Krefjast 56 milljóna í skaðabætur í Bitcoin-málinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2018 14:03 Eyjólfur Magnús, forstjóri gagnavera Advania. Vísir/Anton Brink Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón. Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter. Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið. Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna. Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl. Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter. Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón. Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter. Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið. Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna. Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl. Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter. Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15
Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10