Þingmenn á Klaustri svara ekki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. desember 2018 07:30 Stemningin í sal Alþingis var þung þegar rætt var um málefni þingmannanna á Klaustur Bar. Fréttablaðið/Anton Brink „Orðbragð sem þarna virðist sannanlega hafa verið viðhaft er óverjandi og óafsakanlegt. Ekki síst er það með öllu óverjandi og úr takti við nútímaleg viðhorf hvernig þarna var fjallað um konur og hlut kvenna í stjórnmálum og einnig fatlaða og hinsegin fólk,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í yfirlýsingu sinni við upphaf þingfundar í gær. Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins þurfti forseti Alþingis að biðja þjóðina afsökunar á háttalagi sex kjörinna þingmanna. Siðanefnd þingsins hefur verið virkjuð sem á að skoða hvort þingmenn hafi brotið siðareglur sínar. Forseti tilkynnti jafnframt við upphaf þingfundar að bæði Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gætu ekki „af persónulegum ástæðum“ sinnt þingmennsku sinni.Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins og einn gerenda í samtalinu á Klaustri, mætti á fund þingflokksformanna fyrir hádegi í gær til að ræða þá stöðu sem upp er komin í þinginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fannst öllum gríðarlega óþægilegt að hafa Önnu Kolbrúnu inni á þeim fundi og ljóst hefði verið á svipbrigðum Önnu að henni hefði ekki liðið vel á fundinum. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, biðlaði til forsætisráðherra á þingi í gær að leiða þá vinnu að efla traust almennings á Alþingi. „[Í] dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni, standa gegn mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu og fordómum,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alla þingmenn bera ábyrgð á að upphefja virðingu þingsins. „Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkenndist af kvenfyrirlitningu og fordómum gagnvart ýmsum hópum, hvort sem er hinsegin fólki, fötluðu fólki eða öðrum hópum. Slík orðræða er í senn óverjandi og óafsakanleg,“ sagði forsætisráðherra. Enn eru að birtast á vefmiðlum ummæli úr drykkju sexmenningana. Til að mynda birtist seint í gærkvöld frétt þar sem Bergþór Ólason hafði uppi afar klámfengna orðræðu um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra við undirtektir félaga sinna við borðið. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná í þingmenn Miðflokksins sem sátu að sumbli á Klaustri þetta umrædda kvöld en ekki haft árangur sem erfiði. Hvorki símtölum né skilaboðum um að hafa samband er svarað. Birtist í Fréttablaðinu Uppsögn lektors við HR Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Orðbragð sem þarna virðist sannanlega hafa verið viðhaft er óverjandi og óafsakanlegt. Ekki síst er það með öllu óverjandi og úr takti við nútímaleg viðhorf hvernig þarna var fjallað um konur og hlut kvenna í stjórnmálum og einnig fatlaða og hinsegin fólk,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í yfirlýsingu sinni við upphaf þingfundar í gær. Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins þurfti forseti Alþingis að biðja þjóðina afsökunar á háttalagi sex kjörinna þingmanna. Siðanefnd þingsins hefur verið virkjuð sem á að skoða hvort þingmenn hafi brotið siðareglur sínar. Forseti tilkynnti jafnframt við upphaf þingfundar að bæði Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gætu ekki „af persónulegum ástæðum“ sinnt þingmennsku sinni.Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins og einn gerenda í samtalinu á Klaustri, mætti á fund þingflokksformanna fyrir hádegi í gær til að ræða þá stöðu sem upp er komin í þinginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fannst öllum gríðarlega óþægilegt að hafa Önnu Kolbrúnu inni á þeim fundi og ljóst hefði verið á svipbrigðum Önnu að henni hefði ekki liðið vel á fundinum. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, biðlaði til forsætisráðherra á þingi í gær að leiða þá vinnu að efla traust almennings á Alþingi. „[Í] dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni, standa gegn mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu og fordómum,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alla þingmenn bera ábyrgð á að upphefja virðingu þingsins. „Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkenndist af kvenfyrirlitningu og fordómum gagnvart ýmsum hópum, hvort sem er hinsegin fólki, fötluðu fólki eða öðrum hópum. Slík orðræða er í senn óverjandi og óafsakanleg,“ sagði forsætisráðherra. Enn eru að birtast á vefmiðlum ummæli úr drykkju sexmenningana. Til að mynda birtist seint í gærkvöld frétt þar sem Bergþór Ólason hafði uppi afar klámfengna orðræðu um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra við undirtektir félaga sinna við borðið. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná í þingmenn Miðflokksins sem sátu að sumbli á Klaustri þetta umrædda kvöld en ekki haft árangur sem erfiði. Hvorki símtölum né skilaboðum um að hafa samband er svarað.
Birtist í Fréttablaðinu Uppsögn lektors við HR Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53