Inga brast næstum í grát í bótaumræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 12:17 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira