginum var fullkunnugt um hvernig grískir fánar litu út. Raunar höfðu áhyggjur af þessu áður látið á sér kræla meðal Íslendinga og á fundi Stúdentafélagsins, þar sem hvatt var til að hvítbláinn yrði gerður að þjóðfána hafði Matthías Þórðarson þjóðminjavörður mælt fyrir annarri útgáfu sem ekki yrði ruglað saman við önnur flögg. Matthías lagði til að rauðum krossi yrði skeytt inn í þann hvíta. Tillagan var kolfelld og sem fyrr sagði fangaði fáni Einars Benediktssonar hugi og hjörtu Íslendinga, þannig að útilokað varð að stinga upp á öðrum útfærslum. Árið 1913 skipaði Alþingi sérstaka nefnd til að fjalla um fánamálið. Markmið hennar var að freista þess að komast að niðurstöðu sem sátt gæti orðið um. Fyrsti kostur var að fullreyna hvort stjórnin í Kaupmannahöfn væri til í að fallast á hvítbláin, en ella að komast að einhverri annarri góðri málamiðlun. Nefndin hafði aldrei minnstu trú á að danska kónginum yrði hnikað og raunar gerði hún sitt til að grafa enn frekar undan hugmyndinni um hvítbláin með því að sýna fram á að hætta væri á ruglingi milli hans og sænska fánans á skipum, einkum í slæmu skyggni. Að þeirri niðurstöðu fenginni sneri nefndin sér að því að ákveða nýjan fána. Í því skyni var efnt til almennrar hugmyndasamkeppni og sendi talsverður fjöldi fólks nefndinni tillögur sínar, auk þess sem allmargir aðilar nýttu tækifærið til að hvetja nefndina til að hvika hvergi frá kröfunni um hvítbláin. Unnið var úr niðurstöðum samkeppninnar, en við lestur á ítarlegum skýrslum fánanefndarinnar, sem gefnar voru út á árinu 1914, virðist nokkuð augljóst að ákvörðunin hafi legið fyrir frá fyrsta fundi: Matthías Þórðarson var meðal nefndarmanna og tillaga hans frá árinu 1906 var að lokum sú útfærsla sem nefndin mælti með, þótt til málamynda væri boðið upp á tvær tillögur. Hinn ungi en íhaldssami konungur Kristján tíundi átti ekki í nokkrum vandræðum með að fallast á fánatillöguna með rauða krossinum og sumarið 1915 gátu landsmenn flaggað fullgildum þjóðfána. Þeir voru þó til sem bölvuðu í hljóði yfir að hafa þurft að sætta sig við þessa málamiðlun. Þessi fánapistill var sá 122. í röðinni frá því að sá er hér ritar hóf að skrifa fyrir helgarblað Fréttablaðsins. Þetta hefur verið skemmtileg vegferð og vonandi fróðleg fyrir einhverja, en nú er hún á enda. Takk fyrir mig. Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Árið 2004 var haldið upp á hundrað ára heimastjórnarafmæli á Íslandi. Af því tilefni voru settar upp sýningar, prentaðir bæklingar og útbúnar vefsíður um sögu tímamótanna. Þar var allt morandi í vísunum í tæknilegar og efnahagslegar framfarir sem féllu nokkurn veginn saman við pólitísku umskiptin: upphaf vélbátaútgerðar, stofnun Íslandsbanka, ritsímatengingu Íslands við Evrópu og svo mætti lengi telja. Nú um stundir, þegar efnishyggjan er svo ríkjandi og fátt þykir nokkurs vert ef það leiðir ekki til gróða og hagvaxtar, finnst okkur sjálfgefið að kröfur um pólitískt sjálfstæði tengist hugmyndum um tæknilegar og efnahagslegar framfarir. Sú hefur þó ekki alltaf verið raunin. Ef umræður um sjálfstæðismál Íslendinga í byrjun tuttugustu aldar eru kannaðar, kemur í ljós að efnahagslegu rökin voru þar alls ekki í fyrirrúmi. Krafan um aukið pólitískt sjálfstæði Íslands var ekki rökstudd nema að takmörkuðu leyti með rökunum um verulegar efnahagslegar umbætur. Raunar voru það frekar hinir, er vildu fara hægar í sjálfstæðismálunum en leggja meiri áherslu á tæknivæðingu landsins, sem gripu til efnahagsrakanna. Hinir áköfustu í hópi sjálfstæðissinna virtust ekki fyllilega sannfærðir um að frelsinu fylgdi peningalegur ávinningur, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Sjálfstæðishugmyndin snerist fremur um stolt og þjóðarmetnað. Í huga stjórnmálastéttarinnar á Alþingi og ritstjóra þjóðmálablaðanna hverfðist sjálfstæðismálið um afar tæknileg stjórnskipunarleg atriði á borð við það hvort danski kóngurinn skyldi sitja á fundi með dönsku ríkisstjórninni eða ekki, rétt á meðan hann kvittaði undir íslensk lög. En þótt þingmenn gætu talað sig hása um slík formsatriði, megnuðu þau lítt að kveikja áhuga alls almennings. Öðru máli gegndi um fánamálið, sem var einfaldara, skýrara og virtist snúast um grundvallaratriði en ekki lagakróka. Enginn skyldi vanmeta hversu miðlæg spurningin um fullgildan íslenskan þjóðfána var í sjálfstæðisbaráttunni allri. Merki eða flagg? Lögin um íslenska fánann voru staðfest með konungsúrskurði þann 19. júní árið 1915, við sama tækifæri og lög um kosningarétt voru rýmkuð á þann hátt að þau næðu einnig til kvenna. Af samtímaheimildum má ráða að landsmenn litu á þessa niðurstöðu sem stórsigur – jafnvel síst veigaminni en áfanga á borð við tilkomu heimastjórnarinnar og síðar fullveldið – þótt slíkur samanburður þyki í dag skringilegur og jafnvel fráleitur. Sigurinn var þó örlítið súrsætur, af ástæðum sem síðar verða raktar. Sú áhersla sem Íslendingar á öðrum áratug tuttugustu aldar lögðu á þjóðfánann, er áhugaverð í ljósi þess að fáeinum árum fyrr máttu landsmenn heita næsta fáfróðir um fánamál. Í umræðum um þjóðartákn var hugtökunum fána og merki eða skjaldarmerki einatt ruglað saman. Þjóðhollir menn létu hið gamla einkennistákn Íslands, flatta þorskinn, fara í taugarnar á sér og börðust fyrir að því yrði skipt út fyrir fálkamynd Sigurðar Guðmundssonar málara. Í þeirri baráttu var lítill greinarmunur gerður á fána og merki, eins og sjá má af fyrsta lagafrumvarpinu um fána Íslands frá árinu 1885. Gerði hún það ráð fyrir fjórum jafnstórum flötum með hvítum krossi í miðjunni. Skyldi danski fáninn vera í efra hægra horninu, en hinir þrír fletirnir bláir með fálkamynd Sigurðar. Þegar skáldið Einar Benediktsson kynnti í blaðagrein árið 1897 tillögu sína að tvílitum þjóðfána í anda danska og sænska fánans, með hvítan kross á bláum feldi, varði hann minnstu púðri í að útskýra litavalið og hönnunina, en þeim mun meira í að útskýra fyrir lesendum sínum þau ólíku lögmál sem giltu um merki og fána. Merki, útskýrði skáldið, gætu falið í sér flókið myndmál með skírskotunum til sögu og menningar landanna sem þeim væri ætlað að tákna. Um fána gilti öðru máli. Þeir yrðu að vera einfaldir og auðþekkjanlegir, einkum úr fjarlægð enda hlutverk þeirra ekki hvað síst að auðkenna skip einstakra ríkja. Það var ekki endilega til marks um sérstaka útnesjamennsku Íslendinga að átta sig ekki fyllilega á þessum fánafræðum öllum. Til ársins 1848 höfðu lög um danska fánann einkum gengið út á að banna öðrum en til þess bærum yfirvöldum að flagga. Þjóðfáninn hafði alfarið verið tákn ríkisvaldsins, en með tímanum öðlaðist hann nýtt hlutverk sem leið almennra borgara til að tjá ættjarðarást sína. Íslendingar sem búið höfðu í Danmörku hlutu að veita þessari notkun fánans eftirtekt og eftir því sem myndanotkun í dagblöðum og tímaritum varð algengari um og eftir aldamótin 1900 varð hugmyndin um fána sem þjóðernistákn rökréttari í hugum fólks. Gríska flækjan Undirtektir við hugmynd Einars voru litlar í fyrstu, en fræjunum var þó sáð. Tæpum áratug síðar gaus fánamálið upp af nýjum krafti þegar Stúdentafélagið skoraði á landsmenn að taka upp hvítbláin. Ári síðar var Ungmennafélagshreyfingin sett á laggirnar og gerði fánann þegar að einkennistákni sínu. Á undraskömmum tíma tóku Íslendingar ástfóstri við fánann og töldu það forgangsmál að hann öðlaðist formlega viðurkenningu. Næstu árin var hvítbláni æ oftar hampað, ekki hvað síst af þeim hópum og hreyfingum sem hvað harðast vildu ganga fram í að slíta sambandinu við Dani. Velta má því fyrir sér hvort þessi skýra pólitíska tenging hafi að lokum orðið bláa og hvíta krossfánanum að falli? Fáninn var óspart notaður til að ögra dönskum stjórnvöldum, sem kann að hafa átt sinn þátt í að danska konungsvaldið endaði á að synja honum óbreyttum, þegar Íslendingar fengu loks sinn eigin fána. Opinbera skýringin á því að hvítbláinn hlaut ekki blessun konungs hafði þó ekkert með ögranir sjálfstæðissinna að gera. Viðkvæðið í Kaupmannahöfn var einfaldlega að fáninn væri of líkur flaggi því sem Grikkir notuðu á kaupskip sín. Sá fáni var vissulega blár og hvítur með krossi, en krossinn hjá Grikkjum var fyrir fánanum miðjum og bar þar að auki kórónu gríska konungsins. Undir eðlilegum kringumstæðum hefðu líkindi með grískum siglingafána og íslenskum þjóðfána ekki talist stórvandamál, en náin tengsl dönsku og grísku konungsættanna flæktu þó málið talsvert. Danska kónginum var fullkunnugt um hvernig grískir fánar litu út. Raunar höfðu áhyggjur af þessu áður látið á sér kræla meðal Íslendinga og á fundi Stúdentafélagsins, þar sem hvatt var til að hvítbláinn yrði gerður að þjóðfána hafði Matthías Þórðarson þjóðminjavörður mælt fyrir annarri útgáfu sem ekki yrði ruglað saman við önnur flögg. Matthías lagði til að rauðum krossi yrði skeytt inn í þann hvíta. Tillagan var kolfelld og sem fyrr sagði fangaði fáni Einars Benediktssonar hugi og hjörtu Íslendinga, þannig að útilokað varð að stinga upp á öðrum útfærslum. Árið 1913 skipaði Alþingi sérstaka nefnd til að fjalla um fánamálið. Markmið hennar var að freista þess að komast að niðurstöðu sem sátt gæti orðið um. Fyrsti kostur var að fullreyna hvort stjórnin í Kaupmannahöfn væri til í að fallast á hvítbláin, en ella að komast að einhverri annarri góðri málamiðlun. Nefndin hafði aldrei minnstu trú á að danska kónginum yrði hnikað og raunar gerði hún sitt til að grafa enn frekar undan hugmyndinni um hvítbláin með því að sýna fram á að hætta væri á ruglingi milli hans og sænska fánans á skipum, einkum í slæmu skyggni. Að þeirri niðurstöðu fenginni sneri nefndin sér að því að ákveða nýjan fána. Í því skyni var efnt til almennrar hugmyndasamkeppni og sendi talsverður fjöldi fólks nefndinni tillögur sínar, auk þess sem allmargir aðilar nýttu tækifærið til að hvetja nefndina til að hvika hvergi frá kröfunni um hvítbláin. Unnið var úr niðurstöðum samkeppninnar, en við lestur á ítarlegum skýrslum fánanefndarinnar, sem gefnar voru út á árinu 1914, virðist nokkuð augljóst að ákvörðunin hafi legið fyrir frá fyrsta fundi: Matthías Þórðarson var meðal nefndarmanna og tillaga hans frá árinu 1906 var að lokum sú útfærsla sem nefndin mælti með, þótt til málamynda væri boðið upp á tvær tillögur. Hinn ungi en íhaldssami konungur Kristján tíundi átti ekki í nokkrum vandræðum með að fallast á fánatillöguna með rauða krossinum og sumarið 1915 gátu landsmenn flaggað fullgildum þjóðfána. Þeir voru þó til sem bölvuðu í hljóði yfir að hafa þurft að sætta sig við þessa málamiðlun. Þessi fánapistill var sá 122. í röðinni frá því að sá er hér ritar hóf að skrifa fyrir helgarblað Fréttablaðsins. Þetta hefur verið skemmtileg vegferð og vonandi fróðleg fyrir einhverja, en nú er hún á enda. Takk fyrir mig.
Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira