Enn fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Einar Sveinbjörnsson skrifar 6. desember 2018 07:00 Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru sjaldan sagðar fréttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sjálfstæður lútherskur söfnuður með meira en 100 ára sögu. Hann lýtur sínum eigin lögmálum þar sem grasrótin er virk rétt eins og á árum frumkvöðlanna þegar yfirvöld féllust ekki á að flytja kirkjuna frá Görðum inn í Hafnarfjörð. Fríkirkjan nýtur velvildar í sínu umhverfi, safnaðarvitund er rík og sjálfboðaliðar fjölmargir sem leggja starfinu lið. Síðast en ekki síst er kirkjan vel sótt. Tónlistin er öðruvísi eins og einhver myndi segja, lítið um orgel og meira um gítar, slagverk og ryþma. Tónlistarstjórinn leggur meiri áherslu á nýrri og aðgengilega sálma og trúarlega tónlist héðan og þaðan. Kórinn er fyrir löngu kominn ofan af kirkjuloftinu og niður á gólf. Barnastarfið er öflugt og sunnudagaskólinn er mjög vel sóttur. Fermingarbarnahóparnir eru með þeim stærstu á landinu, 140-160 börn á ári. Sjálf fermingarfræðslan hefur ríka tengingu við samtíma okkar og siðferðisviðmið. Prestarnir tveir við söfnuðinn eru störfum hlaðnir og annast með öllu öðru 4-5% allra útfara í landinu. Rekstur Fríkirkjunnar hefur ævinlega staðið undir sér og fjármálastjórn er traust. Skuldir eru litlar og friðuð kirkjan fær gott viðhald. Fríkirkjan sjálf er staðarprýði og gott guðshús, þó ekki sé hún mjög stór. Sérstaðan liggur líka í því að allur kostnaður við kirkjustarfið er greiddur af sóknargjöldum. Líka laun prestanna. Fríkirkjan er ekki aðili að samkomulagi þjóðkirkjunnar við ríkið um ráðstöfun kirkjueigna og greiðslu launa um 140 presta auk starfsmanna á Biskupsstofu. Frá 2009 hafa sóknargjöldin rýrnað stöðugt með ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 er gert ráð fyrir smá hækkun, 0,31% á milli ára, enn eitt árið langt innan við almennar verðlagsbreytingar. Nú reiknast til að 20 milljónir vanti árlega í tilviki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Með breyttri skipan árið 1987 var sóknargjaldið fellt inn í staðgreiðslu skatta. Fólk frá 16 ára aldri greiðir því með tekjuskatti uppreiknað 15.200 kr. á ári til trú- eða lífsskoðunarfélaga. En með árlegu kroppi í bandormi fjárlaga skila sér ekki nema 11.170 kr. á mann til sókna eða lífsskoðunarfélaga. Rétt er að taka fram að Fríkirkjan hefur upp á síðkastið notið fjárstuðnings safnaðarins með valfrjálsum viðbótargreiðslum og notað hann til rekstrar og viðhalds á kirkjunni og safnaðarheimili. Með áframhaldandi markvissri rýrnun sóknargjaldsins endar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, einn öflugasti frjálsi kristni söfnuðurinn í landinu, fyrr en seinna upp að vegg í orðsins fyllstu merkingu. Og það þó áfram fjölgi í Fríkirkjunni.Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði búum við þá ánægjulegu staðreynd að á síðasta ári fjölgaði um 170 manns og telur nú söfnuðurinn 6.800 manns. Árleg fjölgun hefur verið í mörg ár og söfnuðurinn meira en tvöfaldast að stærð frá því skömmu fyrir aldamót. Af þessu „lúxusvandamáli“ okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru sjaldan sagðar fréttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sjálfstæður lútherskur söfnuður með meira en 100 ára sögu. Hann lýtur sínum eigin lögmálum þar sem grasrótin er virk rétt eins og á árum frumkvöðlanna þegar yfirvöld féllust ekki á að flytja kirkjuna frá Görðum inn í Hafnarfjörð. Fríkirkjan nýtur velvildar í sínu umhverfi, safnaðarvitund er rík og sjálfboðaliðar fjölmargir sem leggja starfinu lið. Síðast en ekki síst er kirkjan vel sótt. Tónlistin er öðruvísi eins og einhver myndi segja, lítið um orgel og meira um gítar, slagverk og ryþma. Tónlistarstjórinn leggur meiri áherslu á nýrri og aðgengilega sálma og trúarlega tónlist héðan og þaðan. Kórinn er fyrir löngu kominn ofan af kirkjuloftinu og niður á gólf. Barnastarfið er öflugt og sunnudagaskólinn er mjög vel sóttur. Fermingarbarnahóparnir eru með þeim stærstu á landinu, 140-160 börn á ári. Sjálf fermingarfræðslan hefur ríka tengingu við samtíma okkar og siðferðisviðmið. Prestarnir tveir við söfnuðinn eru störfum hlaðnir og annast með öllu öðru 4-5% allra útfara í landinu. Rekstur Fríkirkjunnar hefur ævinlega staðið undir sér og fjármálastjórn er traust. Skuldir eru litlar og friðuð kirkjan fær gott viðhald. Fríkirkjan sjálf er staðarprýði og gott guðshús, þó ekki sé hún mjög stór. Sérstaðan liggur líka í því að allur kostnaður við kirkjustarfið er greiddur af sóknargjöldum. Líka laun prestanna. Fríkirkjan er ekki aðili að samkomulagi þjóðkirkjunnar við ríkið um ráðstöfun kirkjueigna og greiðslu launa um 140 presta auk starfsmanna á Biskupsstofu. Frá 2009 hafa sóknargjöldin rýrnað stöðugt með ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2019 er gert ráð fyrir smá hækkun, 0,31% á milli ára, enn eitt árið langt innan við almennar verðlagsbreytingar. Nú reiknast til að 20 milljónir vanti árlega í tilviki Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Með breyttri skipan árið 1987 var sóknargjaldið fellt inn í staðgreiðslu skatta. Fólk frá 16 ára aldri greiðir því með tekjuskatti uppreiknað 15.200 kr. á ári til trú- eða lífsskoðunarfélaga. En með árlegu kroppi í bandormi fjárlaga skila sér ekki nema 11.170 kr. á mann til sókna eða lífsskoðunarfélaga. Rétt er að taka fram að Fríkirkjan hefur upp á síðkastið notið fjárstuðnings safnaðarins með valfrjálsum viðbótargreiðslum og notað hann til rekstrar og viðhalds á kirkjunni og safnaðarheimili. Með áframhaldandi markvissri rýrnun sóknargjaldsins endar Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, einn öflugasti frjálsi kristni söfnuðurinn í landinu, fyrr en seinna upp að vegg í orðsins fyllstu merkingu. Og það þó áfram fjölgi í Fríkirkjunni.Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun