Siðferðisvottun gæti breytt starfsmenningunni á Íslandi Guðmundur G. Hauksson skrifar 6. desember 2018 07:00 Umræðuhefð Íslendinga í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana getur oft verið harkaleg og samskiptin óhefluð. Oft er meira gert af því að „fara í manninn“ í stað þess að fara í „boltann“ og umræðan getur þá orðið persónuleg og ekki lausnamiðuð. Einelti er því miður eitthvað sem er að finna í flestum fyrirtækjum og stofnunum. Einelti er oft erfitt að uppræta og það getur því miður þrifist undir yfirborðinu og jafnvel þannig að bara gerandi og þolandi vita af því. Þolandi veit ekki hvernig á að taka á eineltinu og þetta gæti jafnvel verið yfirmaður hans, sem hefur í hendi sér að segja viðkomandi upp starfi. Hvernig virkar þetta? Þöglir fundir og fólk horfist ekki í augu! Umræða er ekki tekin um lausnir og verkefni eru kláruð seint og illa vegna þess að fólk er að vernda sig eða láta aðra líta illa út. Oft er kynjamisrétti vandamál og eru ljóskubrandarar frægt dæmi þar sem í umræðu er lítið gert úr reynslu fólks vegna kyns. Tvíræðir brandarar geta slökkt á fólki þannig að það þorir ekki að tjá sig af ótta við viðbrögð annarra. Samskiptavandamál geta drepið niður alla framkvæmdasemi og stoppað af allt frumkvæði. Hversu oft hefur þú ekki sagt „Ef ekki væri fyrir fólkið, þá mundi ég elska þessa vinnu.“ Hversu miklum fjármunum er þitt fyrirtæki eða stofnun að eyða vegna svona samskiptavandamála? Engum líkar vel við samskiptavandamál. Margir geta tekist á við þau, en fáum líkar að gera það. Flestir koma sér hjá því að takast á við svona hluti. Hugsaðu aðeins um það hvað mikið sé um samskiptavandamál á þínum vinnustað. Samskiptavandamál og einelti er slæmt fyrir alla, starfsfólkið, rekstraraðila, viðskiptavini og er mjög stór neikvæður efnahagslegur þáttur fyrir samfélagið í heild. Í raun eru samskiptavandamál og einelti eitt af stærstu vandamálunum í íslensku samfélagi sem snerta árlega samkvæmt rannsóknum allt að 7.800 manns. Allt að 60% þessara aðila finna ekki aðra lausn en að hætta störfum eða allt að 4.000 manns á ári. Þetta getur aukið starfsmannakostnað að meðaltali um allt að 30 til 50% hjá fyrirtækjum og stofnunum.Siðferðissáttmáli Hvernig er hægt að taka eftir þessu? Ein af leiðunum gæti verið að starfsfólk setti saman siðferðissáttmála fyrir sinn vinnustað. Vinna ákveðið grunnplagg með viðmiðunum um ákveðið grunnsiðferði í samskiptum og stjórnun á vinnustaðnum. Þar séu þær áherslur og viðmiðanir sem við teljum sameiginlega að séu lágmarkssiðferði í því hvernig á að eiga samskipti, hvernig á að/eða ekki að snerta, lýsing á umburðarlyndi og þolinmæði sem starfsfólk vill ástunda í sínum samskiptum og áherslur í stjórnun fyrir stjórnendur og yfirmenn. Markmiðið væri að leggja grunn að umhverfi þar sem allir geti tjáð sig án þess að verða fyrir áreitni og lagður er grunnur að samstarfi, virðingu, sköpun og virkni. Sidferdi.is er sjálfsprottið umhverfi frá aðilum sem vilja stuðla að bættu siðferði í samfélaginu. Eitt af fyrstu verkefnum sem tekist verður á við, er að taka umræðu um þann möguleika að setja lágmarksviðmið um siðferði sem víðast um samfélagið. Byrja á að leggja grunn að einhvers konar lágmarkssiðferði í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og taka síðan kerfisbundið önnur umhverfi í samfélaginu og gera hið sama. Til lengri tíma litið gætum við stefnt á að vera með svokallaða „SIÐFERÐISVOTTUN“ fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er ekki að steypa alla í sama mót, heldur að skapa ákveðið gólf í þessum efnum sem ekki verði farið niður fyrir. Eitthvað sem flestir geta verið sammála um að hafa sem viðmiðun til að tryggja að við meiðum ekki hvert annað eða höldum hvert öðru niðri. Skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tjá sig án hræðslu við afleiðingarnar og er öruggt um að tekið verði málefnalega á því sem fram er sett.Höfundur er stofnandi sidferdi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Umræðuhefð Íslendinga í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana getur oft verið harkaleg og samskiptin óhefluð. Oft er meira gert af því að „fara í manninn“ í stað þess að fara í „boltann“ og umræðan getur þá orðið persónuleg og ekki lausnamiðuð. Einelti er því miður eitthvað sem er að finna í flestum fyrirtækjum og stofnunum. Einelti er oft erfitt að uppræta og það getur því miður þrifist undir yfirborðinu og jafnvel þannig að bara gerandi og þolandi vita af því. Þolandi veit ekki hvernig á að taka á eineltinu og þetta gæti jafnvel verið yfirmaður hans, sem hefur í hendi sér að segja viðkomandi upp starfi. Hvernig virkar þetta? Þöglir fundir og fólk horfist ekki í augu! Umræða er ekki tekin um lausnir og verkefni eru kláruð seint og illa vegna þess að fólk er að vernda sig eða láta aðra líta illa út. Oft er kynjamisrétti vandamál og eru ljóskubrandarar frægt dæmi þar sem í umræðu er lítið gert úr reynslu fólks vegna kyns. Tvíræðir brandarar geta slökkt á fólki þannig að það þorir ekki að tjá sig af ótta við viðbrögð annarra. Samskiptavandamál geta drepið niður alla framkvæmdasemi og stoppað af allt frumkvæði. Hversu oft hefur þú ekki sagt „Ef ekki væri fyrir fólkið, þá mundi ég elska þessa vinnu.“ Hversu miklum fjármunum er þitt fyrirtæki eða stofnun að eyða vegna svona samskiptavandamála? Engum líkar vel við samskiptavandamál. Margir geta tekist á við þau, en fáum líkar að gera það. Flestir koma sér hjá því að takast á við svona hluti. Hugsaðu aðeins um það hvað mikið sé um samskiptavandamál á þínum vinnustað. Samskiptavandamál og einelti er slæmt fyrir alla, starfsfólkið, rekstraraðila, viðskiptavini og er mjög stór neikvæður efnahagslegur þáttur fyrir samfélagið í heild. Í raun eru samskiptavandamál og einelti eitt af stærstu vandamálunum í íslensku samfélagi sem snerta árlega samkvæmt rannsóknum allt að 7.800 manns. Allt að 60% þessara aðila finna ekki aðra lausn en að hætta störfum eða allt að 4.000 manns á ári. Þetta getur aukið starfsmannakostnað að meðaltali um allt að 30 til 50% hjá fyrirtækjum og stofnunum.Siðferðissáttmáli Hvernig er hægt að taka eftir þessu? Ein af leiðunum gæti verið að starfsfólk setti saman siðferðissáttmála fyrir sinn vinnustað. Vinna ákveðið grunnplagg með viðmiðunum um ákveðið grunnsiðferði í samskiptum og stjórnun á vinnustaðnum. Þar séu þær áherslur og viðmiðanir sem við teljum sameiginlega að séu lágmarkssiðferði í því hvernig á að eiga samskipti, hvernig á að/eða ekki að snerta, lýsing á umburðarlyndi og þolinmæði sem starfsfólk vill ástunda í sínum samskiptum og áherslur í stjórnun fyrir stjórnendur og yfirmenn. Markmiðið væri að leggja grunn að umhverfi þar sem allir geti tjáð sig án þess að verða fyrir áreitni og lagður er grunnur að samstarfi, virðingu, sköpun og virkni. Sidferdi.is er sjálfsprottið umhverfi frá aðilum sem vilja stuðla að bættu siðferði í samfélaginu. Eitt af fyrstu verkefnum sem tekist verður á við, er að taka umræðu um þann möguleika að setja lágmarksviðmið um siðferði sem víðast um samfélagið. Byrja á að leggja grunn að einhvers konar lágmarkssiðferði í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og taka síðan kerfisbundið önnur umhverfi í samfélaginu og gera hið sama. Til lengri tíma litið gætum við stefnt á að vera með svokallaða „SIÐFERÐISVOTTUN“ fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er ekki að steypa alla í sama mót, heldur að skapa ákveðið gólf í þessum efnum sem ekki verði farið niður fyrir. Eitthvað sem flestir geta verið sammála um að hafa sem viðmiðun til að tryggja að við meiðum ekki hvert annað eða höldum hvert öðru niðri. Skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tjá sig án hræðslu við afleiðingarnar og er öruggt um að tekið verði málefnalega á því sem fram er sett.Höfundur er stofnandi sidferdi.is
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar