Frammistöðu...? Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Fyrir 69 árum sá George Orwell fyrir þann dapurlega og merkingarlausa heim sem við byggjum í dag og kynnti hugtakið „newspeak“ til sögunnar í bókinni Nítján hundruð áttatíu og fjögur. Með því að brengla og rugla merkingu orða og hugtaka, fletja út merkingu tungumálsins, tókst alræðisvaldinu að lama sjálfstæða og gagnrýna hugsun í dystópískri framtíð ársins 1984. Skáldsaga Orwells hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en núna og gæti hæglega borið titilinn Tvö þúsund og átján. Dauðhreinsun tungumálsins gengur svo hryllilega vel að öfugsnúinn rétttrúnaðurinn er að útrýma allri tvíræðni og fjöri úr tungumálinu. Öruggara að hafa þetta steindautt og leiðinlegt þannig að enginn þurfi nú að móðgast. Þessar öfgar ganga svo langt að ekki má lengur segja fólki upp störfum á mannamáli. Orðskrípið „frammistöðuvandi“ dúkkaði upp í umræðunni í vikunni. Eðlilega virðist enginn þekkja merkingu þess enda ólíklegt að nokkur hugsandi manneskja hafi heyrt það áður, hvað þá lagt sér í munn, fyrr en seint í nóvember 2018. Ég reyndi árangurslaust að fletta „frammistöðuvanda“ upp í orðabókum. Rakst á frammivið, frammí og alls konar annað en engan frammistöðuvanda. Út frá samhenginu datt mér helst í hug að fletta upp orðinu „vanhæfur“. Og samkvæmt orðabókum merkir það að vera „ekki hæfur, ómögulegur, óhæfur“. Veit ekkert hvort þessar orðabókarskilgreiningar ná utan um merkingarleysi „frammistöðuvanda“ en eigum við í alvöru talað ekki bara að reyna að standa vörð um lágmarks heilbrigða hugsun og reyna frekar að halda áfram að tala raunverulegt, kjarnyrt manna (kvenna og karla) mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Fyrir 69 árum sá George Orwell fyrir þann dapurlega og merkingarlausa heim sem við byggjum í dag og kynnti hugtakið „newspeak“ til sögunnar í bókinni Nítján hundruð áttatíu og fjögur. Með því að brengla og rugla merkingu orða og hugtaka, fletja út merkingu tungumálsins, tókst alræðisvaldinu að lama sjálfstæða og gagnrýna hugsun í dystópískri framtíð ársins 1984. Skáldsaga Orwells hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en núna og gæti hæglega borið titilinn Tvö þúsund og átján. Dauðhreinsun tungumálsins gengur svo hryllilega vel að öfugsnúinn rétttrúnaðurinn er að útrýma allri tvíræðni og fjöri úr tungumálinu. Öruggara að hafa þetta steindautt og leiðinlegt þannig að enginn þurfi nú að móðgast. Þessar öfgar ganga svo langt að ekki má lengur segja fólki upp störfum á mannamáli. Orðskrípið „frammistöðuvandi“ dúkkaði upp í umræðunni í vikunni. Eðlilega virðist enginn þekkja merkingu þess enda ólíklegt að nokkur hugsandi manneskja hafi heyrt það áður, hvað þá lagt sér í munn, fyrr en seint í nóvember 2018. Ég reyndi árangurslaust að fletta „frammistöðuvanda“ upp í orðabókum. Rakst á frammivið, frammí og alls konar annað en engan frammistöðuvanda. Út frá samhenginu datt mér helst í hug að fletta upp orðinu „vanhæfur“. Og samkvæmt orðabókum merkir það að vera „ekki hæfur, ómögulegur, óhæfur“. Veit ekkert hvort þessar orðabókarskilgreiningar ná utan um merkingarleysi „frammistöðuvanda“ en eigum við í alvöru talað ekki bara að reyna að standa vörð um lágmarks heilbrigða hugsun og reyna frekar að halda áfram að tala raunverulegt, kjarnyrt manna (kvenna og karla) mál?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun