Ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk Jólamarkaðurinn í Heiðmörk kynnir 7. desember 2018 13:15 Fjölskyldur geta átt notalega stund í Rjóðrinu við varðeldinn. Jólamarkaðurinn Heiðmörk „Við viljum slaka á jólastressinu og búa til stund þar sem fólk upplifir ró og frið úti í náttúrunni, jólagleði og samveru, einungis í kortersfjarlægð frá Reykjavík. Jólamarkaðurinn er hluti af markmiði Skógræktarfélags Reykjavíkur að efla skógarmenningu,“ útskýrir Sara Riel, myndlistakona og jólamarkaðsstýra Jólamarkaðarins í Heiðmörk. Jólamarkaðurinn hefur verið haldinn við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk undanfarna áraratugi og er heimsókn á markaðinn orðin hluti af aðventuvenjum margra. Síðustu helgi heimsóttu fjölmargir gestir markaðinn og létu dálítið rok á laugardeginum ekkert á sig fá. „Á sunnudaginn var síðan gullfallegt veður og jólaandinn sveif yfir Elliðavatninu. Við höfum opið allar helgar til jóla, laugardag og sunnudag, mill klukkan tólf og fimm, en lokað á Þorláksmessu, enda hafa kannski flestir í öðru að snúast þann dag,“ segir Sara.Fjölbreytt dagskrá, upplestur og lifandi tónlist„Dagskráin er aldrei sú sama hverja helgi og því vel hægt að koma aftur og aftur. Við fáum rithöfunda til að lesa upp úr bókum sínum á kaffistofunni, alltaf klukkan 13. Tónlistarmenn spila seinni partinn á kaffistofunni eða klukkan 15.30 og þar getur fólk keypt sér kakó með rjóma, kaffi og smákökur. Í Rjóðrinu kveikjum við varðeld og barnabókahöfundar lesa upp úr verkum sínum þar klukkan 14. Kringum varðeldinn skapast alltaf indæl stemning. Þar er aldrei rok og notalegt að sitja umlukin trjánum og hlusta á sögur. Svo bregður jólasveinn á leik í Rjóðrinu og teymir alla með sér inn á jólamarkaðinn þar sem dansað er kringum jólatré.“ Laugardaginn 8. desember mun Friðgeir Einarsson lesa upp klukkan 13 og tónlistarmaðurinn Ólöf Arnalds troða upp klukkan 15.30. Þá mun rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn lesa í Rjóðrinu fyrir krakkana klukkan 14. Sunnudaginn 9. desember mun rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttur lesa, tónlistarmennirnir Kira og Andri Ásgrímsson flytja tónlist og Huginn Þór Grétarsson lesa í Rjóðrinu.Áhersla á handverk og mat„Á jólamarkaðssvæðinu eru litlir kofar og stór salur, gamalt fjós þar sem handverksfólk býður fjölbreyttar vörur til kaups. Skógræktin er einnig með kofa þar sem íslensk jólatré eru til sölu, algjörlega sjálfbær og skilja ekki eftir sig kolefnisspor eins og innflutt tré. Það er mikill munur á hvernig við ræktum skóginn okkar og hvernig jólatré eru ræktuð til dæmis í Danmörku, þar eru ýmiskonar efni notuð á trén og svo þarf að flytja þau yfir hafið. Þá má einnig benda á að fyrir hvert tré sem keypt er af Skógræktinni eru gróðursett fimmtíu tré í staðinn,“ útskýrir Sara. „Við reynum að vera með breytt úrval af trjám fyrir mismunandi húsakynni og smekk. Til dæmis kynnum við nýjung í tjám fyrir litlar íbúðir, svokallaðar Súlur, há og mjó tré. Síðan erum við að sjálfsögðu með tré fyrir þá sem vilja “öðruvísi” tré eða svokölluð einstök tré sem eru andstæðan við „Disney“tréð.“ Meðal þess sem finna má á markaðnum um helgina eru Jólakransar úr hráefni úr íslenskri náttúru, handunnir skartgripir úr leir og íslenskri ösp, útskornir fuglar, handgerð kerti, gærur og uppstoppaðir hrútshausar, munir úr hornum að ekki sé minnst á grafið ær- og lambakjör, sveitabjúgu, sultur, saftir og ostar úr íslensku hráefni. „Við leggjum áherslu á fallega framleiðslu og styðjum við íslenskt handverk. Við viljum einnig bjóða upp á breitt svið og mismunandi handverksfólk tekur þátt hverja helgi. Á facebooksíðu jólamarkaðsins má sjá dagskrána fyrir hvern dag fyrir sig.“Jólaskógurinn á HólmsheiðiSkógræktin stendur einnig að Jólaskóginum á Hólmsheiði en þar gefst fólki tækifæri á að velja sér jólatré og höggva sjálft. „Það er skemmtileg hefð og sannkölluð jólastemning skapast í jólaskóginum,“ segir Sara. „Varðeldur snarkar þar allan daginn og hægt er að fá kakó, ketilkaffi og smákökur og grilla sykurpúða. Jólaskógurinn er opinn frá klukkan 11 til 16 sömu daga og jólamarkaðurinn.Hér má sjá leiðarlýsinguna í Jólaskóginn á Hólmsheiði. Nánari upplýsingar er að finna á Heiðmörk.is. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er einnig á instagram og á facebook. Skógræktarfélag Reykjavíkur er einnig á Instagram. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Jólamarkaðinn í Heiðmörk Jól Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira
„Við viljum slaka á jólastressinu og búa til stund þar sem fólk upplifir ró og frið úti í náttúrunni, jólagleði og samveru, einungis í kortersfjarlægð frá Reykjavík. Jólamarkaðurinn er hluti af markmiði Skógræktarfélags Reykjavíkur að efla skógarmenningu,“ útskýrir Sara Riel, myndlistakona og jólamarkaðsstýra Jólamarkaðarins í Heiðmörk. Jólamarkaðurinn hefur verið haldinn við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk undanfarna áraratugi og er heimsókn á markaðinn orðin hluti af aðventuvenjum margra. Síðustu helgi heimsóttu fjölmargir gestir markaðinn og létu dálítið rok á laugardeginum ekkert á sig fá. „Á sunnudaginn var síðan gullfallegt veður og jólaandinn sveif yfir Elliðavatninu. Við höfum opið allar helgar til jóla, laugardag og sunnudag, mill klukkan tólf og fimm, en lokað á Þorláksmessu, enda hafa kannski flestir í öðru að snúast þann dag,“ segir Sara.Fjölbreytt dagskrá, upplestur og lifandi tónlist„Dagskráin er aldrei sú sama hverja helgi og því vel hægt að koma aftur og aftur. Við fáum rithöfunda til að lesa upp úr bókum sínum á kaffistofunni, alltaf klukkan 13. Tónlistarmenn spila seinni partinn á kaffistofunni eða klukkan 15.30 og þar getur fólk keypt sér kakó með rjóma, kaffi og smákökur. Í Rjóðrinu kveikjum við varðeld og barnabókahöfundar lesa upp úr verkum sínum þar klukkan 14. Kringum varðeldinn skapast alltaf indæl stemning. Þar er aldrei rok og notalegt að sitja umlukin trjánum og hlusta á sögur. Svo bregður jólasveinn á leik í Rjóðrinu og teymir alla með sér inn á jólamarkaðinn þar sem dansað er kringum jólatré.“ Laugardaginn 8. desember mun Friðgeir Einarsson lesa upp klukkan 13 og tónlistarmaðurinn Ólöf Arnalds troða upp klukkan 15.30. Þá mun rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn lesa í Rjóðrinu fyrir krakkana klukkan 14. Sunnudaginn 9. desember mun rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttur lesa, tónlistarmennirnir Kira og Andri Ásgrímsson flytja tónlist og Huginn Þór Grétarsson lesa í Rjóðrinu.Áhersla á handverk og mat„Á jólamarkaðssvæðinu eru litlir kofar og stór salur, gamalt fjós þar sem handverksfólk býður fjölbreyttar vörur til kaups. Skógræktin er einnig með kofa þar sem íslensk jólatré eru til sölu, algjörlega sjálfbær og skilja ekki eftir sig kolefnisspor eins og innflutt tré. Það er mikill munur á hvernig við ræktum skóginn okkar og hvernig jólatré eru ræktuð til dæmis í Danmörku, þar eru ýmiskonar efni notuð á trén og svo þarf að flytja þau yfir hafið. Þá má einnig benda á að fyrir hvert tré sem keypt er af Skógræktinni eru gróðursett fimmtíu tré í staðinn,“ útskýrir Sara. „Við reynum að vera með breytt úrval af trjám fyrir mismunandi húsakynni og smekk. Til dæmis kynnum við nýjung í tjám fyrir litlar íbúðir, svokallaðar Súlur, há og mjó tré. Síðan erum við að sjálfsögðu með tré fyrir þá sem vilja “öðruvísi” tré eða svokölluð einstök tré sem eru andstæðan við „Disney“tréð.“ Meðal þess sem finna má á markaðnum um helgina eru Jólakransar úr hráefni úr íslenskri náttúru, handunnir skartgripir úr leir og íslenskri ösp, útskornir fuglar, handgerð kerti, gærur og uppstoppaðir hrútshausar, munir úr hornum að ekki sé minnst á grafið ær- og lambakjör, sveitabjúgu, sultur, saftir og ostar úr íslensku hráefni. „Við leggjum áherslu á fallega framleiðslu og styðjum við íslenskt handverk. Við viljum einnig bjóða upp á breitt svið og mismunandi handverksfólk tekur þátt hverja helgi. Á facebooksíðu jólamarkaðsins má sjá dagskrána fyrir hvern dag fyrir sig.“Jólaskógurinn á HólmsheiðiSkógræktin stendur einnig að Jólaskóginum á Hólmsheiði en þar gefst fólki tækifæri á að velja sér jólatré og höggva sjálft. „Það er skemmtileg hefð og sannkölluð jólastemning skapast í jólaskóginum,“ segir Sara. „Varðeldur snarkar þar allan daginn og hægt er að fá kakó, ketilkaffi og smákökur og grilla sykurpúða. Jólaskógurinn er opinn frá klukkan 11 til 16 sömu daga og jólamarkaðurinn.Hér má sjá leiðarlýsinguna í Jólaskóginn á Hólmsheiði. Nánari upplýsingar er að finna á Heiðmörk.is. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er einnig á instagram og á facebook. Skógræktarfélag Reykjavíkur er einnig á Instagram. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Jólamarkaðinn í Heiðmörk
Jól Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira