Árna Þór sárnaði gagnrýni samflokksmanna sinna þegar hann var skipaður sendiherra Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2018 11:21 Árni Þór segir að sér hafi sárnað gagnrýni sem hann fékk á sínum tíma vegna skipunarinnar. En hún var tilkynnt um leið og Gunnar Bragi skipaði Geir. Árni Þór Sigurðsson, sem Gunnar Bragi Sveinsson þá utanríkisráðherra, skipaði sem sendiherra sumarið 2014 ásamt Geir H. Haarde, telur jákvætt fyrir utanríkisþjónustuna að innan raða hennar sé að finna fólk með sem fjölbreyttastan bakgrunn, þekkingu og reynslu. Hann segist ekki kvíða mati á sér sem slíkum.Svarar fyrirspurnum með Facebookfærslu Vísir hefur reynt að ná tali af Árna Þór og sendi honum fyrirspurn vegna Klaustur-málsins svokallaða. En Gunnar Bragi hefur haldið því fram að hann hafi skipað Árna Þór til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington. Af upptökunum frægu má ráða að Gunnar Bragi hafi talið það bragð sitt heppnast fullkomlega, Árni Þór fékk skítinn. Að hluta til, ekki öllu leyti, svarar Árni Þór þeim spurningum sem Vísir bar upp við hann, í sinni Facebookfærslu sem hann birti nú fyrir skömmu. Þar vísar Árni Þór til þess að hann hafi reynsluna og menntunina sem teljast má heppileg til að gegna starfi sendiherra og að það hafi átt sér aðdraganda að hann vildi bjóða utanríkisþjónustunni krafta sína. Sárnaði gagnrýni samflokksmanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir sitt leyti þessum anga málsins, sem ef til vill er kjarni fundar Klaustur-klansins, og segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs. Hún segist hafa sett spurningarmerki við það að maður væri skipaður sendiherra sem jafnframt væri í málaferlum við þjóð sína, en Geir var þá að reka mál á hendur íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. „Þegar ákvörðun um skipan mína lá fyrir greindi ég formanni VG frá því að ég myndi láta af þingmennsku og hefja störf í utanríkisráðuneytinu. Í framhaldinu greindi ég einnig þingflokki VG frá því.Ýmsir í mínum flokki gagnrýndu mig fyrir þá ákvörðun, það var gagnrýni sem ég hafði skilning á og tók nærri mér, en ég var engu að síður ósammála. Það er sannfæring mín að sanngjarnast sé að meta fólk út frá störfum sínum, árangri og umsögnum samstarfsfólks. Því mati kvíði ég ekki.“ Fyrirspurn Vísis Árni Þór vísar til Facebookfærslu sinnar í svari til Vísis og segist ekki ætla að tjá sig um málið umfram það sem þar kemur fram. Sjá má færslu Árna Þórs sendiherra í heild sinni hér neðar. Fyrirspurnin sem Vísir sendi sendiherranum voru eftirfarandi:Heill og sæll Árni Þór!Jakob Bjarnar heitir ég, er blaðamaður á Vísi og hef verið að reyna að ná tali af þér um síma en ekki haft erindi sem erfiði. Þannig að ég sendi þér hér með fyrirspurn sem tengist hinu svokallaða Klausturmáli, sem ég ætla að þú þekkir.Í upptökum sem teknar voru af samtali fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja Flokks fólksins, kemur þú við sögu. Fyrrverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, segir af því hvernig til kom að hann skipaði þig sem sendiherra. Frásögn hans staðfesti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og nú formaður Miðflokksins. Gunnar Bragi hefur seinna sagt að þetta sé lygi en óvíst hvaða gildi það hefur þegar vitnisburður hans liggur fyrir.Þar greinir hann frá því að hann hafi skipað þig til að draga athyglina frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington. Hann vitnar í Geir sem segist hafa orðið brjálaður þegar hann frétti að Gunnar Bragi hafi skipað þig, en svo hafi hann skilið hvað hékk á spýtunni og orðið harla glaður.Gunnar Bragi telur þetta bragð sitt hafa heppnast með miklum ágætum, enginn læti urðu vegna þess að Geir, sem þá stóð í málaferlum við þjóð sína vegna Landsdómsmálsins, var skipaður sendiherra. Því þú hafir fengið allan skítinn. Gunnar Bragi lýsti því svo yfir að hann teldi sig eiga hönk uppí bakið á Sjálfstæðismönnum næst þegar skipaður verður sendiherra. Og hefur í viðtölum eftir að upptökurnar voru opinberaðar lýst því yfir að hann hafi ýmislegt það til brunns að bera sem prýða má einn góðan sendiherra.Spurningarnar Vísis til þín snúa að þessum framburði fyrrverandi utanríkisráðherra:a) Hvernig kom það til að þú varst skipaður sendiherra? Var einhver fyrirvari á því?b) Kom það þér á óvart þegar þú varst skipaður sendiherra?c) Fylgdu einhver sérstök óbein skilyrði ráðningu þinni, þá að utanríkisráðherra þáverandi hafi talið að hann ætti eitthvað inni hjá þér vegna þess að þú varst skipaður?d) Varst þú þér meðvitaður um að skipan þín tengdist skipan Geirs?e) Manstu til þess að skipan þín hafi verið umdeild, þá í ljósi þess sem Gunnar Bragi segir um að þú hafir „fengið allan skítinn“? Og hvernig lýsti það sér?f) Telurðu þetta hafa áhrif á stöðu þína sem sendiherra?g) Hvað finnst þér um pólitískar ráðningar í utanríkisþjónustunni? Ekki ætti að þurfa að rekja slíkar skipanir sem reglulega hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum.Og ef það er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri vegna þessa sem ekki snýr beint að þessum spurningum, þá er það vitaskuld velkomið. Bestu kveðjur, Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Katrín Jakobsdóttir segir Gunnar Braga Sveinsson fara með ósannindi. 3. desember 2018 15:19 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, sem Gunnar Bragi Sveinsson þá utanríkisráðherra, skipaði sem sendiherra sumarið 2014 ásamt Geir H. Haarde, telur jákvætt fyrir utanríkisþjónustuna að innan raða hennar sé að finna fólk með sem fjölbreyttastan bakgrunn, þekkingu og reynslu. Hann segist ekki kvíða mati á sér sem slíkum.Svarar fyrirspurnum með Facebookfærslu Vísir hefur reynt að ná tali af Árna Þór og sendi honum fyrirspurn vegna Klaustur-málsins svokallaða. En Gunnar Bragi hefur haldið því fram að hann hafi skipað Árna Þór til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington. Af upptökunum frægu má ráða að Gunnar Bragi hafi talið það bragð sitt heppnast fullkomlega, Árni Þór fékk skítinn. Að hluta til, ekki öllu leyti, svarar Árni Þór þeim spurningum sem Vísir bar upp við hann, í sinni Facebookfærslu sem hann birti nú fyrir skömmu. Þar vísar Árni Þór til þess að hann hafi reynsluna og menntunina sem teljast má heppileg til að gegna starfi sendiherra og að það hafi átt sér aðdraganda að hann vildi bjóða utanríkisþjónustunni krafta sína. Sárnaði gagnrýni samflokksmanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir sitt leyti þessum anga málsins, sem ef til vill er kjarni fundar Klaustur-klansins, og segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs. Hún segist hafa sett spurningarmerki við það að maður væri skipaður sendiherra sem jafnframt væri í málaferlum við þjóð sína, en Geir var þá að reka mál á hendur íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. „Þegar ákvörðun um skipan mína lá fyrir greindi ég formanni VG frá því að ég myndi láta af þingmennsku og hefja störf í utanríkisráðuneytinu. Í framhaldinu greindi ég einnig þingflokki VG frá því.Ýmsir í mínum flokki gagnrýndu mig fyrir þá ákvörðun, það var gagnrýni sem ég hafði skilning á og tók nærri mér, en ég var engu að síður ósammála. Það er sannfæring mín að sanngjarnast sé að meta fólk út frá störfum sínum, árangri og umsögnum samstarfsfólks. Því mati kvíði ég ekki.“ Fyrirspurn Vísis Árni Þór vísar til Facebookfærslu sinnar í svari til Vísis og segist ekki ætla að tjá sig um málið umfram það sem þar kemur fram. Sjá má færslu Árna Þórs sendiherra í heild sinni hér neðar. Fyrirspurnin sem Vísir sendi sendiherranum voru eftirfarandi:Heill og sæll Árni Þór!Jakob Bjarnar heitir ég, er blaðamaður á Vísi og hef verið að reyna að ná tali af þér um síma en ekki haft erindi sem erfiði. Þannig að ég sendi þér hér með fyrirspurn sem tengist hinu svokallaða Klausturmáli, sem ég ætla að þú þekkir.Í upptökum sem teknar voru af samtali fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja Flokks fólksins, kemur þú við sögu. Fyrrverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, segir af því hvernig til kom að hann skipaði þig sem sendiherra. Frásögn hans staðfesti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og nú formaður Miðflokksins. Gunnar Bragi hefur seinna sagt að þetta sé lygi en óvíst hvaða gildi það hefur þegar vitnisburður hans liggur fyrir.Þar greinir hann frá því að hann hafi skipað þig til að draga athyglina frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Washington. Hann vitnar í Geir sem segist hafa orðið brjálaður þegar hann frétti að Gunnar Bragi hafi skipað þig, en svo hafi hann skilið hvað hékk á spýtunni og orðið harla glaður.Gunnar Bragi telur þetta bragð sitt hafa heppnast með miklum ágætum, enginn læti urðu vegna þess að Geir, sem þá stóð í málaferlum við þjóð sína vegna Landsdómsmálsins, var skipaður sendiherra. Því þú hafir fengið allan skítinn. Gunnar Bragi lýsti því svo yfir að hann teldi sig eiga hönk uppí bakið á Sjálfstæðismönnum næst þegar skipaður verður sendiherra. Og hefur í viðtölum eftir að upptökurnar voru opinberaðar lýst því yfir að hann hafi ýmislegt það til brunns að bera sem prýða má einn góðan sendiherra.Spurningarnar Vísis til þín snúa að þessum framburði fyrrverandi utanríkisráðherra:a) Hvernig kom það til að þú varst skipaður sendiherra? Var einhver fyrirvari á því?b) Kom það þér á óvart þegar þú varst skipaður sendiherra?c) Fylgdu einhver sérstök óbein skilyrði ráðningu þinni, þá að utanríkisráðherra þáverandi hafi talið að hann ætti eitthvað inni hjá þér vegna þess að þú varst skipaður?d) Varst þú þér meðvitaður um að skipan þín tengdist skipan Geirs?e) Manstu til þess að skipan þín hafi verið umdeild, þá í ljósi þess sem Gunnar Bragi segir um að þú hafir „fengið allan skítinn“? Og hvernig lýsti það sér?f) Telurðu þetta hafa áhrif á stöðu þína sem sendiherra?g) Hvað finnst þér um pólitískar ráðningar í utanríkisþjónustunni? Ekki ætti að þurfa að rekja slíkar skipanir sem reglulega hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum.Og ef það er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri vegna þessa sem ekki snýr beint að þessum spurningum, þá er það vitaskuld velkomið. Bestu kveðjur,
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Katrín Jakobsdóttir segir Gunnar Braga Sveinsson fara með ósannindi. 3. desember 2018 15:19 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Katrín Jakobsdóttir segir Gunnar Braga Sveinsson fara með ósannindi. 3. desember 2018 15:19