Ekkisens sýnir í Los Angeles 4. desember 2018 06:00 Freyja Eilíf skellti sér í Englaborgina með þremur listakonum sem hafa verið að sýna í Ekkisens. Fréttablaðið/Valli Sýningin Synthetic Shorelines hefur verið í gangi í Los Angeles núna í mánuð en þar sýna íslenskar listakonur í samfloti með fjórum amerískum kollegum sínum. Um er að ræða samstarf á milli gallerísins Ekkisens og listakollektífsins og gallerísins Durden&Ray, sem er í Los Angeles. Þær Katrína Mogensen, Freyja Eilíf Logadóttir, Kristín Morthens og Sara Björg hafa fengið frábæra umfjöllun á meðan á dvölinni stóð og sýningin var valin ein sú áhugaverðasta í opnunarvikunni. „Synthetic Shorelines er samsýning sem er unnin í samstarfi Ekkisens við Durden and Ray, kollektíf listamanna og sýningarstjóra í Los Angeles. Bæði Ekkisens og Durden&Ray voru á listmessu í Svíþjóð þar sem hugmyndir um samstarf kviknuðu. Sýningarstjórn annaðist ég en ég er eigandi Ekkisens og íslenskir sýnendur eru myndlistarmenn sem hafa tekið þátt í sýningum Ekkisens síðastliðin fjögur ár,“ segir Freyja Elíf sem hefur rekið listarýmið Ekkisens í fjögur ár, en það fagnaði afmælinu í október síðastliðnum. „Titil sýningarinnar mætti þýða yfir á íslensku sem gervistrandlínur en í sýningarskrá eru þær útskýrðar sem lifandi landamæri frumefna, áferðar og formgerða sem mætast í nýstárlegum hugmyndum. Á sýningunni erum við að rannsaka strandlínur sálarinnar og sjálfsins á nýmiðlaöld. Báðir hóparnir eru nefnilega frá borgum sem liggja að úthafi.“Listakonurnar í Joshua Tree-þjóðgarðinum.Sýningin hefur vakið jákvæða athygli í Los Angeles og var eins og áður sagði útnefnd sem ein af 10 áhugaverðustu sýningaropnunum borgarinnar vikuna sem hún var opnuð. „Það var rosalega góð mæting á opnunina, í sömu byggingu voru þrjú önnur gallerí með uppákomur sama kvöld. Fólk gat flakkað á milli og það myndaðist mikil stemming í Bendex-byggingunni. Síðan þá hefur sýningin verið ýtarlega rýnd af Genie Davis rithöfundi á vefmiðlinum Riot Material sem lofar hvert verkið af öðru.“ Þrátt fyrir að listafólkið hafi verið með sama þemað í verkum sínum voru verkin að sögn Freyju gífurlega ólík innbyrðis. „Við erum með skemmtilega ólík verk á sýningunni sem tengjast þó hvert öðru gegnum gervistrandlínur. Við innkomu í sýningarrýmið blasir við innsetning Katrínu Mogensen „Potential for life“, innsetning þar sem m.a. er að finna drullupoll frá Los Angeles sem hún reynir að temja og festa í form.Myndir eftir Freyju.Ég sýni tvö verk á sýningunni, annars vegar innsetningu þar sem gestum býðst leidd hugleiðsla og tenging við tölvuanda sem vísar veginn inn í stafrænar víddir og kertavaxmyndir af eiturölvuðum andlitsslettum. Sara Björg sýnir hóp skúlptúra sem gerðir eru úr endurnýttum svampi. Skúlptúrarnir eru fimm, eru dreifðir um rýmið og heita allir „Ionian“ sem vísar í jónískar súlur. Listamaðurinn leikur sér með andstæður í sveigjanleika efnisins og stöðugleika forngrískra strúktúra. Kristín Morthens sýnir þrjú málverk sem túlka innvortis rými, bæði líkamleg og tilfinningaleg.“ Það verður spennandi að sjá hvar í heiminum Ekkisens dúkkar upp næst. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sýningin Synthetic Shorelines hefur verið í gangi í Los Angeles núna í mánuð en þar sýna íslenskar listakonur í samfloti með fjórum amerískum kollegum sínum. Um er að ræða samstarf á milli gallerísins Ekkisens og listakollektífsins og gallerísins Durden&Ray, sem er í Los Angeles. Þær Katrína Mogensen, Freyja Eilíf Logadóttir, Kristín Morthens og Sara Björg hafa fengið frábæra umfjöllun á meðan á dvölinni stóð og sýningin var valin ein sú áhugaverðasta í opnunarvikunni. „Synthetic Shorelines er samsýning sem er unnin í samstarfi Ekkisens við Durden and Ray, kollektíf listamanna og sýningarstjóra í Los Angeles. Bæði Ekkisens og Durden&Ray voru á listmessu í Svíþjóð þar sem hugmyndir um samstarf kviknuðu. Sýningarstjórn annaðist ég en ég er eigandi Ekkisens og íslenskir sýnendur eru myndlistarmenn sem hafa tekið þátt í sýningum Ekkisens síðastliðin fjögur ár,“ segir Freyja Elíf sem hefur rekið listarýmið Ekkisens í fjögur ár, en það fagnaði afmælinu í október síðastliðnum. „Titil sýningarinnar mætti þýða yfir á íslensku sem gervistrandlínur en í sýningarskrá eru þær útskýrðar sem lifandi landamæri frumefna, áferðar og formgerða sem mætast í nýstárlegum hugmyndum. Á sýningunni erum við að rannsaka strandlínur sálarinnar og sjálfsins á nýmiðlaöld. Báðir hóparnir eru nefnilega frá borgum sem liggja að úthafi.“Listakonurnar í Joshua Tree-þjóðgarðinum.Sýningin hefur vakið jákvæða athygli í Los Angeles og var eins og áður sagði útnefnd sem ein af 10 áhugaverðustu sýningaropnunum borgarinnar vikuna sem hún var opnuð. „Það var rosalega góð mæting á opnunina, í sömu byggingu voru þrjú önnur gallerí með uppákomur sama kvöld. Fólk gat flakkað á milli og það myndaðist mikil stemming í Bendex-byggingunni. Síðan þá hefur sýningin verið ýtarlega rýnd af Genie Davis rithöfundi á vefmiðlinum Riot Material sem lofar hvert verkið af öðru.“ Þrátt fyrir að listafólkið hafi verið með sama þemað í verkum sínum voru verkin að sögn Freyju gífurlega ólík innbyrðis. „Við erum með skemmtilega ólík verk á sýningunni sem tengjast þó hvert öðru gegnum gervistrandlínur. Við innkomu í sýningarrýmið blasir við innsetning Katrínu Mogensen „Potential for life“, innsetning þar sem m.a. er að finna drullupoll frá Los Angeles sem hún reynir að temja og festa í form.Myndir eftir Freyju.Ég sýni tvö verk á sýningunni, annars vegar innsetningu þar sem gestum býðst leidd hugleiðsla og tenging við tölvuanda sem vísar veginn inn í stafrænar víddir og kertavaxmyndir af eiturölvuðum andlitsslettum. Sara Björg sýnir hóp skúlptúra sem gerðir eru úr endurnýttum svampi. Skúlptúrarnir eru fimm, eru dreifðir um rýmið og heita allir „Ionian“ sem vísar í jónískar súlur. Listamaðurinn leikur sér með andstæður í sveigjanleika efnisins og stöðugleika forngrískra strúktúra. Kristín Morthens sýnir þrjú málverk sem túlka innvortis rými, bæði líkamleg og tilfinningaleg.“ Það verður spennandi að sjá hvar í heiminum Ekkisens dúkkar upp næst.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira