Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 20:07 Heiðveig María Einarsdóttir. Vísir/Vilhelm Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur metið framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til stjórnar Sjómannafélagsins, B-lista, ólögmætt. Framboð A-lista, sem er framboð núverandi stjórnar Sjómannafélagsins var því sjálfkjörið. Þetta kemur fram í fundargerð á vef sambandsins.Nokkrar ástæður eru nefndar fyrir því að framboðinu hafi verið hafnað. Einungis hafi verið lagður fram listi til stjórnar og varastjórnar en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs. Kjörstjórnin telur það gegn lögum félagsins. Þá segir að Heiðveig, sem er frambjóðandi til stjórnar félagsins, sé hvorki félagsmaður né uppfylli hún skilyrði um kjörgengi þar sem hún hafi ekki greitt í félagið í minnst þrjú ár. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október. Hún hefur þó stefnt félaginu fyrir félagsdómi vegna þessa. Enn fremur segir að minnst þrír af 111 á meðmælaskrá hafi ekki verið í félaginu og þar af auki hafi frambjóðendur sjálfir sett nöfn sín á skrána og það sé gegn lögum félagsins. Það leiði til þess að fjöldi meðmæla nái ekki hundrað. „Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur. Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar, sbr. c-liður 5. mgr. 16. gr. laga félagsins, úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins,“ segir í fundargerð Sjómannafélagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30 Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur metið framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til stjórnar Sjómannafélagsins, B-lista, ólögmætt. Framboð A-lista, sem er framboð núverandi stjórnar Sjómannafélagsins var því sjálfkjörið. Þetta kemur fram í fundargerð á vef sambandsins.Nokkrar ástæður eru nefndar fyrir því að framboðinu hafi verið hafnað. Einungis hafi verið lagður fram listi til stjórnar og varastjórnar en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs. Kjörstjórnin telur það gegn lögum félagsins. Þá segir að Heiðveig, sem er frambjóðandi til stjórnar félagsins, sé hvorki félagsmaður né uppfylli hún skilyrði um kjörgengi þar sem hún hafi ekki greitt í félagið í minnst þrjú ár. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október. Hún hefur þó stefnt félaginu fyrir félagsdómi vegna þessa. Enn fremur segir að minnst þrír af 111 á meðmælaskrá hafi ekki verið í félaginu og þar af auki hafi frambjóðendur sjálfir sett nöfn sín á skrána og það sé gegn lögum félagsins. Það leiði til þess að fjöldi meðmæla nái ekki hundrað. „Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur. Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar, sbr. c-liður 5. mgr. 16. gr. laga félagsins, úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins,“ segir í fundargerð Sjómannafélagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30 Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00
Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30
Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15
Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06