„Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 21:02 Konan var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það því miður koma fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til „óyndisúrræða“ og vísar þar í fréttir af því í gær þegar 92 ára gömul kona þurfti að gista inni á salerni bráðaöldrunardeildar. Páll kemur inn á málið í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Konan var flutt fyrir hádegi í gær eftir að hafa gist yfir nótt inni á salerni. Dóttir konunnar vakti athygli á málinu á Facebook. „Að vonum var fólki brugðið, enda er þetta ekki aðstaða sem nokkur ætti að þurfa að búa við. Því miður kemur þó fyrir, við sérstakar aðstæður, að grípa verður til óyndisúrræða af þessu tagi, þótt auðvitað sé sjúklingi komið í betra rými um leið og það er unnt,“ skrifar Páll.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir„Þetta er birtingarmynd af því ástandi sem við á Landspítala höfum verið óþreytandi að benda á: skortur á úrræðum fyrir sjúklinga sem þegar hafa lokið meðferð og þurfa úrræði utan spítalans veldur því að deildir yfirfyllast, þegar að nýir sjúklingar þurfa þjónustu deildarinnar en aðrir komast ekki af henni.“ Páll segir að samhliða þessu hafi spítalinn þurft að loka rúmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, en nú séu ríflega 40 rúm lokuð vegna þessa. Hann segir að Landspítalinn sé sérgreinasjúkrahús og til þess leiti fólk með vandamál sem krefjist sérhæfðrar þekkingar, ekki fólk í leit að húsaskjóli. „Þess vegna er mikilvægt að sú mikla fjárfesting sem í mannauð og búnað hefur verið lögð nýtist með sem bestum hætti. Afar áríðandi er að sú deild sem sjúklingur leggst inn á sé mönnuð starfsfólki sem sérhæfir sig í vandamáli viðkomandi. Þannig getum við best tryggt að viðunandi meðferð fáist og lágmarkað líkur á alvarlegum atvikum. Það er vel þekkt að þegar alvarleg atvik verða, þá er innlögn utan þeirrar sérhæfingar sem sjúklingurinn þarfnast einn af lykilþáttum í því sem aflaga fer.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30 Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það því miður koma fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til „óyndisúrræða“ og vísar þar í fréttir af því í gær þegar 92 ára gömul kona þurfti að gista inni á salerni bráðaöldrunardeildar. Páll kemur inn á málið í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Konan var flutt fyrir hádegi í gær eftir að hafa gist yfir nótt inni á salerni. Dóttir konunnar vakti athygli á málinu á Facebook. „Að vonum var fólki brugðið, enda er þetta ekki aðstaða sem nokkur ætti að þurfa að búa við. Því miður kemur þó fyrir, við sérstakar aðstæður, að grípa verður til óyndisúrræða af þessu tagi, þótt auðvitað sé sjúklingi komið í betra rými um leið og það er unnt,“ skrifar Páll.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir„Þetta er birtingarmynd af því ástandi sem við á Landspítala höfum verið óþreytandi að benda á: skortur á úrræðum fyrir sjúklinga sem þegar hafa lokið meðferð og þurfa úrræði utan spítalans veldur því að deildir yfirfyllast, þegar að nýir sjúklingar þurfa þjónustu deildarinnar en aðrir komast ekki af henni.“ Páll segir að samhliða þessu hafi spítalinn þurft að loka rúmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, en nú séu ríflega 40 rúm lokuð vegna þessa. Hann segir að Landspítalinn sé sérgreinasjúkrahús og til þess leiti fólk með vandamál sem krefjist sérhæfðrar þekkingar, ekki fólk í leit að húsaskjóli. „Þess vegna er mikilvægt að sú mikla fjárfesting sem í mannauð og búnað hefur verið lögð nýtist með sem bestum hætti. Afar áríðandi er að sú deild sem sjúklingur leggst inn á sé mönnuð starfsfólki sem sérhæfir sig í vandamáli viðkomandi. Þannig getum við best tryggt að viðunandi meðferð fáist og lágmarkað líkur á alvarlegum atvikum. Það er vel þekkt að þegar alvarleg atvik verða, þá er innlögn utan þeirrar sérhæfingar sem sjúklingurinn þarfnast einn af lykilþáttum í því sem aflaga fer.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30 Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11
Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30
Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45