Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. nóvember 2018 06:15 Dag einn árið 1976 gekk Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Hljómplötuútgáfunni hf. á Laugavegi 33 yfir götuna og í gegnum sundið að bakhúsi númer 24B þar sem Jóhann Helgason bjó. Vilhjálmur fékk Jóhanni frumsamda texta og bað hann að semja lög við þá. Jóhann samdi þá þrjú lög, meðal annars Söknuð, og komu þau út ári síðar. Fréttablaðið/Anton Brink Lögð var fram stefna í gær fyrir hönd tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar á hendur norska lagahöfundinum Rolf Lovland og yfir tuttugu öðrum aðilum fyrir stuld á laginu Söknuði frá árinu 1977. Fullyrt er í stefnunni að lagið You Raise Me Up frá árinu 2001 eftir Lovland með texta Írans Brendans Graham sé í raun lagið Söknuður. You Raise Me Up varð heimsfrægt í flutningi söngvarans Josh Groban árið 2003. Lagið hefur síðan komið út í yfir tvö þúsund útgáfum. Það er iðulega flutt á stórviðburðum, við minningarathafnir og jarðarfarir, rétt eins og Söknuður Jóhanns Helgasonar. Þess er krafist í stefnunni að Jóhanni verði dæmdar allar tekjur sem You Raise Me Up hefur fært Rolf Lovland og öðrum. Meðal þeirra sem er stefnt eru útgáfurisarnir Universal Music og Warner Music Group og efnisveitur á borð við Spotify og iTunes. Í stefnu lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, segir að You Raise Me Up sé eitt mesta selda lag allra tíma. Vitnað er til orða Martins Ingeström, forstjóra Universal Music í Svíþjóð, um að sala á laginu væri að nálgast 100 milljónir eintaka. Hagsmunirnir eru því gríðarlegir og Jóhann reiknar með harðri mótspyrnu í Los Angeles. „Það er eðlislægt þeim sem sölsa undir sig eigur annarra að vilja síður skila þeim, það á ekki síst við um eigur sem skapa verðmæti,“ segir Jóhann. Því er haldið fram í stefnunni að Rolf Lovland sé þekktur að því meðal kollega í tónlistarheiminum að taka tónsmíðar annarra höfunda ófrjálsri hendi. Rakið er hvernig Lovland hafi á margvíslegan hátt getað komist í snertingu við lagið Söknuð, meðal annars þegar hann dvaldi á Ísland, í fyrsta skipti árið 1994. Sem fyrr segir er gerð krafa um að allar tekjur af You Raise Me Up skili sér til Jóhanns. Í stefnu lögmanns hans, sem sett er fram í nafni bandarísks félags Jóhanns, Johannsongs Publishing Ltd., er enn fremur krafist miskabóta samkvæmt ákvörðun kviðdóms sem óskað er eftir að dæmi í málinu. „Að lagið skili sér á réttan stað,“ segir Jóhann einfaldlega sjálfur um kröfur sínar. Sem fyrr segir kveður hann það góða tilfinningu að málinu verði nú, eftir öll þess ár, fylgt til enda.„Frá fyrsta degi hefur Söknuður átt samleið með þjóðinni og hefur síðan þá haldið út í heim án leyfis, í viðlíka vegferð í breyttum búningi,“ segir Jóhann. „Þar sem um eftirlíkingar er að ræða, kemur ekki á óvart að bæði lag og texti ensku útgáfunnar hafa fundið sér sama stað í hjörtum fólks og sú íslenska,“ bætir hann við. Jóhann hefur áður reynt fyrir sér með málshöfðun en orðið að leggja þá fyrirætlun á hilluna vegna fjárskorts. Í fyrravor hélt tónlistarmaðurinn blaðamannafund í upptökuverinu Hljóðrita og kynnti þar nýja atlögu að málinu.Klippa: Blaðamannafundur Jóhanns Helgasonar - Bein útsending „Fundurinn í Hljóðrita var að margra mati vel heppnaður og góð umfjöllun í kjölfar hans skilaði málinu á þann stað að nú er bróðurpartur þess sem til þurfti í höfn,“ segir Jóhann. Sagt er ljóst í stefnu lögmannsins Michaels Machat, að allir þeir sem stefnt er í málinu hafi aflað sér geysimikilla tekna með óheimilli notkun á Söknuði Jóhanns Helgasonar og haldi enn í dag áfram að hagnast ólöglega á eftiröpun, dreifingu og flutningi lagsins. „Á meðan hefur hinn raunverulegi höfundur lagsins, Jóhann Helgason, verið hunsaður," segir í stefnu Machats. „Vegna skorts á fjármagni hefur hann ekki getað tekið lögformleg skref til að stöðva stuldinn á lagi sínu Söknuði. Þar til nú, það er að segja.“Afbragðs góðar vinningslíkur Jóhanns segir lögmaður hans ytra „Ég hlakka til að leggja fram stefnu í þessu máli,“ sagði Michael Machat, lögmaður Jóhanns Helgasonar, við Fréttablaðið áður en hann lagði inn stefnu í Los Angeles fyrir hönd Jóhanns gegn Rolf Lovland og öðrum.Michael Machat, lögmaður í Los Angeles.„Ég held að möguleikar Jóhanns til að vinna þetta mál séu afbragðs góðir,“ sagði Machat. Að lokum verði málið kynnt fyrir átta manns í kviðdómi í dómstóli í miðborg Los Angeles. „Þeir munu hlusta á upptökurnar, hlusta á vitnin – þar með talin sérfræðivitni – og taka ákvörðun. Þar sem líkindin milli Söknuðar og You Raise Me Up eru svo augljós fyrir hinum almenna hlustanda held ég að kviðdómurinn komist að þeirri niðurstöðu að Rolf Lovland kópíeraði lag Jóhanns þegar hann samdi You Raise Me Up,“ sagði lögmaðurinn. Machat sagði það mat sitt að það tæki um 18 til 20 mánuði frá því að stefnan væri lögð inn þar til sjálf réttarhöldin hæfust. Eftir að þeim stefndu hafa verið birtar stefnurnar þyrfti talsverðan tíma í skipulagningu og til að taka niður vitnisburði viðeigandi vitna. „Þar sem vitnin eru beggja vegna Atlantshafsins gæti orðið töf á því að skipuleggja suma vitnisburði. Þegar við höfum vitnisburðina og skýrslur sérfræðinga verðum við tilbúnir í réttarhöld,“ sagði Michael Machat sem kvaðst spenntur og stoltur yfir að flytja málið fyrir Jóhann og vinda ofan af langvarandi óréttlæti. „Hæfileikaríkur listamaður eins og Jóhann Helgason á ekki að þurfa að verða fyrir slíkum þjófnaði á heimsvísu á verki sínu,“ sagði Machat sem kveðst þess vegna vilja sjá mál hans fyrir kviðdómi. „Ég er viss um að réttlætinu verður fullnægt.“Heimsfrægir viðskiptavinir Machat-feðga Michael Machat, lögmaður í Los Angeles, er einn fárra einkalögmanna sem flutt hafa mál fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og unnið það. Michael sérhæfir sig í réttindamálum tónlistarmanna og samningagerð fyrir þá. Samkvæmt heimasíðu lögmannsstofu hans hefur hann náð að knýja fram sættir fyrir viðskiptavini í mörgum málum gegn stórfyrirtækjum vestan hafs. Öðrum málum hefur hann fylgt í gegn um dómskerfið, jafnvel allt upp í hæstarétt sem fyrr segir. Í starfi sínu hefur Michael Machat tekið upp merkið eftir föður sinn Marty Machat. Marty fór með mál fjölmargra heimsþekktra tónlistarmanna. Meðal þeirra eru James Brown, Sam Cooke, The Kinks, The Rolling Stones, The Who, ELO, Genesis, Peter Gabriel, Phil Collins og Leonard Cohen. Bróðir Michaels, Steven, er einnig lögmaður sem hefur tónlistarmenn sem sitt sérsvið. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ekki lokaákvörðun um Söknuð í Skandinavíu Fullyrðing norska lagahöfundarins Rolfs Lövland um að höfundaréttarsamtök í Skandinavíu hafi endanlega skorið úr um að lag hans You Raise Me Up sé ekki stuldur á laginu Söknuði virðist byggð á misskilningi um hlutverk samtakanna. 7. maí 2018 08:00 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Lögð var fram stefna í gær fyrir hönd tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar á hendur norska lagahöfundinum Rolf Lovland og yfir tuttugu öðrum aðilum fyrir stuld á laginu Söknuði frá árinu 1977. Fullyrt er í stefnunni að lagið You Raise Me Up frá árinu 2001 eftir Lovland með texta Írans Brendans Graham sé í raun lagið Söknuður. You Raise Me Up varð heimsfrægt í flutningi söngvarans Josh Groban árið 2003. Lagið hefur síðan komið út í yfir tvö þúsund útgáfum. Það er iðulega flutt á stórviðburðum, við minningarathafnir og jarðarfarir, rétt eins og Söknuður Jóhanns Helgasonar. Þess er krafist í stefnunni að Jóhanni verði dæmdar allar tekjur sem You Raise Me Up hefur fært Rolf Lovland og öðrum. Meðal þeirra sem er stefnt eru útgáfurisarnir Universal Music og Warner Music Group og efnisveitur á borð við Spotify og iTunes. Í stefnu lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, segir að You Raise Me Up sé eitt mesta selda lag allra tíma. Vitnað er til orða Martins Ingeström, forstjóra Universal Music í Svíþjóð, um að sala á laginu væri að nálgast 100 milljónir eintaka. Hagsmunirnir eru því gríðarlegir og Jóhann reiknar með harðri mótspyrnu í Los Angeles. „Það er eðlislægt þeim sem sölsa undir sig eigur annarra að vilja síður skila þeim, það á ekki síst við um eigur sem skapa verðmæti,“ segir Jóhann. Því er haldið fram í stefnunni að Rolf Lovland sé þekktur að því meðal kollega í tónlistarheiminum að taka tónsmíðar annarra höfunda ófrjálsri hendi. Rakið er hvernig Lovland hafi á margvíslegan hátt getað komist í snertingu við lagið Söknuð, meðal annars þegar hann dvaldi á Ísland, í fyrsta skipti árið 1994. Sem fyrr segir er gerð krafa um að allar tekjur af You Raise Me Up skili sér til Jóhanns. Í stefnu lögmanns hans, sem sett er fram í nafni bandarísks félags Jóhanns, Johannsongs Publishing Ltd., er enn fremur krafist miskabóta samkvæmt ákvörðun kviðdóms sem óskað er eftir að dæmi í málinu. „Að lagið skili sér á réttan stað,“ segir Jóhann einfaldlega sjálfur um kröfur sínar. Sem fyrr segir kveður hann það góða tilfinningu að málinu verði nú, eftir öll þess ár, fylgt til enda.„Frá fyrsta degi hefur Söknuður átt samleið með þjóðinni og hefur síðan þá haldið út í heim án leyfis, í viðlíka vegferð í breyttum búningi,“ segir Jóhann. „Þar sem um eftirlíkingar er að ræða, kemur ekki á óvart að bæði lag og texti ensku útgáfunnar hafa fundið sér sama stað í hjörtum fólks og sú íslenska,“ bætir hann við. Jóhann hefur áður reynt fyrir sér með málshöfðun en orðið að leggja þá fyrirætlun á hilluna vegna fjárskorts. Í fyrravor hélt tónlistarmaðurinn blaðamannafund í upptökuverinu Hljóðrita og kynnti þar nýja atlögu að málinu.Klippa: Blaðamannafundur Jóhanns Helgasonar - Bein útsending „Fundurinn í Hljóðrita var að margra mati vel heppnaður og góð umfjöllun í kjölfar hans skilaði málinu á þann stað að nú er bróðurpartur þess sem til þurfti í höfn,“ segir Jóhann. Sagt er ljóst í stefnu lögmannsins Michaels Machat, að allir þeir sem stefnt er í málinu hafi aflað sér geysimikilla tekna með óheimilli notkun á Söknuði Jóhanns Helgasonar og haldi enn í dag áfram að hagnast ólöglega á eftiröpun, dreifingu og flutningi lagsins. „Á meðan hefur hinn raunverulegi höfundur lagsins, Jóhann Helgason, verið hunsaður," segir í stefnu Machats. „Vegna skorts á fjármagni hefur hann ekki getað tekið lögformleg skref til að stöðva stuldinn á lagi sínu Söknuði. Þar til nú, það er að segja.“Afbragðs góðar vinningslíkur Jóhanns segir lögmaður hans ytra „Ég hlakka til að leggja fram stefnu í þessu máli,“ sagði Michael Machat, lögmaður Jóhanns Helgasonar, við Fréttablaðið áður en hann lagði inn stefnu í Los Angeles fyrir hönd Jóhanns gegn Rolf Lovland og öðrum.Michael Machat, lögmaður í Los Angeles.„Ég held að möguleikar Jóhanns til að vinna þetta mál séu afbragðs góðir,“ sagði Machat. Að lokum verði málið kynnt fyrir átta manns í kviðdómi í dómstóli í miðborg Los Angeles. „Þeir munu hlusta á upptökurnar, hlusta á vitnin – þar með talin sérfræðivitni – og taka ákvörðun. Þar sem líkindin milli Söknuðar og You Raise Me Up eru svo augljós fyrir hinum almenna hlustanda held ég að kviðdómurinn komist að þeirri niðurstöðu að Rolf Lovland kópíeraði lag Jóhanns þegar hann samdi You Raise Me Up,“ sagði lögmaðurinn. Machat sagði það mat sitt að það tæki um 18 til 20 mánuði frá því að stefnan væri lögð inn þar til sjálf réttarhöldin hæfust. Eftir að þeim stefndu hafa verið birtar stefnurnar þyrfti talsverðan tíma í skipulagningu og til að taka niður vitnisburði viðeigandi vitna. „Þar sem vitnin eru beggja vegna Atlantshafsins gæti orðið töf á því að skipuleggja suma vitnisburði. Þegar við höfum vitnisburðina og skýrslur sérfræðinga verðum við tilbúnir í réttarhöld,“ sagði Michael Machat sem kvaðst spenntur og stoltur yfir að flytja málið fyrir Jóhann og vinda ofan af langvarandi óréttlæti. „Hæfileikaríkur listamaður eins og Jóhann Helgason á ekki að þurfa að verða fyrir slíkum þjófnaði á heimsvísu á verki sínu,“ sagði Machat sem kveðst þess vegna vilja sjá mál hans fyrir kviðdómi. „Ég er viss um að réttlætinu verður fullnægt.“Heimsfrægir viðskiptavinir Machat-feðga Michael Machat, lögmaður í Los Angeles, er einn fárra einkalögmanna sem flutt hafa mál fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og unnið það. Michael sérhæfir sig í réttindamálum tónlistarmanna og samningagerð fyrir þá. Samkvæmt heimasíðu lögmannsstofu hans hefur hann náð að knýja fram sættir fyrir viðskiptavini í mörgum málum gegn stórfyrirtækjum vestan hafs. Öðrum málum hefur hann fylgt í gegn um dómskerfið, jafnvel allt upp í hæstarétt sem fyrr segir. Í starfi sínu hefur Michael Machat tekið upp merkið eftir föður sinn Marty Machat. Marty fór með mál fjölmargra heimsþekktra tónlistarmanna. Meðal þeirra eru James Brown, Sam Cooke, The Kinks, The Rolling Stones, The Who, ELO, Genesis, Peter Gabriel, Phil Collins og Leonard Cohen. Bróðir Michaels, Steven, er einnig lögmaður sem hefur tónlistarmenn sem sitt sérsvið.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ekki lokaákvörðun um Söknuð í Skandinavíu Fullyrðing norska lagahöfundarins Rolfs Lövland um að höfundaréttarsamtök í Skandinavíu hafi endanlega skorið úr um að lag hans You Raise Me Up sé ekki stuldur á laginu Söknuði virðist byggð á misskilningi um hlutverk samtakanna. 7. maí 2018 08:00 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Ekki lokaákvörðun um Söknuð í Skandinavíu Fullyrðing norska lagahöfundarins Rolfs Lövland um að höfundaréttarsamtök í Skandinavíu hafi endanlega skorið úr um að lag hans You Raise Me Up sé ekki stuldur á laginu Söknuði virðist byggð á misskilningi um hlutverk samtakanna. 7. maí 2018 08:00
Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45
Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30